Fimmtán Íslendingar vilja komast heim Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 18. júní 2025 19:01 Eldur logar í olíugeymslu í Teheran eftir loftárás Ísraela. AP/Vahid Salemi Hópur Íslendinga hefur óskað eftir aðstoð stjórnvalda við að komast frá Íran og Ísrael. Bandaríkjaforseti gefur óljós svör um hvort hann blandi sér í deiluna. Hörðum loftárásum Ísraela á Írana var haldið áfram í nótt, sjötta daginn í röð. Ísraelar segja árásirnar nauðsynlegar til að stöðva þróun Írana á kjarnavopnum sem þeir séu komnir langt á veg með. Nokkur hræðsla hefur gripið um sig meðal almennings í Íran og hafa sumir reynt að flýja land. Þá óttast landsmenn matvæla- og eldsneytisskort og voru fáir á ferli í Tehran höfuðborg landsins í dag. Árásum Ísraela er meðal annars beint að háttsettum írönskum herforingjum og vísindamönnum og segja írönsk stjórnvöld nokkur hundruð manns hafa látist. Þau hafa jafnframt svarað með því að skjóta eldflaugum og drónum á Ísraela. Donald Trump forseti Bandaríkjanna skoðar nú hvort Bandaríkjamenn eigi að taka þátt í árásum Ísraela og hafði hann þetta að segja um málið í dag. „Ég geri það kannski, kannski ekki. Enginn veit hvað ég mun gera en ég get sagt ykkur að Íranar eru í miklum vanda og þeir vilja semja.“ Ayatollah Ali Khamenei, æðsti klerkur Írana, varaði í dag Bandaríkjamenn eindregið við því að blanda sér í deiluna og sagði þvinganir aldrei leiða til uppgjafar. Sjá einnig: Fjórtán tonna sprengjan sem Ísraela vantar Þorgerður Katrín utanríkisráðherra mætti á fund utanríkismálanefnd Alþingis í dag þar sem farið var yfir stöðuna. „Þetta er náttúrulega mjög eldfim staða. Það er stigmögnum átaka og það var nú nóg fyrir samt og við erum að sjá það að á meðan eru svæði eins og Gaza-svæðið sem að gleymist þá í þessu sem er hræðilegt út af þeirri eymd sem að þar er en líka þá finnum við að það verður minni fókus á Úkraínu og það er hrikalegt líka fyrir, ekki bara frelsi og öryggi Úkraínu heldur líka fyrir frelsi og öryggi Evrópu.“ Íslendingar á svæðin hafi óskað eftir aðstoð stjórnvalda. „Það eru sjö Íslendingar í Ísrael sem hafa leitað til ráðuneytisins. Það eru níu Íslendingar í Íran ásamt dvalarleyfishöfum og við erum einfaldlega að vinna í þessum málum. Við verðum að hafa í huga að lofthelgin bæði yfir Ísrael og Íran hún er lokuð og þá verður að finna aðrar leiðir og við erum einfaldlega vinna þetta í samvinnu við bæði Norðurlöndin, Eystrasaltsríkin og fleiri ríki.“ Þannig að þið eru að reyna að koma þessu fólki af þessum svæðum? „Já við erum að reyna að gera það sem við getum til þess að koma til móts við þær óskir og þarfir sem hafa verið settar fram gagnvart okkur.“ Íran Ísrael Kjarnorka Utanríkismál Hernaður Donald Trump Tengdar fréttir Óttast um líf fjölskyldu sinnar í Íran: „Ég sef ekki á nóttunni“ Íranskur flóttamaður á Íslandi lýsir áhyggjum af fjölskyldu sinni sem er föst í Teheran, þar sem stríð hefur nú geisað í fimm daga. Hann segir að eiginkona sín og barn séu búin að fá dvalarleyfi hér á landi en fyrirtækið sem skaffar vegabréfsáritanir í Íran sé lokað vegna stríðsins. 18. júní 2025 17:11 Íranir hóta „óbætanlegu tjóni“ skerist Bandaríkin í leikinn Æðstiklerkur Íran segir að landið ætli ekki að gefast upp og hótar Bandaríkjunum með „óbætanlegu tjóni“ ef þau hlutast til í átökum Ísraelsmanna og Írana. Talsmaður íranska utanríkisráðuneytisins varar við því að „allsherjarstríð“ geti brotist út. 18. júní 2025 11:50 Árásum á Teheran fjölgar og enn einn hershöfðinginn felldur Árásir Ísraela á Íran hafa haldið áfram í nótt og aukist að umfangi ef eitthvað er. Enn er beðið eftir því hvort Bandaríkjamenn ákveði að taka beinan þátt í hernaðinum en Donald Trump forseti hefur sent frá sér nokkrar yfirlýsingar sem gefa slíkt til kynna. 18. júní 2025 06:38 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Sjá meira
Hörðum loftárásum Ísraela á Írana var haldið áfram í nótt, sjötta daginn í röð. Ísraelar segja árásirnar nauðsynlegar til að stöðva þróun Írana á kjarnavopnum sem þeir séu komnir langt á veg með. Nokkur hræðsla hefur gripið um sig meðal almennings í Íran og hafa sumir reynt að flýja land. Þá óttast landsmenn matvæla- og eldsneytisskort og voru fáir á ferli í Tehran höfuðborg landsins í dag. Árásum Ísraela er meðal annars beint að háttsettum írönskum herforingjum og vísindamönnum og segja írönsk stjórnvöld nokkur hundruð manns hafa látist. Þau hafa jafnframt svarað með því að skjóta eldflaugum og drónum á Ísraela. Donald Trump forseti Bandaríkjanna skoðar nú hvort Bandaríkjamenn eigi að taka þátt í árásum Ísraela og hafði hann þetta að segja um málið í dag. „Ég geri það kannski, kannski ekki. Enginn veit hvað ég mun gera en ég get sagt ykkur að Íranar eru í miklum vanda og þeir vilja semja.“ Ayatollah Ali Khamenei, æðsti klerkur Írana, varaði í dag Bandaríkjamenn eindregið við því að blanda sér í deiluna og sagði þvinganir aldrei leiða til uppgjafar. Sjá einnig: Fjórtán tonna sprengjan sem Ísraela vantar Þorgerður Katrín utanríkisráðherra mætti á fund utanríkismálanefnd Alþingis í dag þar sem farið var yfir stöðuna. „Þetta er náttúrulega mjög eldfim staða. Það er stigmögnum átaka og það var nú nóg fyrir samt og við erum að sjá það að á meðan eru svæði eins og Gaza-svæðið sem að gleymist þá í þessu sem er hræðilegt út af þeirri eymd sem að þar er en líka þá finnum við að það verður minni fókus á Úkraínu og það er hrikalegt líka fyrir, ekki bara frelsi og öryggi Úkraínu heldur líka fyrir frelsi og öryggi Evrópu.“ Íslendingar á svæðin hafi óskað eftir aðstoð stjórnvalda. „Það eru sjö Íslendingar í Ísrael sem hafa leitað til ráðuneytisins. Það eru níu Íslendingar í Íran ásamt dvalarleyfishöfum og við erum einfaldlega að vinna í þessum málum. Við verðum að hafa í huga að lofthelgin bæði yfir Ísrael og Íran hún er lokuð og þá verður að finna aðrar leiðir og við erum einfaldlega vinna þetta í samvinnu við bæði Norðurlöndin, Eystrasaltsríkin og fleiri ríki.“ Þannig að þið eru að reyna að koma þessu fólki af þessum svæðum? „Já við erum að reyna að gera það sem við getum til þess að koma til móts við þær óskir og þarfir sem hafa verið settar fram gagnvart okkur.“
Íran Ísrael Kjarnorka Utanríkismál Hernaður Donald Trump Tengdar fréttir Óttast um líf fjölskyldu sinnar í Íran: „Ég sef ekki á nóttunni“ Íranskur flóttamaður á Íslandi lýsir áhyggjum af fjölskyldu sinni sem er föst í Teheran, þar sem stríð hefur nú geisað í fimm daga. Hann segir að eiginkona sín og barn séu búin að fá dvalarleyfi hér á landi en fyrirtækið sem skaffar vegabréfsáritanir í Íran sé lokað vegna stríðsins. 18. júní 2025 17:11 Íranir hóta „óbætanlegu tjóni“ skerist Bandaríkin í leikinn Æðstiklerkur Íran segir að landið ætli ekki að gefast upp og hótar Bandaríkjunum með „óbætanlegu tjóni“ ef þau hlutast til í átökum Ísraelsmanna og Írana. Talsmaður íranska utanríkisráðuneytisins varar við því að „allsherjarstríð“ geti brotist út. 18. júní 2025 11:50 Árásum á Teheran fjölgar og enn einn hershöfðinginn felldur Árásir Ísraela á Íran hafa haldið áfram í nótt og aukist að umfangi ef eitthvað er. Enn er beðið eftir því hvort Bandaríkjamenn ákveði að taka beinan þátt í hernaðinum en Donald Trump forseti hefur sent frá sér nokkrar yfirlýsingar sem gefa slíkt til kynna. 18. júní 2025 06:38 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Sjá meira
Óttast um líf fjölskyldu sinnar í Íran: „Ég sef ekki á nóttunni“ Íranskur flóttamaður á Íslandi lýsir áhyggjum af fjölskyldu sinni sem er föst í Teheran, þar sem stríð hefur nú geisað í fimm daga. Hann segir að eiginkona sín og barn séu búin að fá dvalarleyfi hér á landi en fyrirtækið sem skaffar vegabréfsáritanir í Íran sé lokað vegna stríðsins. 18. júní 2025 17:11
Íranir hóta „óbætanlegu tjóni“ skerist Bandaríkin í leikinn Æðstiklerkur Íran segir að landið ætli ekki að gefast upp og hótar Bandaríkjunum með „óbætanlegu tjóni“ ef þau hlutast til í átökum Ísraelsmanna og Írana. Talsmaður íranska utanríkisráðuneytisins varar við því að „allsherjarstríð“ geti brotist út. 18. júní 2025 11:50
Árásum á Teheran fjölgar og enn einn hershöfðinginn felldur Árásir Ísraela á Íran hafa haldið áfram í nótt og aukist að umfangi ef eitthvað er. Enn er beðið eftir því hvort Bandaríkjamenn ákveði að taka beinan þátt í hernaðinum en Donald Trump forseti hefur sent frá sér nokkrar yfirlýsingar sem gefa slíkt til kynna. 18. júní 2025 06:38