Myndin af Guði Bjarni Karlsson skrifar 18. júní 2025 07:32 Það hefur gjarnan einkennt trúmálaumræðu í landinu að okkur hættir til að hverfa inn í barnasjálfið þegar Guð eða kirkju ber á góma. Þessi annarlega tilhneiging leiðir af sér að hin mikilvægu og hagnýtu mál verða sífelldu þrasi að bráð. Þörf okkar fyrir helgidaga og helgihald er skrumskæld, gagn trúar og bænar í lífi fólks verður að feimnismáli en stórkallalegar upphrópanir um kristin gildi og meinta trúvillu heyrast annað slagið líkt og þegar loftvarnarflauturnar á Sólheimablokkinni voru prófaðar síðasta miðvikudag í mánuði í minni æsku. – Öll vissu að þetta yrði að þolast þótt ekkert væri að marka. Nýjasta flautið er um meinta trúvillu í sálmabók kirkjunnar þar sem Guð er ávarpaður á arabísku í einum sálmi auk þess sem í nýjum drögum að helgisiðabók mun vera gefinn kostur á því að vísa til almættisins með ýmsum hætti öðrum en sem föður eða sonar eða heilags anda. Jafnvel má viðhafa kynhlutlaust málfar. Myndmál sem opnar hugann Þau sem eitthvað hafa kynnt sér Biblíuna vita að þar er Guð fjarri því einsleitur eða þríeinn í þröngum skilningi. Í Gamla testamentinu er Guði m.a. líkt við elskhuga eða víngarðsmann eða móður sem huggar barn sitt. Af vörum Jesú koma alls konar líkingar um Guð. Stundum er honum líkt við konung sem býður til veislu eða ætlar að innheimta skuldir við misjafnan fögnuð. Á einum stað er hann umsvifamaður á för úr landi sem þarf að treysta öruggu fólki fyrir nokkrum talentum. Sjálfur líkti Jesús sér m.a. við fjárhirði sem kallar á fé sitt eða hænu sem vill safna ungum undir vængi sér eða brúðguma sem beðið er að mæti til fagnaðar. Bakgrunnur þessa fjölskrúðuga myndmáls er mjög áhugaverður því Guð Biblíunnar er öllu ofar, hefur hvorki nafn né kyn og verður ekki séður. „Þú getur ekki séð auglit mitt því að enginn maður fær séð mig og haldið lífi.“ mælir Guð við Móse í magnaðri frásögn.[1] Þegar Jesús síðan er kynntur til sögunnar í Jóhannesarguðspjalli segir svo: „Enginn hefur nokkurn tíma séð Guð. Sonurinn eini, Guð, sem er í faðmi föðurins, hann hefur birt hann.“[2] Góðar fréttir Myndin af Guði er sem sagt ekki til í Biblíunni en líkingarnar eru margar og sú sem birtir föður og son útilokar enga þeirra. Vart er það heldur tilviljun að strax í upphafi bókasafnsins er teflt fram skýringamynd sem sprengir alla ramma: „Í upphafi skapaði Guð himin og jörð. Jörðin var þá auð og tóm. Myrkur grúfði yfir djúpinu en andi Guðs sveif yfir vötnunum. Þá sagði Guð: „Verði ljós.“ Og það varð ljós.“[3] Við þessa sviðsmynd hefur kristin kirkja á öllum öldum séð ástæðu til að anda léttar. Í fyrsta lagi megum við treysta því að við séum stödd á góðum stað; í sköpunarverki ástríks Guðs. Í öðru lagi er sjálft lífið hlaðið tilgangi. Veruleikinn er hvorki tilviljun né vígvöllur andstæðra afla, því Guð talaði og það varð sem hann bauð! Lífið í öllu sínu litsrkúðuga veldi er mælt fram af ásetningi og það máttarorð sjáum við birtast skærast í bróður alls sem lifir, Jesú frá Nasaret. Í þriðja lagi er hvergi vonlaust. Andi Guðs svífur yfir öllu frá upphafi vega. Um ysta rykkorn í ystu vetrarbraut leikur Guðs andi og því mun allt fara vel þótt við ekki vitum hvernig. Víglínan Heilög þrenning kristinnar trúar er ekki kerfi heldur ástarsamband. Ekki átakamál heldur undrunarefni. Það myndi draga úr þrasi en auka skapandi hugarfar að meðtaka að þrenningarlærdómurinn er ekki um það hvernig þetta sé nú allt saman með Guð. Heldur er um námsbraut að ræða. Þekkingarleit. Enginn hefur séð Guð. Enginn veit nafn háns. Það eina sem ég get gert er að leitast við að heyra rödd hirðisins, þekkja hænuna þegar hún breiðir út vængi sína, ansa veisluboði konungsins glaður, láta huggast af kjassi móðurinnar, skilja að ég var aldrei borgunarmaður fyrir skuldinni sem lánveitandinn afskrifaði og ætti því að auðsýna öðru fólki mildi og rausn. Hafi ég fengið talentur þá eru þær bara lán sem mitt er að ávaxta af trúmennsku. Flauturnar á Sólheimablokkinni voru tákn kalda stríðsins milli austurs og vesturs. Nú hefur hitnað í kolum. Stríð eru háð með eldi og ólýsanlegum hrottaskap þar sem öllu er beitt sem beita má til að sundra, kvelja og deyða. Víglínan er ekki landfræðileg. Hún liggur heldur ekki milli ólíkra trúar- og menningarheima. Samt er hún trúarlegs eðlis. Víglína heimsins liggur þvert um hjarta hvers og eins okkar. Annars vegar er trú okkar á yfirráðavald og forréttindi hinna fáu og hins vegar sú von sem í öllum býr fyrir heilagan anda, að e.t.v. hafi lífið sinn eigin tilgang eftir allt saman. Að hugsanlega séu allar mannverur aðilar að einum og sama veruleikanum á samleið með öllu sem lifir. Höfundur er prestur og siðfræðingur [1] II Mós 33.20 [2] Jóhannesarguðspjall 1.18 [3] I Mósebók 1. 1-3 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Sjá meira
Það hefur gjarnan einkennt trúmálaumræðu í landinu að okkur hættir til að hverfa inn í barnasjálfið þegar Guð eða kirkju ber á góma. Þessi annarlega tilhneiging leiðir af sér að hin mikilvægu og hagnýtu mál verða sífelldu þrasi að bráð. Þörf okkar fyrir helgidaga og helgihald er skrumskæld, gagn trúar og bænar í lífi fólks verður að feimnismáli en stórkallalegar upphrópanir um kristin gildi og meinta trúvillu heyrast annað slagið líkt og þegar loftvarnarflauturnar á Sólheimablokkinni voru prófaðar síðasta miðvikudag í mánuði í minni æsku. – Öll vissu að þetta yrði að þolast þótt ekkert væri að marka. Nýjasta flautið er um meinta trúvillu í sálmabók kirkjunnar þar sem Guð er ávarpaður á arabísku í einum sálmi auk þess sem í nýjum drögum að helgisiðabók mun vera gefinn kostur á því að vísa til almættisins með ýmsum hætti öðrum en sem föður eða sonar eða heilags anda. Jafnvel má viðhafa kynhlutlaust málfar. Myndmál sem opnar hugann Þau sem eitthvað hafa kynnt sér Biblíuna vita að þar er Guð fjarri því einsleitur eða þríeinn í þröngum skilningi. Í Gamla testamentinu er Guði m.a. líkt við elskhuga eða víngarðsmann eða móður sem huggar barn sitt. Af vörum Jesú koma alls konar líkingar um Guð. Stundum er honum líkt við konung sem býður til veislu eða ætlar að innheimta skuldir við misjafnan fögnuð. Á einum stað er hann umsvifamaður á för úr landi sem þarf að treysta öruggu fólki fyrir nokkrum talentum. Sjálfur líkti Jesús sér m.a. við fjárhirði sem kallar á fé sitt eða hænu sem vill safna ungum undir vængi sér eða brúðguma sem beðið er að mæti til fagnaðar. Bakgrunnur þessa fjölskrúðuga myndmáls er mjög áhugaverður því Guð Biblíunnar er öllu ofar, hefur hvorki nafn né kyn og verður ekki séður. „Þú getur ekki séð auglit mitt því að enginn maður fær séð mig og haldið lífi.“ mælir Guð við Móse í magnaðri frásögn.[1] Þegar Jesús síðan er kynntur til sögunnar í Jóhannesarguðspjalli segir svo: „Enginn hefur nokkurn tíma séð Guð. Sonurinn eini, Guð, sem er í faðmi föðurins, hann hefur birt hann.“[2] Góðar fréttir Myndin af Guði er sem sagt ekki til í Biblíunni en líkingarnar eru margar og sú sem birtir föður og son útilokar enga þeirra. Vart er það heldur tilviljun að strax í upphafi bókasafnsins er teflt fram skýringamynd sem sprengir alla ramma: „Í upphafi skapaði Guð himin og jörð. Jörðin var þá auð og tóm. Myrkur grúfði yfir djúpinu en andi Guðs sveif yfir vötnunum. Þá sagði Guð: „Verði ljós.“ Og það varð ljós.“[3] Við þessa sviðsmynd hefur kristin kirkja á öllum öldum séð ástæðu til að anda léttar. Í fyrsta lagi megum við treysta því að við séum stödd á góðum stað; í sköpunarverki ástríks Guðs. Í öðru lagi er sjálft lífið hlaðið tilgangi. Veruleikinn er hvorki tilviljun né vígvöllur andstæðra afla, því Guð talaði og það varð sem hann bauð! Lífið í öllu sínu litsrkúðuga veldi er mælt fram af ásetningi og það máttarorð sjáum við birtast skærast í bróður alls sem lifir, Jesú frá Nasaret. Í þriðja lagi er hvergi vonlaust. Andi Guðs svífur yfir öllu frá upphafi vega. Um ysta rykkorn í ystu vetrarbraut leikur Guðs andi og því mun allt fara vel þótt við ekki vitum hvernig. Víglínan Heilög þrenning kristinnar trúar er ekki kerfi heldur ástarsamband. Ekki átakamál heldur undrunarefni. Það myndi draga úr þrasi en auka skapandi hugarfar að meðtaka að þrenningarlærdómurinn er ekki um það hvernig þetta sé nú allt saman með Guð. Heldur er um námsbraut að ræða. Þekkingarleit. Enginn hefur séð Guð. Enginn veit nafn háns. Það eina sem ég get gert er að leitast við að heyra rödd hirðisins, þekkja hænuna þegar hún breiðir út vængi sína, ansa veisluboði konungsins glaður, láta huggast af kjassi móðurinnar, skilja að ég var aldrei borgunarmaður fyrir skuldinni sem lánveitandinn afskrifaði og ætti því að auðsýna öðru fólki mildi og rausn. Hafi ég fengið talentur þá eru þær bara lán sem mitt er að ávaxta af trúmennsku. Flauturnar á Sólheimablokkinni voru tákn kalda stríðsins milli austurs og vesturs. Nú hefur hitnað í kolum. Stríð eru háð með eldi og ólýsanlegum hrottaskap þar sem öllu er beitt sem beita má til að sundra, kvelja og deyða. Víglínan er ekki landfræðileg. Hún liggur heldur ekki milli ólíkra trúar- og menningarheima. Samt er hún trúarlegs eðlis. Víglína heimsins liggur þvert um hjarta hvers og eins okkar. Annars vegar er trú okkar á yfirráðavald og forréttindi hinna fáu og hins vegar sú von sem í öllum býr fyrir heilagan anda, að e.t.v. hafi lífið sinn eigin tilgang eftir allt saman. Að hugsanlega séu allar mannverur aðilar að einum og sama veruleikanum á samleið með öllu sem lifir. Höfundur er prestur og siðfræðingur [1] II Mós 33.20 [2] Jóhannesarguðspjall 1.18 [3] I Mósebók 1. 1-3
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun