Sammála Attenborough og segir tegundir þurrkaðar út Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. júní 2025 20:03 Arthur Bogason formaður Landssambands smábátaeigenda segir botnvörpuveiðar Íslendinga of algengar. Þær hafi þurrkað tegundir út. Sambandið auglýsti málið í blöðum fyrir næstum þrjátíu árum. Vísir Tegundir hafa þurrkast út við landið vegna botnvörpuveiða að sögn formanns Landssambands smábátaeigenda. Sambandið tekur undir áhyggjur sem koma fram í heimildarmynd David Attenborough um skaðsemi veiðanna á lífríki sjávar. Gjöreyðilegging af völdum botnvörpuveiða er meðal þess sem kemur fram í Hafinu nýrri heimildarmynd breska sjónvarpsmannsins Davids Attenboroughs. Leikstjóri myndarinnar sagði í samtali við fréttastofu þegar myndin var frumsýnd í maí að hann vonaði að myndin hreyfði við þjóðum sem stunda slíkar veiðar. Landssambandið bent á skaðsemi í 40 ár Landssamband smábátaeigenda hefur lengi bent á að botnvörpuveiðar séu skaðlegri en aðrar veiðiaðferðir að sögn Arthurs Bogasonar. Sambandið krefst þess að veiðiaðferðirnar verði rannsakaðar. „Við höfum allt frá stofnun félagsins fyrir 40 árum haft áhyggjur af því að það skipti jafnmiklu máli hvernig er veitt og hversu mikið er veitt. Þetta er ekkert sem kemur okkur á óvart. Myndefni eins og í heimildarmyndinni er búið að vera til hér á landi í áratugi. Það hefur bara ekkert verið gert með það. Við höfum reynt að gera Hafró, stjórnmálamönnum og hagsmunasamtökum viðvart um skaðsemi slíkra veiðiaðferða en það hefur ríkt algjör þögn í málaflokknum,“ segir Arthur. Enginn humar vegna veiðiaðferðar Hann telur að slíkar aðferðir við að veiða humar hafi haft þau áhrif að hann veiðist ekki á sumum svæðum við Ísland. „Sjávartúvegsfyrirtækjum tókst að veiða og eyðileggja svæðin sem humarinn hefst við á vegna slíkra veiðiaðferða og ráðgjöf Hafró um veiði á stofninum hefur verið núll í nokkur ár,“ segir Arthur. Auglýsing Landssamband smábátaeigenda gegn botnvörpuveiðum birtist í fjölmiðlum árið 2001. Sambandið hefur lengi barist gegn slíkum veiðum að sögn formannsins.Vísir Þá segir hann botnvörpuveiðar notaðar að stærstum hluta þegar þorskur er veiddur við landið. „Það liggur fyrir að 66 prósent af þorskinum sem veiddur var á síðasta almanaksári var veiddur með botndregnum veiðafærum. Ég er sannfærður um að það er alltof hátt,“ segir Arthur. Hann segist enn fremur hafa verið við veiðar á togurum á yngri árum þar sem botnvörpuveiðar hafi verið stundaðar. Hann hafi séð alls kyns tegundir koma í netin og heilu kóralarnir hafi verið dregnir upp. Hann telur að þær veiðarnar hafi því skilið eftir sig sviðinn hafsbotn. Sjávarútvegur Alþingi Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Gjöreyðilegging af völdum botnvörpuveiða er meðal þess sem kemur fram í Hafinu nýrri heimildarmynd breska sjónvarpsmannsins Davids Attenboroughs. Leikstjóri myndarinnar sagði í samtali við fréttastofu þegar myndin var frumsýnd í maí að hann vonaði að myndin hreyfði við þjóðum sem stunda slíkar veiðar. Landssambandið bent á skaðsemi í 40 ár Landssamband smábátaeigenda hefur lengi bent á að botnvörpuveiðar séu skaðlegri en aðrar veiðiaðferðir að sögn Arthurs Bogasonar. Sambandið krefst þess að veiðiaðferðirnar verði rannsakaðar. „Við höfum allt frá stofnun félagsins fyrir 40 árum haft áhyggjur af því að það skipti jafnmiklu máli hvernig er veitt og hversu mikið er veitt. Þetta er ekkert sem kemur okkur á óvart. Myndefni eins og í heimildarmyndinni er búið að vera til hér á landi í áratugi. Það hefur bara ekkert verið gert með það. Við höfum reynt að gera Hafró, stjórnmálamönnum og hagsmunasamtökum viðvart um skaðsemi slíkra veiðiaðferða en það hefur ríkt algjör þögn í málaflokknum,“ segir Arthur. Enginn humar vegna veiðiaðferðar Hann telur að slíkar aðferðir við að veiða humar hafi haft þau áhrif að hann veiðist ekki á sumum svæðum við Ísland. „Sjávartúvegsfyrirtækjum tókst að veiða og eyðileggja svæðin sem humarinn hefst við á vegna slíkra veiðiaðferða og ráðgjöf Hafró um veiði á stofninum hefur verið núll í nokkur ár,“ segir Arthur. Auglýsing Landssamband smábátaeigenda gegn botnvörpuveiðum birtist í fjölmiðlum árið 2001. Sambandið hefur lengi barist gegn slíkum veiðum að sögn formannsins.Vísir Þá segir hann botnvörpuveiðar notaðar að stærstum hluta þegar þorskur er veiddur við landið. „Það liggur fyrir að 66 prósent af þorskinum sem veiddur var á síðasta almanaksári var veiddur með botndregnum veiðafærum. Ég er sannfærður um að það er alltof hátt,“ segir Arthur. Hann segist enn fremur hafa verið við veiðar á togurum á yngri árum þar sem botnvörpuveiðar hafi verið stundaðar. Hann hafi séð alls kyns tegundir koma í netin og heilu kóralarnir hafi verið dregnir upp. Hann telur að þær veiðarnar hafi því skilið eftir sig sviðinn hafsbotn.
Sjávarútvegur Alþingi Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira