Veðrið setti strik í reikninginn en Lóa öðlast framhaldslíf Tómas Arnar Þorláksson skrifar 17. júní 2025 14:42 Síðasta útihátíð sem fór fram í Laugardal var hátíðin Secret Solstice. Von er á tilkynningu frá fyrirsvarsmönnum hátíðarinnar fyrir lok vikunnar um næstu skref Secret Solstice. vísir/jóhanna Tónlistarhátíðinni Lóu sem átti að fara fram um helgina í Laugardal hefur verið aflýst. Einn af skipuleggjendum Lóu segir slæmt veður í byrjun júní og ófyrirséðan kostnað hafa sett strik í reikninginn en hátíðin öðlast þó framhaldslíf í formi minni viðburða á næsta ári. Tónlistar- og matarhátíðin Lóa átti að fara fram á laugardaginn í Laugardal. Fjöldi innlendra og elrendra listamanna voru bókaðir á hátíðina en henni hefur nú verið aflýst með nokkra daga fyrirvara. Vonda veðrið í júní dró dilk á eftir sér Benedikt Freyr Jónsson, eigandi Liveproject og annar skipuleggjandi hátíðarinnar ásamt Guðjóni Böðvarssyni, segir dræma miðasölu síðustu tvær vikur hafa gert það að verkum að nauðsynlegt hafi verið að aflýsa hátíðinni. Ófyrirséður kostnaður og veður í upphafi mánaðar hafi einnig sett strik í reikninginn. „Það sem að gerðist hérna þegar við vorum að upplifa feels like mínus ellefu gráður þá semsagt fraus miðasalan í nokkra daga við það og eðlilega. Fólk var bara að hugsa hvort það eigi að standa úti í mikilli rigningu og horfa á atriði. Það var ýmislegt sem kom fram á veginn þegar við vorum að fara framkvæma. Við vorum búnir að fá allan helstan kostnað. Vona á fleiri smærri viðburðum Hann tekur þó fram að Lóa heyri ekki sögunni til heldur öðlast hún nú framhaldslíf í formi smærri viðburða sem munu dreifast yfir næsta ár. Fyrstur á dagskrá er stórstjarnan Mos Def sem verður með tónleika níunda maí á næsta ári. „Í rauninni ætlum við bara að halda áfram að gera það sem við erum góðir í sem eru þessir minni viðburðir.“ Hátíðinni hafi verið vel tekið af flestum og allir skipuleggjendur haft tröllatrú á hugmyndinni. Það sé hagur allra að breyta um útfærslu þó að erfitt sé að kveðja hugmyndina að útihátíð. „Þetta hefði náttúrulega verið mjög falleg stund fyrir alla að upplifa og búið snemma. Það var það sem við lögðum upp með að búa til fjölskylduvæna stemmningu.“ Í upprunalegri frétt kom fram að Secret Solstice sem var áður með útihátíð í Laugardalnum væri búin að leggja upp laupana. Von er á tilkynningu frá fyrirsvarsmönnum hátíðarinnar í lok viku um næstu skref hjá Secret Solstice. Tónlist Matur Menning Reykjavík Tónleikar á Íslandi Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Tónlistar- og matarhátíðin Lóa átti að fara fram á laugardaginn í Laugardal. Fjöldi innlendra og elrendra listamanna voru bókaðir á hátíðina en henni hefur nú verið aflýst með nokkra daga fyrirvara. Vonda veðrið í júní dró dilk á eftir sér Benedikt Freyr Jónsson, eigandi Liveproject og annar skipuleggjandi hátíðarinnar ásamt Guðjóni Böðvarssyni, segir dræma miðasölu síðustu tvær vikur hafa gert það að verkum að nauðsynlegt hafi verið að aflýsa hátíðinni. Ófyrirséður kostnaður og veður í upphafi mánaðar hafi einnig sett strik í reikninginn. „Það sem að gerðist hérna þegar við vorum að upplifa feels like mínus ellefu gráður þá semsagt fraus miðasalan í nokkra daga við það og eðlilega. Fólk var bara að hugsa hvort það eigi að standa úti í mikilli rigningu og horfa á atriði. Það var ýmislegt sem kom fram á veginn þegar við vorum að fara framkvæma. Við vorum búnir að fá allan helstan kostnað. Vona á fleiri smærri viðburðum Hann tekur þó fram að Lóa heyri ekki sögunni til heldur öðlast hún nú framhaldslíf í formi smærri viðburða sem munu dreifast yfir næsta ár. Fyrstur á dagskrá er stórstjarnan Mos Def sem verður með tónleika níunda maí á næsta ári. „Í rauninni ætlum við bara að halda áfram að gera það sem við erum góðir í sem eru þessir minni viðburðir.“ Hátíðinni hafi verið vel tekið af flestum og allir skipuleggjendur haft tröllatrú á hugmyndinni. Það sé hagur allra að breyta um útfærslu þó að erfitt sé að kveðja hugmyndina að útihátíð. „Þetta hefði náttúrulega verið mjög falleg stund fyrir alla að upplifa og búið snemma. Það var það sem við lögðum upp með að búa til fjölskylduvæna stemmningu.“ Í upprunalegri frétt kom fram að Secret Solstice sem var áður með útihátíð í Laugardalnum væri búin að leggja upp laupana. Von er á tilkynningu frá fyrirsvarsmönnum hátíðarinnar í lok viku um næstu skref hjá Secret Solstice.
Tónlist Matur Menning Reykjavík Tónleikar á Íslandi Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira