Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Sindri Sverrisson skrifar 16. júní 2025 13:32 J.J. Spaun fékk eldri dóttur sína Emerson í fangið eftir sigurinn á Opna bandaríska mótinu í golfi í gær. Getty/Ben Jared Nóttina áður en J.J. Spaun tryggði sér rúmlega hálfan milljarð króna, með því að vinna risamót í golfi í fyrsta sinn í gær, þurfti hann að rjúka út í apótek til að ná í lyf fyrir unga dóttur sína. Spaun var í spennandi stöðu fyrir fjórða og síðasta keppnisdaginn á Opna bandaríska mótinu á Oakmont-vellinum, og endaði á að vinna mótið með því að vera sá eini sem lék hringina fjóra samtals undir pari. Hann greindi svo frá því eftir magnað sigurpútt sitt í gær að nóttin fyrir lokahringinn hefði verið nokkuð annasöm. Um klukkan þrjú þurfti hann nefnilega að skjótast eftir lyfjum fyrir dóttur sína sem var með magapest. „Ég endaði á að skjótast í CVS (apótek) niðri í bæ vegna þess að dóttir mín (Violet, tveggja ára) var með magakveisu og hafði verið ælandi alla nóttina,“ sagði Spaun við fjölmiðla, eftir sinn langstærsta sigur á ferlinum. Sigur sem færir honum og fjölskyldu hans 4,3 milljónir dollara eða um 538 milljónir króna. „Ég hugsaði bara með mér: „Jæja, konan mín er enn vakandi klukkan þrjú og Violet er búin að æla út um allt. Hún heldur engu niðri.“ Þetta var ansi erfið byrjun á deginum,“ sagði Spaun. Hann hóf svo lokahringinn á að fá fimm skolla á fyrstu sex holunum í gær en hristi af sér slenið og fékk til að mynda fjóra fugla á síðustu sjö holunum. „Ég ætla ekki að kenna þessari nótt um hvernig byrjunin hjá mér var en hún passaði ágætlega við það sem var búið að vera í gangi, þetta kaos,“ sagði Spaun. J.J. Spaun með eiginkonu sinni Melody og dætrunum Emerson og Violet eftir sigurinn á Opna bandaríska í gær, á Oakmont-vellinum.Getty/Ben Jared „Alltaf barist í gegnum hvað sem er“ Þar til í gær hafði Spaun aðeins unnið eitt mót á PGA-mótaröðinni en þessi 34 ára kylfingur var þó í 25. sæti á síðasta heimslista. „Ég held að þetta sé bara þrautseigja. Ég hef alltaf barist í gegnum hvað sem er til að komast þangað sem ég þurfti og ná því sem ég vildi. Ég hef lent í lægðum á öllum stigum. Ég hef verið niðri. Maður komst upp úr því. Það er eins konar lítið mynstur, svo vonandi endurtekur það sig ekki. Þetta er í raun algjört hámark fyrir mig. Þetta er klárlega eins og ævintýrabók, með ævintýralegum endi, eins konar lítilmagni sem berst á móti, gefst ekki upp, gefst aldrei upp. Það er ekki hægt að skrifa betri sögu. Ég er bara svo heppinn að fá að vera hluti af henni,“ sagði Spaun. Golf Opna bandaríska Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Fleiri fréttir Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn „Lengi dreymt um að keppa við þá“ Sjóðheitur Scheffler tryggði titil sem aðeins Tiger hafði tekist að verja Sjá meira
Spaun var í spennandi stöðu fyrir fjórða og síðasta keppnisdaginn á Opna bandaríska mótinu á Oakmont-vellinum, og endaði á að vinna mótið með því að vera sá eini sem lék hringina fjóra samtals undir pari. Hann greindi svo frá því eftir magnað sigurpútt sitt í gær að nóttin fyrir lokahringinn hefði verið nokkuð annasöm. Um klukkan þrjú þurfti hann nefnilega að skjótast eftir lyfjum fyrir dóttur sína sem var með magapest. „Ég endaði á að skjótast í CVS (apótek) niðri í bæ vegna þess að dóttir mín (Violet, tveggja ára) var með magakveisu og hafði verið ælandi alla nóttina,“ sagði Spaun við fjölmiðla, eftir sinn langstærsta sigur á ferlinum. Sigur sem færir honum og fjölskyldu hans 4,3 milljónir dollara eða um 538 milljónir króna. „Ég hugsaði bara með mér: „Jæja, konan mín er enn vakandi klukkan þrjú og Violet er búin að æla út um allt. Hún heldur engu niðri.“ Þetta var ansi erfið byrjun á deginum,“ sagði Spaun. Hann hóf svo lokahringinn á að fá fimm skolla á fyrstu sex holunum í gær en hristi af sér slenið og fékk til að mynda fjóra fugla á síðustu sjö holunum. „Ég ætla ekki að kenna þessari nótt um hvernig byrjunin hjá mér var en hún passaði ágætlega við það sem var búið að vera í gangi, þetta kaos,“ sagði Spaun. J.J. Spaun með eiginkonu sinni Melody og dætrunum Emerson og Violet eftir sigurinn á Opna bandaríska í gær, á Oakmont-vellinum.Getty/Ben Jared „Alltaf barist í gegnum hvað sem er“ Þar til í gær hafði Spaun aðeins unnið eitt mót á PGA-mótaröðinni en þessi 34 ára kylfingur var þó í 25. sæti á síðasta heimslista. „Ég held að þetta sé bara þrautseigja. Ég hef alltaf barist í gegnum hvað sem er til að komast þangað sem ég þurfti og ná því sem ég vildi. Ég hef lent í lægðum á öllum stigum. Ég hef verið niðri. Maður komst upp úr því. Það er eins konar lítið mynstur, svo vonandi endurtekur það sig ekki. Þetta er í raun algjört hámark fyrir mig. Þetta er klárlega eins og ævintýrabók, með ævintýralegum endi, eins konar lítilmagni sem berst á móti, gefst ekki upp, gefst aldrei upp. Það er ekki hægt að skrifa betri sögu. Ég er bara svo heppinn að fá að vera hluti af henni,“ sagði Spaun.
Golf Opna bandaríska Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Fleiri fréttir Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn „Lengi dreymt um að keppa við þá“ Sjóðheitur Scheffler tryggði titil sem aðeins Tiger hafði tekist að verja Sjá meira