Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júní 2025 12:31 Gísli Þorgeir Kristjánsson fagnar sigri í Meistaradeildinni í gær og fyrir aftan hann má sjá Ómar Inga Magnússon faðma einn starfsmann liðsins. Getty/Marius Becker/ Þýska liðið Magdeburg tryggði sér sigur í Meistaradeild Evrópu í handbolta í gær. Þetta er í þriðja sinn sem félagið vinnur Meistaradeildina og meistaralið félagsins eiga það sameiginlegt að í aðalhlutverki var íslenskur landsliðsmaður. Gísli Þorgeir Kristjánsson átti stórkostlegan leik í 32-26 sigri Magdeburg á Füchse Berlin í gær. Gísli, sem hefur missti mikið úr að undanförnu vegna meiðsla, sannaði enn einu sinni að hann er aldrei betri en á allra stærsta sviðinu. View this post on Instagram A post shared by EHF Champions League (@ehfcl) Gísli skoraði átta mörk í úrslitaleiknum og var markahæsti leikmaður vallarins. Hann var kosinn mikilvægasti leikmaður úrslitanna. Hann var ekki eini Íslendingurinn í stuði því Ómar Ingi Magnússon bætti við sex mörkum. Magdeburg fékk því fjórtán mörk frá íslensku landsliðsstrákunum. Þetta var líka í annað skiptið sem Gísli vinnur þessi verðlaun en hann var einnig valinn mikilvægastur þegar Magdeburg vann Meistaradeildina árið 2023. Gísli skoraði þá sex mörk úr aðeins átta skotum þegar Magdeburg vann pólska liðið Kielce 30-29 í úrslitaleiknum. Ómar Ingi var þá einnig leikmaður Magdeburg en missti af úrslitaleikjunum vegna meiðsla. Gísli meiddist illa öxl í undanúrslitaleiknum fyrir þremur árum en harkaði af sér og spilað úrslitaleikinn. Hann sýndi þar ótrúlega hörku og seiglu en fór síðan í aðgerð eftir úrslitaleikinn og var frá í marga mánuði. Magdeburg er búið að vinna Meistaradeildina tvisvar á síðustu þremur árum en árið 2023 var liðið 21 ár frá sigri liðsins í Meistaradeildinni. Forsíðumynd DV þegar Magdeburg vann Meistaradeildina í fyrsta skiptið árið 2002.timarit.is/Morgunblaðið Í liðinu sem vann Meistaradeildina voru einnig Íslendingar í aðalhlutverki. Alfreð Gíslason þjálfaði liðið og inn á vellinum var Ólafur Stefánsson allt í öllu. Í þá daga voru tveir úrslitaleikir, heima og heiman. Í fyrri leiknum sem Magdeburg tapaði þá var Ólafur með níu mörk og sjö stoðsendingar í tveggja marka tapi. Í seinni leiknum sem Magdeburg vann með fimm marka mun á heimavelli sínum þá var Ólafur með sjö mörk og ellefu stoðsendingar. Magdeburg vann þessa tvo leiki samanlagt með þremur mörkum en liðið fékk sextán mörk og átján stoðsendingar frá íslenska landsliðsmanninum. Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Þýski handboltinn Tengdar fréttir Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir Kristjánsson segist hafa fengið „deja vu“ þegar hann vann Meistaradeild Evrópu í handbolta í gær, í annað sinn á þremur árum, en hann var aftur valinn verðmætasti leikmaður úrslitahelgarinnar. 16. júní 2025 10:30 Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira
Gísli Þorgeir Kristjánsson átti stórkostlegan leik í 32-26 sigri Magdeburg á Füchse Berlin í gær. Gísli, sem hefur missti mikið úr að undanförnu vegna meiðsla, sannaði enn einu sinni að hann er aldrei betri en á allra stærsta sviðinu. View this post on Instagram A post shared by EHF Champions League (@ehfcl) Gísli skoraði átta mörk í úrslitaleiknum og var markahæsti leikmaður vallarins. Hann var kosinn mikilvægasti leikmaður úrslitanna. Hann var ekki eini Íslendingurinn í stuði því Ómar Ingi Magnússon bætti við sex mörkum. Magdeburg fékk því fjórtán mörk frá íslensku landsliðsstrákunum. Þetta var líka í annað skiptið sem Gísli vinnur þessi verðlaun en hann var einnig valinn mikilvægastur þegar Magdeburg vann Meistaradeildina árið 2023. Gísli skoraði þá sex mörk úr aðeins átta skotum þegar Magdeburg vann pólska liðið Kielce 30-29 í úrslitaleiknum. Ómar Ingi var þá einnig leikmaður Magdeburg en missti af úrslitaleikjunum vegna meiðsla. Gísli meiddist illa öxl í undanúrslitaleiknum fyrir þremur árum en harkaði af sér og spilað úrslitaleikinn. Hann sýndi þar ótrúlega hörku og seiglu en fór síðan í aðgerð eftir úrslitaleikinn og var frá í marga mánuði. Magdeburg er búið að vinna Meistaradeildina tvisvar á síðustu þremur árum en árið 2023 var liðið 21 ár frá sigri liðsins í Meistaradeildinni. Forsíðumynd DV þegar Magdeburg vann Meistaradeildina í fyrsta skiptið árið 2002.timarit.is/Morgunblaðið Í liðinu sem vann Meistaradeildina voru einnig Íslendingar í aðalhlutverki. Alfreð Gíslason þjálfaði liðið og inn á vellinum var Ólafur Stefánsson allt í öllu. Í þá daga voru tveir úrslitaleikir, heima og heiman. Í fyrri leiknum sem Magdeburg tapaði þá var Ólafur með níu mörk og sjö stoðsendingar í tveggja marka tapi. Í seinni leiknum sem Magdeburg vann með fimm marka mun á heimavelli sínum þá var Ólafur með sjö mörk og ellefu stoðsendingar. Magdeburg vann þessa tvo leiki samanlagt með þremur mörkum en liðið fékk sextán mörk og átján stoðsendingar frá íslenska landsliðsmanninum.
Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Þýski handboltinn Tengdar fréttir Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir Kristjánsson segist hafa fengið „deja vu“ þegar hann vann Meistaradeild Evrópu í handbolta í gær, í annað sinn á þremur árum, en hann var aftur valinn verðmætasti leikmaður úrslitahelgarinnar. 16. júní 2025 10:30 Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira
Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir Kristjánsson segist hafa fengið „deja vu“ þegar hann vann Meistaradeild Evrópu í handbolta í gær, í annað sinn á þremur árum, en hann var aftur valinn verðmætasti leikmaður úrslitahelgarinnar. 16. júní 2025 10:30