Nýtt dæluhús veldur óánægju á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. júní 2025 20:08 Björn Ingi Gíslason, formaður sóknarnefndar Selfosskirkju við nýja dæluhúsið og hluti af Selfosskirkju er í baksýn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Formanni sóknarnefndar Selfosskirkju dauðbrá þegar mótin voru tekin utan af nýrri byggingu, sem er nú risin í grennd við kirkjuna en byggingin er miklu stærri en formaðurinn hafði áttað sig á. Ljósmyndari á staðnum er líka mjög ósáttur við nýju bygginguna, sem er á vegum Selfossveitna. Byggingin, sem um ræðir við bakka Ölfusár fyrir neðan Hótel Selfoss og rétt við Selfosskirkju. Þetta eru dæluhús á vegum Selfossveitna, sem var byggt yfir heitavatnsholu á staðnum. „Já maður skilur það að fólki sé brugðið þegar kemur svona nýtt hús á þetta svæði en við erum að reyna að virkja og stækkandi samfélag þarf meira vatn og við þurfum að virkja það,“ segir Sveinn Ægir Birgisson, formaður stjórnar Selfossveitna. Sveinn Ægir segir að mjög snyrtilega verið gengið fá dæluhúsinu, klæðningin verði eins og á Hótel Selfossi og svo verði útsýnispallur uppi á húsinu. „Já, við ætlum að hafa útsýnispall þar sem við verðum með sögu svæðisins og munum líka hafa stóra glugga á húsinu til að segja frá sögu og orkuvinnslu á Íslandi,” segir Sveinn. Sveinn Ægir Birgisson, formaður stjórnar Selfossveitna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Selfosskirkju er mikið mynduð af fagfólki og áhugafólki um ljósmyndun eins og Lýður Geir, íbúi á Selfossi þekkir vel. Hann er ekki sáttur við nýju bygginguna. „Þessi bygging passar bara ekkert inn í þetta umhverfi hérna. Þetta hefur áhrif á ásýnd bæjarins og aðkomu inn í bæinn. Sem Selfyssingur og ljósmyndari, stoltur Selfyssingur þá finnst mér þetta ekki bara passa hér inn á þetta svæði,” segir Lýður ósáttur. Lýður Geir Guðmundsson, ljósmyndari og íbúi á Selfossi, sem er langt frá því að vera sáttur við nýju bygginguna.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað segir formaður sóknarnefndar Selfosskirkju yfir byggingunni? „Mér dauðbrá þegar mótin voru tekin utan af þessu húsi. Mér fannst það bæði vera of hátt miðað við það, sem ég hafði haldið og stærra, meira umfang í þessu húsi en ég hafði gert mér grein fyrir,” segir Björn Ingi Gíslason, formaður sóknarnefndar og bætir við. „Ég veit að það eru auðvitað margir að finna að því að fara að setja hér upp svona stórt hús á þennan sjónarhól. Kirkjan út af fyrir sig stendur auðvitað fyrir sínu, hún er á fallegum stað og verður áfram. Við skulum nú hafa frið um þetta allt saman vonandi og auðvitað fögnum við því að bæjarfélagið okkar skuli vera að eignast meira heitt vatni,” segir Björn Ingi. Svona mun nýja dæluhúsið líta út fullbúið með útsýnispalli á þakinu.Aðsend Árborg Þjóðkirkjan Vatn Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Byggingin, sem um ræðir við bakka Ölfusár fyrir neðan Hótel Selfoss og rétt við Selfosskirkju. Þetta eru dæluhús á vegum Selfossveitna, sem var byggt yfir heitavatnsholu á staðnum. „Já maður skilur það að fólki sé brugðið þegar kemur svona nýtt hús á þetta svæði en við erum að reyna að virkja og stækkandi samfélag þarf meira vatn og við þurfum að virkja það,“ segir Sveinn Ægir Birgisson, formaður stjórnar Selfossveitna. Sveinn Ægir segir að mjög snyrtilega verið gengið fá dæluhúsinu, klæðningin verði eins og á Hótel Selfossi og svo verði útsýnispallur uppi á húsinu. „Já, við ætlum að hafa útsýnispall þar sem við verðum með sögu svæðisins og munum líka hafa stóra glugga á húsinu til að segja frá sögu og orkuvinnslu á Íslandi,” segir Sveinn. Sveinn Ægir Birgisson, formaður stjórnar Selfossveitna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Selfosskirkju er mikið mynduð af fagfólki og áhugafólki um ljósmyndun eins og Lýður Geir, íbúi á Selfossi þekkir vel. Hann er ekki sáttur við nýju bygginguna. „Þessi bygging passar bara ekkert inn í þetta umhverfi hérna. Þetta hefur áhrif á ásýnd bæjarins og aðkomu inn í bæinn. Sem Selfyssingur og ljósmyndari, stoltur Selfyssingur þá finnst mér þetta ekki bara passa hér inn á þetta svæði,” segir Lýður ósáttur. Lýður Geir Guðmundsson, ljósmyndari og íbúi á Selfossi, sem er langt frá því að vera sáttur við nýju bygginguna.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað segir formaður sóknarnefndar Selfosskirkju yfir byggingunni? „Mér dauðbrá þegar mótin voru tekin utan af þessu húsi. Mér fannst það bæði vera of hátt miðað við það, sem ég hafði haldið og stærra, meira umfang í þessu húsi en ég hafði gert mér grein fyrir,” segir Björn Ingi Gíslason, formaður sóknarnefndar og bætir við. „Ég veit að það eru auðvitað margir að finna að því að fara að setja hér upp svona stórt hús á þennan sjónarhól. Kirkjan út af fyrir sig stendur auðvitað fyrir sínu, hún er á fallegum stað og verður áfram. Við skulum nú hafa frið um þetta allt saman vonandi og auðvitað fögnum við því að bæjarfélagið okkar skuli vera að eignast meira heitt vatni,” segir Björn Ingi. Svona mun nýja dæluhúsið líta út fullbúið með útsýnispalli á þakinu.Aðsend
Árborg Þjóðkirkjan Vatn Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira