Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Sindri Sverrisson skrifar 16. júní 2025 13:32 J.J. Spaun fékk eldri dóttur sína Emerson í fangið eftir sigurinn á Opna bandaríska mótinu í golfi í gær. Getty/Ben Jared Nóttina áður en J.J. Spaun tryggði sér rúmlega hálfan milljarð króna, með því að vinna risamót í golfi í fyrsta sinn í gær, þurfti hann að rjúka út í apótek til að ná í lyf fyrir unga dóttur sína. Spaun var í spennandi stöðu fyrir fjórða og síðasta keppnisdaginn á Opna bandaríska mótinu á Oakmont-vellinum, og endaði á að vinna mótið með því að vera sá eini sem lék hringina fjóra samtals undir pari. Hann greindi svo frá því eftir magnað sigurpútt sitt í gær að nóttin fyrir lokahringinn hefði verið nokkuð annasöm. Um klukkan þrjú þurfti hann nefnilega að skjótast eftir lyfjum fyrir dóttur sína sem var með magapest. „Ég endaði á að skjótast í CVS (apótek) niðri í bæ vegna þess að dóttir mín (Violet, tveggja ára) var með magakveisu og hafði verið ælandi alla nóttina,“ sagði Spaun við fjölmiðla, eftir sinn langstærsta sigur á ferlinum. Sigur sem færir honum og fjölskyldu hans 4,3 milljónir dollara eða um 538 milljónir króna. „Ég hugsaði bara með mér: „Jæja, konan mín er enn vakandi klukkan þrjú og Violet er búin að æla út um allt. Hún heldur engu niðri.“ Þetta var ansi erfið byrjun á deginum,“ sagði Spaun. Hann hóf svo lokahringinn á að fá fimm skolla á fyrstu sex holunum í gær en hristi af sér slenið og fékk til að mynda fjóra fugla á síðustu sjö holunum. „Ég ætla ekki að kenna þessari nótt um hvernig byrjunin hjá mér var en hún passaði ágætlega við það sem var búið að vera í gangi, þetta kaos,“ sagði Spaun. J.J. Spaun með eiginkonu sinni Melody og dætrunum Emerson og Violet eftir sigurinn á Opna bandaríska í gær, á Oakmont-vellinum.Getty/Ben Jared „Alltaf barist í gegnum hvað sem er“ Þar til í gær hafði Spaun aðeins unnið eitt mót á PGA-mótaröðinni en þessi 34 ára kylfingur var þó í 25. sæti á síðasta heimslista. „Ég held að þetta sé bara þrautseigja. Ég hef alltaf barist í gegnum hvað sem er til að komast þangað sem ég þurfti og ná því sem ég vildi. Ég hef lent í lægðum á öllum stigum. Ég hef verið niðri. Maður komst upp úr því. Það er eins konar lítið mynstur, svo vonandi endurtekur það sig ekki. Þetta er í raun algjört hámark fyrir mig. Þetta er klárlega eins og ævintýrabók, með ævintýralegum endi, eins konar lítilmagni sem berst á móti, gefst ekki upp, gefst aldrei upp. Það er ekki hægt að skrifa betri sögu. Ég er bara svo heppinn að fá að vera hluti af henni,“ sagði Spaun. Golf Opna bandaríska Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Fleiri fréttir Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Sjá meira
Spaun var í spennandi stöðu fyrir fjórða og síðasta keppnisdaginn á Opna bandaríska mótinu á Oakmont-vellinum, og endaði á að vinna mótið með því að vera sá eini sem lék hringina fjóra samtals undir pari. Hann greindi svo frá því eftir magnað sigurpútt sitt í gær að nóttin fyrir lokahringinn hefði verið nokkuð annasöm. Um klukkan þrjú þurfti hann nefnilega að skjótast eftir lyfjum fyrir dóttur sína sem var með magapest. „Ég endaði á að skjótast í CVS (apótek) niðri í bæ vegna þess að dóttir mín (Violet, tveggja ára) var með magakveisu og hafði verið ælandi alla nóttina,“ sagði Spaun við fjölmiðla, eftir sinn langstærsta sigur á ferlinum. Sigur sem færir honum og fjölskyldu hans 4,3 milljónir dollara eða um 538 milljónir króna. „Ég hugsaði bara með mér: „Jæja, konan mín er enn vakandi klukkan þrjú og Violet er búin að æla út um allt. Hún heldur engu niðri.“ Þetta var ansi erfið byrjun á deginum,“ sagði Spaun. Hann hóf svo lokahringinn á að fá fimm skolla á fyrstu sex holunum í gær en hristi af sér slenið og fékk til að mynda fjóra fugla á síðustu sjö holunum. „Ég ætla ekki að kenna þessari nótt um hvernig byrjunin hjá mér var en hún passaði ágætlega við það sem var búið að vera í gangi, þetta kaos,“ sagði Spaun. J.J. Spaun með eiginkonu sinni Melody og dætrunum Emerson og Violet eftir sigurinn á Opna bandaríska í gær, á Oakmont-vellinum.Getty/Ben Jared „Alltaf barist í gegnum hvað sem er“ Þar til í gær hafði Spaun aðeins unnið eitt mót á PGA-mótaröðinni en þessi 34 ára kylfingur var þó í 25. sæti á síðasta heimslista. „Ég held að þetta sé bara þrautseigja. Ég hef alltaf barist í gegnum hvað sem er til að komast þangað sem ég þurfti og ná því sem ég vildi. Ég hef lent í lægðum á öllum stigum. Ég hef verið niðri. Maður komst upp úr því. Það er eins konar lítið mynstur, svo vonandi endurtekur það sig ekki. Þetta er í raun algjört hámark fyrir mig. Þetta er klárlega eins og ævintýrabók, með ævintýralegum endi, eins konar lítilmagni sem berst á móti, gefst ekki upp, gefst aldrei upp. Það er ekki hægt að skrifa betri sögu. Ég er bara svo heppinn að fá að vera hluti af henni,“ sagði Spaun.
Golf Opna bandaríska Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Fleiri fréttir Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti