Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júní 2025 06:31 J.J. Spaun með bikarinn en hann átti erfitt með tilfinningar sínar eftir að sigurinn var í höfn. Getty/Patrick Smith Bandaríski kylfingurinn J.J. Spaun vann US Open, Opna bandaríska meistaramótið í golfi, í gærkvöldi eftir miklar sveiflur á lokahringnum. Þetta er fyrsti sigur Spaun á risamóti á ferlinum en þetta var 125. US Open mótið frá upphafi. Rigning og rennblautur völlur setti mikinn svip á lokadaginn og það þurfti að gera hlé á keppninni vegna úrhellis. Það hafði slæm áhrif á suma kylfinga en ekki Spaun. Það ótrúlega við sigur J.J. Spaun var að hann virtist vera búinn að klúðra þessu með martraðarbyrjun á lokhringnum. Spaun fékk fimm skolla á fyrstu sex holunum og var kominn langt á eftir fremstu mönnum. Hann átti aftur á móti draumaendi á meðan allt fór úrskeiðis hjá þeim sem voru fyrir ofan hann. Spaun náði fugli á bæði tólftu og fjórtándu. Skolli á fimmtándu skipti minna máli því allir voru í vandræðum í bleytunni. Kylfingar töpuðu hverju höggina á fætur öðru og það voru vandræði á öllum holum. Spaun hélt hins vegar haus og kláraði glæsilega. Spaun endaði hringinn með því að fá fugl á sautjándu og setti síðan niður tuttugu metra pútt á átjándu til að fá fugl á henni líka. Honum hefði nægt að tvípútta en frábætt pútt hans fór alla leið í holuna við gríðarlega fögnuð Spaun og kylfusveins hans. Hér fyrir neðan má sjá sigurpúttið. View this post on Instagram A post shared by U.S. Open Championship (@usopengolf) „Ég vissi frá því sem áhorfendur voru að segja að mér nægði að tvípútta til að vinna. Ég vildi samt ekki skoða það því ég vildi ekki spila varfærnislega. Ég ætlaði ekki að gera neitt heimskulegt og passaði mig á koma mér ekkert í eitthvað þrípútt og vesen,“ sagði J.J. Spaun. „Ég var bara í sjokki og trúði því varla að kúlan fór í holu og þetta væri búið,“ sagði Spaun. Hann átti erfitt með tilfinningar sínar eftir að sigurinn var í höfn. Þurrkaði tárin hvað eftir annað úr augunum og var síðan fljótlega kominn með dóttur sína í fangið. Spaun endaði á því að spila hringina fjóra á 279 höggum eða einu höggi undir pari. Hann var sá eini í mótinu sem spilaði á undir pari. Hann fær 4,3 milljónir dollara fyrir sigurinn eða 538 milljónir króna. Það er það langmesta sem hann hefur fengið í verðlaunafé á ferlinum. Skotinn Robert MacIntyre varð í öðru sæti tveimur höggum á eftir en hann átti einnig mjög góðan endakafla á hringum. Hann og Spaun voru eiginlega þeir einu sem spiluðu vel eftir að rigningarhléið. Norðmaðurinn Viktor Hovland varð þriðji, lék á tveimur höggum yfir pari, eða á þremur höggum meira en sigurvegarinn. View this post on Instagram A post shared by U.S. Open Championship (@usopengolf) Golf Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Þetta er fyrsti sigur Spaun á risamóti á ferlinum en þetta var 125. US Open mótið frá upphafi. Rigning og rennblautur völlur setti mikinn svip á lokadaginn og það þurfti að gera hlé á keppninni vegna úrhellis. Það hafði slæm áhrif á suma kylfinga en ekki Spaun. Það ótrúlega við sigur J.J. Spaun var að hann virtist vera búinn að klúðra þessu með martraðarbyrjun á lokhringnum. Spaun fékk fimm skolla á fyrstu sex holunum og var kominn langt á eftir fremstu mönnum. Hann átti aftur á móti draumaendi á meðan allt fór úrskeiðis hjá þeim sem voru fyrir ofan hann. Spaun náði fugli á bæði tólftu og fjórtándu. Skolli á fimmtándu skipti minna máli því allir voru í vandræðum í bleytunni. Kylfingar töpuðu hverju höggina á fætur öðru og það voru vandræði á öllum holum. Spaun hélt hins vegar haus og kláraði glæsilega. Spaun endaði hringinn með því að fá fugl á sautjándu og setti síðan niður tuttugu metra pútt á átjándu til að fá fugl á henni líka. Honum hefði nægt að tvípútta en frábætt pútt hans fór alla leið í holuna við gríðarlega fögnuð Spaun og kylfusveins hans. Hér fyrir neðan má sjá sigurpúttið. View this post on Instagram A post shared by U.S. Open Championship (@usopengolf) „Ég vissi frá því sem áhorfendur voru að segja að mér nægði að tvípútta til að vinna. Ég vildi samt ekki skoða það því ég vildi ekki spila varfærnislega. Ég ætlaði ekki að gera neitt heimskulegt og passaði mig á koma mér ekkert í eitthvað þrípútt og vesen,“ sagði J.J. Spaun. „Ég var bara í sjokki og trúði því varla að kúlan fór í holu og þetta væri búið,“ sagði Spaun. Hann átti erfitt með tilfinningar sínar eftir að sigurinn var í höfn. Þurrkaði tárin hvað eftir annað úr augunum og var síðan fljótlega kominn með dóttur sína í fangið. Spaun endaði á því að spila hringina fjóra á 279 höggum eða einu höggi undir pari. Hann var sá eini í mótinu sem spilaði á undir pari. Hann fær 4,3 milljónir dollara fyrir sigurinn eða 538 milljónir króna. Það er það langmesta sem hann hefur fengið í verðlaunafé á ferlinum. Skotinn Robert MacIntyre varð í öðru sæti tveimur höggum á eftir en hann átti einnig mjög góðan endakafla á hringum. Hann og Spaun voru eiginlega þeir einu sem spiluðu vel eftir að rigningarhléið. Norðmaðurinn Viktor Hovland varð þriðji, lék á tveimur höggum yfir pari, eða á þremur höggum meira en sigurvegarinn. View this post on Instagram A post shared by U.S. Open Championship (@usopengolf)
Golf Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira