Fimmtán Íslendingar vilja komast heim Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 18. júní 2025 19:01 Eldur logar í olíugeymslu í Teheran eftir loftárás Ísraela. AP/Vahid Salemi Hópur Íslendinga hefur óskað eftir aðstoð stjórnvalda við að komast frá Íran og Ísrael. Bandaríkjaforseti gefur óljós svör um hvort hann blandi sér í deiluna. Hörðum loftárásum Ísraela á Írana var haldið áfram í nótt, sjötta daginn í röð. Ísraelar segja árásirnar nauðsynlegar til að stöðva þróun Írana á kjarnavopnum sem þeir séu komnir langt á veg með. Nokkur hræðsla hefur gripið um sig meðal almennings í Íran og hafa sumir reynt að flýja land. Þá óttast landsmenn matvæla- og eldsneytisskort og voru fáir á ferli í Tehran höfuðborg landsins í dag. Árásum Ísraela er meðal annars beint að háttsettum írönskum herforingjum og vísindamönnum og segja írönsk stjórnvöld nokkur hundruð manns hafa látist. Þau hafa jafnframt svarað með því að skjóta eldflaugum og drónum á Ísraela. Donald Trump forseti Bandaríkjanna skoðar nú hvort Bandaríkjamenn eigi að taka þátt í árásum Ísraela og hafði hann þetta að segja um málið í dag. „Ég geri það kannski, kannski ekki. Enginn veit hvað ég mun gera en ég get sagt ykkur að Íranar eru í miklum vanda og þeir vilja semja.“ Ayatollah Ali Khamenei, æðsti klerkur Írana, varaði í dag Bandaríkjamenn eindregið við því að blanda sér í deiluna og sagði þvinganir aldrei leiða til uppgjafar. Sjá einnig: Fjórtán tonna sprengjan sem Ísraela vantar Þorgerður Katrín utanríkisráðherra mætti á fund utanríkismálanefnd Alþingis í dag þar sem farið var yfir stöðuna. „Þetta er náttúrulega mjög eldfim staða. Það er stigmögnum átaka og það var nú nóg fyrir samt og við erum að sjá það að á meðan eru svæði eins og Gaza-svæðið sem að gleymist þá í þessu sem er hræðilegt út af þeirri eymd sem að þar er en líka þá finnum við að það verður minni fókus á Úkraínu og það er hrikalegt líka fyrir, ekki bara frelsi og öryggi Úkraínu heldur líka fyrir frelsi og öryggi Evrópu.“ Íslendingar á svæðin hafi óskað eftir aðstoð stjórnvalda. „Það eru sjö Íslendingar í Ísrael sem hafa leitað til ráðuneytisins. Það eru níu Íslendingar í Íran ásamt dvalarleyfishöfum og við erum einfaldlega að vinna í þessum málum. Við verðum að hafa í huga að lofthelgin bæði yfir Ísrael og Íran hún er lokuð og þá verður að finna aðrar leiðir og við erum einfaldlega vinna þetta í samvinnu við bæði Norðurlöndin, Eystrasaltsríkin og fleiri ríki.“ Þannig að þið eru að reyna að koma þessu fólki af þessum svæðum? „Já við erum að reyna að gera það sem við getum til þess að koma til móts við þær óskir og þarfir sem hafa verið settar fram gagnvart okkur.“ Íran Ísrael Kjarnorka Utanríkismál Hernaður Donald Trump Tengdar fréttir Óttast um líf fjölskyldu sinnar í Íran: „Ég sef ekki á nóttunni“ Íranskur flóttamaður á Íslandi lýsir áhyggjum af fjölskyldu sinni sem er föst í Teheran, þar sem stríð hefur nú geisað í fimm daga. Hann segir að eiginkona sín og barn séu búin að fá dvalarleyfi hér á landi en fyrirtækið sem skaffar vegabréfsáritanir í Íran sé lokað vegna stríðsins. 18. júní 2025 17:11 Íranir hóta „óbætanlegu tjóni“ skerist Bandaríkin í leikinn Æðstiklerkur Íran segir að landið ætli ekki að gefast upp og hótar Bandaríkjunum með „óbætanlegu tjóni“ ef þau hlutast til í átökum Ísraelsmanna og Írana. Talsmaður íranska utanríkisráðuneytisins varar við því að „allsherjarstríð“ geti brotist út. 18. júní 2025 11:50 Árásum á Teheran fjölgar og enn einn hershöfðinginn felldur Árásir Ísraela á Íran hafa haldið áfram í nótt og aukist að umfangi ef eitthvað er. Enn er beðið eftir því hvort Bandaríkjamenn ákveði að taka beinan þátt í hernaðinum en Donald Trump forseti hefur sent frá sér nokkrar yfirlýsingar sem gefa slíkt til kynna. 18. júní 2025 06:38 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Fleiri fréttir „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Sjá meira
Hörðum loftárásum Ísraela á Írana var haldið áfram í nótt, sjötta daginn í röð. Ísraelar segja árásirnar nauðsynlegar til að stöðva þróun Írana á kjarnavopnum sem þeir séu komnir langt á veg með. Nokkur hræðsla hefur gripið um sig meðal almennings í Íran og hafa sumir reynt að flýja land. Þá óttast landsmenn matvæla- og eldsneytisskort og voru fáir á ferli í Tehran höfuðborg landsins í dag. Árásum Ísraela er meðal annars beint að háttsettum írönskum herforingjum og vísindamönnum og segja írönsk stjórnvöld nokkur hundruð manns hafa látist. Þau hafa jafnframt svarað með því að skjóta eldflaugum og drónum á Ísraela. Donald Trump forseti Bandaríkjanna skoðar nú hvort Bandaríkjamenn eigi að taka þátt í árásum Ísraela og hafði hann þetta að segja um málið í dag. „Ég geri það kannski, kannski ekki. Enginn veit hvað ég mun gera en ég get sagt ykkur að Íranar eru í miklum vanda og þeir vilja semja.“ Ayatollah Ali Khamenei, æðsti klerkur Írana, varaði í dag Bandaríkjamenn eindregið við því að blanda sér í deiluna og sagði þvinganir aldrei leiða til uppgjafar. Sjá einnig: Fjórtán tonna sprengjan sem Ísraela vantar Þorgerður Katrín utanríkisráðherra mætti á fund utanríkismálanefnd Alþingis í dag þar sem farið var yfir stöðuna. „Þetta er náttúrulega mjög eldfim staða. Það er stigmögnum átaka og það var nú nóg fyrir samt og við erum að sjá það að á meðan eru svæði eins og Gaza-svæðið sem að gleymist þá í þessu sem er hræðilegt út af þeirri eymd sem að þar er en líka þá finnum við að það verður minni fókus á Úkraínu og það er hrikalegt líka fyrir, ekki bara frelsi og öryggi Úkraínu heldur líka fyrir frelsi og öryggi Evrópu.“ Íslendingar á svæðin hafi óskað eftir aðstoð stjórnvalda. „Það eru sjö Íslendingar í Ísrael sem hafa leitað til ráðuneytisins. Það eru níu Íslendingar í Íran ásamt dvalarleyfishöfum og við erum einfaldlega að vinna í þessum málum. Við verðum að hafa í huga að lofthelgin bæði yfir Ísrael og Íran hún er lokuð og þá verður að finna aðrar leiðir og við erum einfaldlega vinna þetta í samvinnu við bæði Norðurlöndin, Eystrasaltsríkin og fleiri ríki.“ Þannig að þið eru að reyna að koma þessu fólki af þessum svæðum? „Já við erum að reyna að gera það sem við getum til þess að koma til móts við þær óskir og þarfir sem hafa verið settar fram gagnvart okkur.“
Íran Ísrael Kjarnorka Utanríkismál Hernaður Donald Trump Tengdar fréttir Óttast um líf fjölskyldu sinnar í Íran: „Ég sef ekki á nóttunni“ Íranskur flóttamaður á Íslandi lýsir áhyggjum af fjölskyldu sinni sem er föst í Teheran, þar sem stríð hefur nú geisað í fimm daga. Hann segir að eiginkona sín og barn séu búin að fá dvalarleyfi hér á landi en fyrirtækið sem skaffar vegabréfsáritanir í Íran sé lokað vegna stríðsins. 18. júní 2025 17:11 Íranir hóta „óbætanlegu tjóni“ skerist Bandaríkin í leikinn Æðstiklerkur Íran segir að landið ætli ekki að gefast upp og hótar Bandaríkjunum með „óbætanlegu tjóni“ ef þau hlutast til í átökum Ísraelsmanna og Írana. Talsmaður íranska utanríkisráðuneytisins varar við því að „allsherjarstríð“ geti brotist út. 18. júní 2025 11:50 Árásum á Teheran fjölgar og enn einn hershöfðinginn felldur Árásir Ísraela á Íran hafa haldið áfram í nótt og aukist að umfangi ef eitthvað er. Enn er beðið eftir því hvort Bandaríkjamenn ákveði að taka beinan þátt í hernaðinum en Donald Trump forseti hefur sent frá sér nokkrar yfirlýsingar sem gefa slíkt til kynna. 18. júní 2025 06:38 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Fleiri fréttir „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Sjá meira
Óttast um líf fjölskyldu sinnar í Íran: „Ég sef ekki á nóttunni“ Íranskur flóttamaður á Íslandi lýsir áhyggjum af fjölskyldu sinni sem er föst í Teheran, þar sem stríð hefur nú geisað í fimm daga. Hann segir að eiginkona sín og barn séu búin að fá dvalarleyfi hér á landi en fyrirtækið sem skaffar vegabréfsáritanir í Íran sé lokað vegna stríðsins. 18. júní 2025 17:11
Íranir hóta „óbætanlegu tjóni“ skerist Bandaríkin í leikinn Æðstiklerkur Íran segir að landið ætli ekki að gefast upp og hótar Bandaríkjunum með „óbætanlegu tjóni“ ef þau hlutast til í átökum Ísraelsmanna og Írana. Talsmaður íranska utanríkisráðuneytisins varar við því að „allsherjarstríð“ geti brotist út. 18. júní 2025 11:50
Árásum á Teheran fjölgar og enn einn hershöfðinginn felldur Árásir Ísraela á Íran hafa haldið áfram í nótt og aukist að umfangi ef eitthvað er. Enn er beðið eftir því hvort Bandaríkjamenn ákveði að taka beinan þátt í hernaðinum en Donald Trump forseti hefur sent frá sér nokkrar yfirlýsingar sem gefa slíkt til kynna. 18. júní 2025 06:38