Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. júní 2025 11:58 Max Verstappen er á barmi keppnisbanns. Clive Rose/Getty Images Max Verstappen verður að vara sig, en ætlar ekki að gera það, í næstu tveimur keppnum Formúlu 1. Hann á yfir höfði sér bann ef hann fær refsistig, en er orðinn verulega pirraður á „barnalegum“ spurningum blaðamanna um bannið. Samkvæmt reglum Formúlu 1 mega ökumenn fá tólf refsistig á tólf mánaða tímabili, Verstappen er með ellefu eftir að hafa fengið þrjú fyrir að klessa á Mercedes bíl George Russell í síðasta kappakstri, viljandi að mati Russell. Tvö refsistig fyrnast um mánaðamótin, en fyrir það fara tvær keppnir fram. Verstappen verður því að vara sig í Kanada í dag og í Austurríki um þarnæstu helgi, annars verður hann í banni í Austurríki eða í þarnæsta kappakstri sem fer fram í Bretlandi. „Ég ætla bara að keyra eins og ég geri alltaf“ sagði Verstappen, sem er þekktur fyrir frekar áhættusaman akstur, á blaðamannafundi á fimmtudag. Hann var svo spurður aftur út í yfirvofandi bannið á blaðamannafundi eftir tímatökuna í gær. Max about the constant questions regarding his penalty points.. "I don't need to hear it again. It pisses me off. You're speaking about it on Thursday.. such a waste of time, childish. Really annoying."pic.twitter.com/rjq0hNhwrR— Verstappen News (@verstappenews) June 14, 2025 „Ég þarf ekki að heyra þetta aftur, þið spurðuð mig á fimmtudaginn. Þetta er svo mikil tímasóun, bara barnalegt... Virkilega pirrandi“ sagði Verstappen sem fer annar af stað síðar í dag. „Við erum vinir svo það er allt í góðu [eftir áreksturinn á Spáni]. Ég er með örlítið fleiri stig á skírteininu mínu til að leika mér með svo við sjáum til hvernig fer,“ sagði George Russell, sem verður á ráspól, um Max Verstappen. Akstursíþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Samkvæmt reglum Formúlu 1 mega ökumenn fá tólf refsistig á tólf mánaða tímabili, Verstappen er með ellefu eftir að hafa fengið þrjú fyrir að klessa á Mercedes bíl George Russell í síðasta kappakstri, viljandi að mati Russell. Tvö refsistig fyrnast um mánaðamótin, en fyrir það fara tvær keppnir fram. Verstappen verður því að vara sig í Kanada í dag og í Austurríki um þarnæstu helgi, annars verður hann í banni í Austurríki eða í þarnæsta kappakstri sem fer fram í Bretlandi. „Ég ætla bara að keyra eins og ég geri alltaf“ sagði Verstappen, sem er þekktur fyrir frekar áhættusaman akstur, á blaðamannafundi á fimmtudag. Hann var svo spurður aftur út í yfirvofandi bannið á blaðamannafundi eftir tímatökuna í gær. Max about the constant questions regarding his penalty points.. "I don't need to hear it again. It pisses me off. You're speaking about it on Thursday.. such a waste of time, childish. Really annoying."pic.twitter.com/rjq0hNhwrR— Verstappen News (@verstappenews) June 14, 2025 „Ég þarf ekki að heyra þetta aftur, þið spurðuð mig á fimmtudaginn. Þetta er svo mikil tímasóun, bara barnalegt... Virkilega pirrandi“ sagði Verstappen sem fer annar af stað síðar í dag. „Við erum vinir svo það er allt í góðu [eftir áreksturinn á Spáni]. Ég er með örlítið fleiri stig á skírteininu mínu til að leika mér með svo við sjáum til hvernig fer,“ sagði George Russell, sem verður á ráspól, um Max Verstappen.
Akstursíþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira