Áframhaldandi landris í Svartsengi Atli Ísleifsson skrifar 19. júní 2025 07:57 Aðeins rúmur helmingur þess kvikumagns sem var í hólfinu undir Svartsengi í apríl hefur safnast aftur. Vísir/Arnar Áframhaldandi landris mælist í Svartsengi en það hefur hins vegar hægt á sér. Líkur á eldgosi munu aukast með haustinu, ef kvikusöfnun heldur áfram. Aðeins rúmur helmingur þess kvikumagns sem var í hólfinu undir Svartsengi í apríl hefur safnast aftur. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Veðurstofunnar sem birt var í gær þar sem segir framvindunni á Reykjanesskaga. Þar segir að jarðskjálftavirkni sé stöðug á svæðinu og hafa að meðaltali verið um tíu smáskjálftar á dag. Hættumatskort hefur verið breytt með litlum breytingum og gildir það að óbreyttu til 15. júlí næstkomandi. „Aflögunargögn (GPS) sýna áframhaldandi landris í Svartsengi en dregið hefur úr hraða þess undanfarnar vikur. Vísindamenn Veðurstofunnar telja að líkur á kvikuhlaupi eða eldgosi aukist með haustinu ef kvikusöfnun heldur áfram. Gert er ráð fyrir að sambærilegt magn kviku þurfi að safnast fyrir og í fyrri atburðum við Sundhnjúksgígaröðina,“ segir í tilkynningunni. Fram kemur að jarðskjálftavirkni hafi verið stöðug síðustu vikur, með um tíu smáskjálfta að meðaltali á dag. Flestir skjálftar séu staðsettir norðan við Grindavík. „Þótt eldgosið 1. apríl 2025 hafi verið langminnsta gosið hingað til á Sundhnjúksgígaröðinni þegar kemur að hraunrennsli, var atburðarásin umfangsmikil. Stærsti hluti atburðarins fólst í kvikuinnskoti sem fór til norðurs og náði allt norður fyrir Keili. Innskotið var sambærilegt því sem átti sér stað 10. nóvember 2023, nema að þá stefndi kvikuinnskotið að mestu til suðurs og náði undir Grindavík. Atburðurinn 1. apríl var því sá næststærsti á Sundhnjúkagígaröðinni þar sem einungis innskotið 10. nóvember 2023 var stærra. Aflögunarmynstur við kvikuhlaup Aflögunin sem mælist í kvikuhlaupum einkennist af sigdal sem myndast beint ofan á innskotinu. Sitt hvoru megin við ganginn færist jarðskorpan út frá því og lyftist (sjá FAGD GPS stöðina á mynd 3). Samhliða þessu mælist sig í Svartsengi þar sem kvika flæðir út úr kvikuhólfinu og fylgir kvikuganginum. Aflögunarmælingar nærri Svartsengi sýna því hvort tveggja: sig vegna kviku sem flæðir frá hólfinu undir Svartsengi og landris vegna myndunar kvikugangsins Á GPS stöðinni SENG (mynd 2) sést sig en miklu minna sig heldur en kvikuflæðið undan svartsengi veldur vegna áhrifa kvikugangsins. Þegar svo líkön eru gerð af kvikusöfnun undir Svartsengi þarf að leiðrétta fyrir aflögun sem verður þegar kvikugangur myndast. Vegna þessara áhrifa kvikugangsins hefur landris umhverfis Svartsengi nú þegar náð sömu stöðu og var fyrir 1. apríl. Hins vegar hefur aðeins rúmlega helmingur þess kvikumagns sem fór úr hólfinu þá safnast aftur í það (sjá mynd 1). Uppfært hættumat Hættumatskort hefur verið uppfært og gildir nú til 15. júlí 2025, að öllu óbreyttu. Smávægilegar breytingar hafa verið gerðar frá fyrri útgáfu: Kortið gildir til 15. júlí 2025, að öllu óbreyttu.Veðurstofan Svæðið milli Vogaheiðar og Fagradals-Hagafells hefur verið fært úr flokki „nokkur hætta“ yfir í „lítil hætta“. Ástæða breytingarinnar eru leiðréttingar á vægi matsins varðandi mögulega gossprungu á svæðinu Sama á við suðvesturenda A-svæðis (Grindavík), þar sem hættumat hefur verið lækkað á sömu forsendum. Hætta vegna jarðfalls ofan í sprungu er nú metin möguleg á C-svæði (Vogar). Breytingin byggir á nýjum upplýsingum um sprungur sem mynduðust í kjölfar kvikugangsins 1. apríl og uppgötvuðust nýlega. Kvikugangurinn 1. apríl náði mun lengra til norðausturs, út fyrir Stóra Skógfell, en áður hafði sést. Þar hafa minni háttar sprungur nú greinst í suðausturhorni svæðisins. Mikilvægt að hafa í huga Hættumatskortið lýsir hættum sem eru nú þegar til staðar á svæðinu, sem og þeim sem gætu skapast við hugsanlega áframhaldandi virkni í Svartsengjakerfinu. Kortið gildir til 15. júlí 2025, að öllu óbreyttu, og næsta fréttauppfærsla verður 1. júlí,“ segir í tilkynningunni. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Veðurstofunnar sem birt var í gær þar sem segir framvindunni á Reykjanesskaga. Þar segir að jarðskjálftavirkni sé stöðug á svæðinu og hafa að meðaltali verið um tíu smáskjálftar á dag. Hættumatskort hefur verið breytt með litlum breytingum og gildir það að óbreyttu til 15. júlí næstkomandi. „Aflögunargögn (GPS) sýna áframhaldandi landris í Svartsengi en dregið hefur úr hraða þess undanfarnar vikur. Vísindamenn Veðurstofunnar telja að líkur á kvikuhlaupi eða eldgosi aukist með haustinu ef kvikusöfnun heldur áfram. Gert er ráð fyrir að sambærilegt magn kviku þurfi að safnast fyrir og í fyrri atburðum við Sundhnjúksgígaröðina,“ segir í tilkynningunni. Fram kemur að jarðskjálftavirkni hafi verið stöðug síðustu vikur, með um tíu smáskjálfta að meðaltali á dag. Flestir skjálftar séu staðsettir norðan við Grindavík. „Þótt eldgosið 1. apríl 2025 hafi verið langminnsta gosið hingað til á Sundhnjúksgígaröðinni þegar kemur að hraunrennsli, var atburðarásin umfangsmikil. Stærsti hluti atburðarins fólst í kvikuinnskoti sem fór til norðurs og náði allt norður fyrir Keili. Innskotið var sambærilegt því sem átti sér stað 10. nóvember 2023, nema að þá stefndi kvikuinnskotið að mestu til suðurs og náði undir Grindavík. Atburðurinn 1. apríl var því sá næststærsti á Sundhnjúkagígaröðinni þar sem einungis innskotið 10. nóvember 2023 var stærra. Aflögunarmynstur við kvikuhlaup Aflögunin sem mælist í kvikuhlaupum einkennist af sigdal sem myndast beint ofan á innskotinu. Sitt hvoru megin við ganginn færist jarðskorpan út frá því og lyftist (sjá FAGD GPS stöðina á mynd 3). Samhliða þessu mælist sig í Svartsengi þar sem kvika flæðir út úr kvikuhólfinu og fylgir kvikuganginum. Aflögunarmælingar nærri Svartsengi sýna því hvort tveggja: sig vegna kviku sem flæðir frá hólfinu undir Svartsengi og landris vegna myndunar kvikugangsins Á GPS stöðinni SENG (mynd 2) sést sig en miklu minna sig heldur en kvikuflæðið undan svartsengi veldur vegna áhrifa kvikugangsins. Þegar svo líkön eru gerð af kvikusöfnun undir Svartsengi þarf að leiðrétta fyrir aflögun sem verður þegar kvikugangur myndast. Vegna þessara áhrifa kvikugangsins hefur landris umhverfis Svartsengi nú þegar náð sömu stöðu og var fyrir 1. apríl. Hins vegar hefur aðeins rúmlega helmingur þess kvikumagns sem fór úr hólfinu þá safnast aftur í það (sjá mynd 1). Uppfært hættumat Hættumatskort hefur verið uppfært og gildir nú til 15. júlí 2025, að öllu óbreyttu. Smávægilegar breytingar hafa verið gerðar frá fyrri útgáfu: Kortið gildir til 15. júlí 2025, að öllu óbreyttu.Veðurstofan Svæðið milli Vogaheiðar og Fagradals-Hagafells hefur verið fært úr flokki „nokkur hætta“ yfir í „lítil hætta“. Ástæða breytingarinnar eru leiðréttingar á vægi matsins varðandi mögulega gossprungu á svæðinu Sama á við suðvesturenda A-svæðis (Grindavík), þar sem hættumat hefur verið lækkað á sömu forsendum. Hætta vegna jarðfalls ofan í sprungu er nú metin möguleg á C-svæði (Vogar). Breytingin byggir á nýjum upplýsingum um sprungur sem mynduðust í kjölfar kvikugangsins 1. apríl og uppgötvuðust nýlega. Kvikugangurinn 1. apríl náði mun lengra til norðausturs, út fyrir Stóra Skógfell, en áður hafði sést. Þar hafa minni háttar sprungur nú greinst í suðausturhorni svæðisins. Mikilvægt að hafa í huga Hættumatskortið lýsir hættum sem eru nú þegar til staðar á svæðinu, sem og þeim sem gætu skapast við hugsanlega áframhaldandi virkni í Svartsengjakerfinu. Kortið gildir til 15. júlí 2025, að öllu óbreyttu, og næsta fréttauppfærsla verður 1. júlí,“ segir í tilkynningunni.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira