Rukkuð um hundrað þúsund fyrir stutta ferð frá flugvellinum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 14. júní 2025 23:39 Saga og Úlfhildur með lögregluþjónum í New York sem Saga segir að hafi staðið sig með mikilli prýði. Óprúttinn leigubílstjóri vildi rukka Sögu Ýrr Jónsdóttur um 750 dollara fyrir stutta ferð frá JFK flugvellinum í New York upp á hótel í borginni. Sögu tókst að hringja á lögregluna en ekki áður en hún þurfti að afhenda manninum 600 dollara í reiðufé. Hún segir málið ágæta áminningu um að athuga alltaf á ferðalögum erlendis hvort um skráðan leigubíl sé að ræða. Saga lenti á flugvelli í New York í Bandaríkjunum ásamt Úlfhildi, níu ára dóttur sinni, um tíuleytið að staðartíma í gærkvöldi. Hún lýsir því hvernig kona kom sérstaklega til þeirra á flugvellinum og spurði hvort þær væru að leita að leigubíl. „Hún segir að það séu einhverjar framkvæmdir í gangi og ætlar að sýna okkur hvar við getum fundið leigubíl. Við sjáum nokkrar raðir, þessa gulu bíla, svo eru svartir bílar í annarri röð. Hún segir okkur að fara í ákveðna röð og þar situr maður sem tekur á móti okkur,“ segir Sara. „Ókei þetta er pínu skrítið“ Saga segir að eftir nokkrar mínútur af akstri hafi ökumaðurinn tekið upp iPad, og sagst ætla að byrja að mæla núna. „Ég hugsaði bara ókei þetta er pínu skrítið.“ Svo hafi maðurinn sagt þeim að hann gæti ekki stoppað fyrir framan hótelið vegna framkvæmda, og hann hafi farið í hliðargötu nálægt. Svo hafi hann spurt hana hvernig hún hygðist borga. „Ég tek eftir því að það er ekki gjaldmælir og spyr hann hvað þetta er mikið. Hann segir að þetta kosti 750 dollara, og segir að ég þurfi að borga með reiðufé eða í gegnum app. Leigubílstjórar séu hættir að taka við kortagreiðslum.“ „Ég sagði bara við hann: „Heyrðu ég hef komið ansi oft til New York og ég veit að þetta eru ekki 750 dollarar. Ég veit alveg að þetta er scam, ég er ekki fædd í gær““ Kona kom upp að mæðgunum á flugvellinum í New York og bauð þeim upp á leigubíl. „Þetta virkaði eins og góð þjónusta en var svo of gott til að vera satt“Getty Þá hafi hann ítrekað að hún þyrfti að borga 750 dollara, sem samsvara um 94 þúsund krónum á gengi dagsins. Maðurinn hafi ekki verið ógnandi, en hann hafi verið mjög ákveðinn. „Ég sagði ókei þá þarft þú að keyra mig í hraðbanka, því ég er ekki með það á mér. Ég er bara með 600 dollara.“ „Á leiðinni er ég aðeins að rökræða þetta við hann. Spyr hann frá hvaða leigubílastöð hann er.“ „Ég sagði honum að ég vissi alveg í hverju ég væri að lenda, ég vissi alveg að þetta væri ekki eðlilegt.“ Maðurinn hafi þá hringt í einhvern yfirmann og eftir símtalið boðið henni 40 dollara afslátt. Tók allt reiðuféð Saga segir að maðurinn hafi á fyrsta stoppinu sagt henni að ná í allan peninginn sem hún hafði meðferðis. Hann hafi svo talið reiðuféð, sem voru 600 dollarar, og sagt að hún þyrfti að borga meira, 750 dollara. Þá hafi hann ekið með mæðgurnar í hliðargötu þar sem hægt var að fara í hraðbanka í verslun. Hann hafi þá skipað henni að fara þangað inn að sækja meiri pening. Saga ætlar bara að taka þessa hefðbundnu gulu leigubíla í New York í framhaldinu.Getty „Þá segi ég að ég fari ekkert án stelpunnar. Hann segir við stelpuna að hún eigi að fara út hans megin. Þá segir Úlfhildur bara nei og heldur í mig.“ Þá hafi þær farið saman inn í verslun og rakleiðis farið að tala við afgreiðslumann og sagt honum frá því sem var að gerast. Hann hafi sagt þeim að hringja umsvifalaust í lögregluna. „Lögreglan segir mér að taka peninginn út. Ég fer svo út til að taka mynd af bílnum, en þá var hann að taka töskurnar okkar úr bílnum og brunaði svo í burtu. Lögreglan var svo næstum því strax komin.“ segir Saga. Hún segir að viðbrögð lögreglunnar hafi verið mögnuð, hún hafi verið komin á innan við mínútu á vettvang. Þeir hafi tekið af henni skýrslu, fengið mynd af bílnum og strax farið að leita að honum. „Aldrei hvarflað að mér að maður geti lent í þessu“ Saga segir að hún hafi ferðast um allan heim en aldrei lent í svona leigubílasvindli áður. „Það hefur aldrei hvarflað að mér að maður geti lent í þessu. En auðvitað á maður að athuga hvort bíllinn sé skráður þegar maður stígur í leigubíl.“ Lögreglan hafi svo upplýst hana um að svona svindl væru að verða algengari. Þetta væru gengi sem væru með þessa starfsemi, tækju túrista og svikju úr þeim fé. „Hvað áttu að gera, þegar þú ert kominn á einhvern stað, í öðru landi, þá læturðu þá bara fá peninginn og kemur þér út. Ég var föst í bílnum með dóttur minni, maður rökræðir þetta bara að vissu marki.“ Þá ítrekar hún að viðbrögð lögreglunnar hafi verið meiriháttar. „Þetta var ótrúlega faglegt allt saman, hvernig þeir tóku Úlfhildi þannig henni liði vel, og þeir keyrðu okkur svo upp á hótel og tóku meira að segja töskurnar inn.“ Saga segir að hún ætli sér ekki að eltast við þessa 600 dollara. Hún dragi bara af þessu þann lærdóm að í framhaldinu sé skynsamlegast að taka bara gulan leigubíl í New York. „Þetta er ekki áhætta sem maður tekur aftur.“ Gervigreind til aðstoðar Saga segir að á meðan bílferðinni stóð hafi hún verið með gervigreindarforrit í símanum sem hún leitaði ráða hjá, sem hafi reynst henni mjög vel. Gervigreindin hafi til að mynda sagt henni að taka mynd af bílnum. „Ég spurði hana bara hvað ég ætti að gera í þessum aðstæðum. Hún sagði mér að fara í hraðbanka, reyna að senda sms á 911 og taka mynd af bílnum. Ég fékk mjög góðar leiðbeiningar.“ Leigubílar Bandaríkin Íslendingar erlendis Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Saga lenti á flugvelli í New York í Bandaríkjunum ásamt Úlfhildi, níu ára dóttur sinni, um tíuleytið að staðartíma í gærkvöldi. Hún lýsir því hvernig kona kom sérstaklega til þeirra á flugvellinum og spurði hvort þær væru að leita að leigubíl. „Hún segir að það séu einhverjar framkvæmdir í gangi og ætlar að sýna okkur hvar við getum fundið leigubíl. Við sjáum nokkrar raðir, þessa gulu bíla, svo eru svartir bílar í annarri röð. Hún segir okkur að fara í ákveðna röð og þar situr maður sem tekur á móti okkur,“ segir Sara. „Ókei þetta er pínu skrítið“ Saga segir að eftir nokkrar mínútur af akstri hafi ökumaðurinn tekið upp iPad, og sagst ætla að byrja að mæla núna. „Ég hugsaði bara ókei þetta er pínu skrítið.“ Svo hafi maðurinn sagt þeim að hann gæti ekki stoppað fyrir framan hótelið vegna framkvæmda, og hann hafi farið í hliðargötu nálægt. Svo hafi hann spurt hana hvernig hún hygðist borga. „Ég tek eftir því að það er ekki gjaldmælir og spyr hann hvað þetta er mikið. Hann segir að þetta kosti 750 dollara, og segir að ég þurfi að borga með reiðufé eða í gegnum app. Leigubílstjórar séu hættir að taka við kortagreiðslum.“ „Ég sagði bara við hann: „Heyrðu ég hef komið ansi oft til New York og ég veit að þetta eru ekki 750 dollarar. Ég veit alveg að þetta er scam, ég er ekki fædd í gær““ Kona kom upp að mæðgunum á flugvellinum í New York og bauð þeim upp á leigubíl. „Þetta virkaði eins og góð þjónusta en var svo of gott til að vera satt“Getty Þá hafi hann ítrekað að hún þyrfti að borga 750 dollara, sem samsvara um 94 þúsund krónum á gengi dagsins. Maðurinn hafi ekki verið ógnandi, en hann hafi verið mjög ákveðinn. „Ég sagði ókei þá þarft þú að keyra mig í hraðbanka, því ég er ekki með það á mér. Ég er bara með 600 dollara.“ „Á leiðinni er ég aðeins að rökræða þetta við hann. Spyr hann frá hvaða leigubílastöð hann er.“ „Ég sagði honum að ég vissi alveg í hverju ég væri að lenda, ég vissi alveg að þetta væri ekki eðlilegt.“ Maðurinn hafi þá hringt í einhvern yfirmann og eftir símtalið boðið henni 40 dollara afslátt. Tók allt reiðuféð Saga segir að maðurinn hafi á fyrsta stoppinu sagt henni að ná í allan peninginn sem hún hafði meðferðis. Hann hafi svo talið reiðuféð, sem voru 600 dollarar, og sagt að hún þyrfti að borga meira, 750 dollara. Þá hafi hann ekið með mæðgurnar í hliðargötu þar sem hægt var að fara í hraðbanka í verslun. Hann hafi þá skipað henni að fara þangað inn að sækja meiri pening. Saga ætlar bara að taka þessa hefðbundnu gulu leigubíla í New York í framhaldinu.Getty „Þá segi ég að ég fari ekkert án stelpunnar. Hann segir við stelpuna að hún eigi að fara út hans megin. Þá segir Úlfhildur bara nei og heldur í mig.“ Þá hafi þær farið saman inn í verslun og rakleiðis farið að tala við afgreiðslumann og sagt honum frá því sem var að gerast. Hann hafi sagt þeim að hringja umsvifalaust í lögregluna. „Lögreglan segir mér að taka peninginn út. Ég fer svo út til að taka mynd af bílnum, en þá var hann að taka töskurnar okkar úr bílnum og brunaði svo í burtu. Lögreglan var svo næstum því strax komin.“ segir Saga. Hún segir að viðbrögð lögreglunnar hafi verið mögnuð, hún hafi verið komin á innan við mínútu á vettvang. Þeir hafi tekið af henni skýrslu, fengið mynd af bílnum og strax farið að leita að honum. „Aldrei hvarflað að mér að maður geti lent í þessu“ Saga segir að hún hafi ferðast um allan heim en aldrei lent í svona leigubílasvindli áður. „Það hefur aldrei hvarflað að mér að maður geti lent í þessu. En auðvitað á maður að athuga hvort bíllinn sé skráður þegar maður stígur í leigubíl.“ Lögreglan hafi svo upplýst hana um að svona svindl væru að verða algengari. Þetta væru gengi sem væru með þessa starfsemi, tækju túrista og svikju úr þeim fé. „Hvað áttu að gera, þegar þú ert kominn á einhvern stað, í öðru landi, þá læturðu þá bara fá peninginn og kemur þér út. Ég var föst í bílnum með dóttur minni, maður rökræðir þetta bara að vissu marki.“ Þá ítrekar hún að viðbrögð lögreglunnar hafi verið meiriháttar. „Þetta var ótrúlega faglegt allt saman, hvernig þeir tóku Úlfhildi þannig henni liði vel, og þeir keyrðu okkur svo upp á hótel og tóku meira að segja töskurnar inn.“ Saga segir að hún ætli sér ekki að eltast við þessa 600 dollara. Hún dragi bara af þessu þann lærdóm að í framhaldinu sé skynsamlegast að taka bara gulan leigubíl í New York. „Þetta er ekki áhætta sem maður tekur aftur.“ Gervigreind til aðstoðar Saga segir að á meðan bílferðinni stóð hafi hún verið með gervigreindarforrit í símanum sem hún leitaði ráða hjá, sem hafi reynst henni mjög vel. Gervigreindin hafi til að mynda sagt henni að taka mynd af bílnum. „Ég spurði hana bara hvað ég ætti að gera í þessum aðstæðum. Hún sagði mér að fara í hraðbanka, reyna að senda sms á 911 og taka mynd af bílnum. Ég fékk mjög góðar leiðbeiningar.“
Leigubílar Bandaríkin Íslendingar erlendis Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira