„Mjög ryðguð en furðu fljótt fór rykið af mér“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. júní 2025 11:32 Sandra Sigurðardóttir tók hanskana af hillunni í neyðartilfelli FH. vísir / sigurjón Fyrrverandi landsliðsmarkvörðurinn Sandra Sigurðardóttir tók hanskana fram á nýjan leik eftir að Aldís Guðlaugsdóttir, markvörður FH, sleit krossband á dögunum. Hún kann vel við sig í Kaplakrikanum og hefur staðið sig vel á tímabilinu. Sandra lagði hanskana á hilluna frægu eftir tímabilið 2022, en hefur síðan þá leikið tvo leiki með Val og aðra tvo með Grindavík. Hún á að baki 49 landsleiki fyrir Íslands hönd og ljóst að FH-ingar nældu sér í gríðarlega reynslumikinn markvörð. „Þær voru bara í neyð, þetta kemur upp þegar hún Aldís meiðist. Þannig að það er hringt í mig á þriðjudegi, leikur á föstudegi. [Guðni Eiríksson, þjálfari FH] hitti á mig á góðum tímapunkti og ég sagði bara já, fór á fyrstu æfinguna sama dag og var hræðileg fannst mér... ...Svo er þetta bara fljótt að koma, ég er dugleg að halda mér við með hreyfingu og það hjálpaði mér… Ég myndi ekki segja að ég væri orðin gamla, góða Sandra, ég er með há viðmið á eigin getu en jú kannski smá. Miðað við hvernig ég byrjaði á fyrstu æfingunum, þá var ég mjög ryðguð, en svo bara furðu fljótt fór rykið af mér“ sagði Sandra. FH er í þriðja sæti deildarinnar, þremur stigum frá toppliði Þróttar. Sandra hefur spilað síðustu tvo leikina í deildinni, með ungu og skemmtilegu, léttleikandi liði FH. Sandra er auðvitað afar reynslumikil og á margfalt fleiri leiki en flestar í liðinu, auk aldursára. Hún kemur því inn í hópinn og tekur að sér ákveðið leiðtogahlutverk. „Mér finnst það mjög skemmtilegt. Ég var ekki búin að fylgjast vel með í sumar en vissi að þær væru sprækar, en svona sprækar hafði ég ekki hugmynd um. Þær eru bara ógeðslega góðar í fótbolta og það er mikil stemning í Krikanum, maður finnur það… Það er gaman að geta komið með einhverja rödd og reynslu“ sagði Sandra í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum að ofan. FH tekur á móti Tindastóli á morgun í níundu umferð Bestu deildar kvenna á Kaplakrikavelli. Leikurinn hefst klukkan sex og verður í beinni útsendingu á Sýn Sport. Besta deild kvenna FH Tengdar fréttir Uppgjörið: Víkingur-FH 1-4 | Eintóm hamingja hjá FH-konum í Víkinni Víkingur Reykjavík tók á móti FH á Víkingsvelli í 8. umferð Bestu deildar kvenna í dag. FH sigraði leikinn 1-4 og er því með 19 stig eftir átta umferðir og halda FH stelpurnar áfram að berjast í toppbaráttunni. 7. júní 2025 15:50 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Í beinni: Álftanes - Þór Þ. | Lið í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppni Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira
Sandra lagði hanskana á hilluna frægu eftir tímabilið 2022, en hefur síðan þá leikið tvo leiki með Val og aðra tvo með Grindavík. Hún á að baki 49 landsleiki fyrir Íslands hönd og ljóst að FH-ingar nældu sér í gríðarlega reynslumikinn markvörð. „Þær voru bara í neyð, þetta kemur upp þegar hún Aldís meiðist. Þannig að það er hringt í mig á þriðjudegi, leikur á föstudegi. [Guðni Eiríksson, þjálfari FH] hitti á mig á góðum tímapunkti og ég sagði bara já, fór á fyrstu æfinguna sama dag og var hræðileg fannst mér... ...Svo er þetta bara fljótt að koma, ég er dugleg að halda mér við með hreyfingu og það hjálpaði mér… Ég myndi ekki segja að ég væri orðin gamla, góða Sandra, ég er með há viðmið á eigin getu en jú kannski smá. Miðað við hvernig ég byrjaði á fyrstu æfingunum, þá var ég mjög ryðguð, en svo bara furðu fljótt fór rykið af mér“ sagði Sandra. FH er í þriðja sæti deildarinnar, þremur stigum frá toppliði Þróttar. Sandra hefur spilað síðustu tvo leikina í deildinni, með ungu og skemmtilegu, léttleikandi liði FH. Sandra er auðvitað afar reynslumikil og á margfalt fleiri leiki en flestar í liðinu, auk aldursára. Hún kemur því inn í hópinn og tekur að sér ákveðið leiðtogahlutverk. „Mér finnst það mjög skemmtilegt. Ég var ekki búin að fylgjast vel með í sumar en vissi að þær væru sprækar, en svona sprækar hafði ég ekki hugmynd um. Þær eru bara ógeðslega góðar í fótbolta og það er mikil stemning í Krikanum, maður finnur það… Það er gaman að geta komið með einhverja rödd og reynslu“ sagði Sandra í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum að ofan. FH tekur á móti Tindastóli á morgun í níundu umferð Bestu deildar kvenna á Kaplakrikavelli. Leikurinn hefst klukkan sex og verður í beinni útsendingu á Sýn Sport.
Besta deild kvenna FH Tengdar fréttir Uppgjörið: Víkingur-FH 1-4 | Eintóm hamingja hjá FH-konum í Víkinni Víkingur Reykjavík tók á móti FH á Víkingsvelli í 8. umferð Bestu deildar kvenna í dag. FH sigraði leikinn 1-4 og er því með 19 stig eftir átta umferðir og halda FH stelpurnar áfram að berjast í toppbaráttunni. 7. júní 2025 15:50 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Í beinni: Álftanes - Þór Þ. | Lið í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppni Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur-FH 1-4 | Eintóm hamingja hjá FH-konum í Víkinni Víkingur Reykjavík tók á móti FH á Víkingsvelli í 8. umferð Bestu deildar kvenna í dag. FH sigraði leikinn 1-4 og er því með 19 stig eftir átta umferðir og halda FH stelpurnar áfram að berjast í toppbaráttunni. 7. júní 2025 15:50