Fækka hefðbundnum kennslustundum um þriðjung Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 19. júní 2025 14:57 Karl Frímannsson er skólameistari Menntaskólans á Akureyri. Vísir Nýtt kennslufyrirkomulag verður tekið upp í Menntaskólanum á Akureyri í haust þar sem þriðjungi hefðbundinna kennslustunda verður skipt út fyrir vinnustundir nemenda. Skólameistarinn segir nemendur læra að bera ábyrgð á sínu eigin námi. MA útskrifaði 184 nemendur úr skólanum á þjóðhátíðardaginn líkt og venjan er. Þar tók Karl Frímannsson skólameistari til máls og útskýrði meðal annars grundvallarbreytingu á kennsluháttum skólans sem tekur gildi í haust. „Frá og með næsta hausti verður stundaskráin okkar tvískipt. Fyrripart dags verða hefðbundnar kennslustundir undir stjórn kennara en seinni hluta dags munu nemendur vinna sjálfstætt að sínum verkefnum en hafa aðgang að kennurum á þeim tíma,“ er haft eftir Karli í umfjöllun akureyri.net um málið. „Aðdragandinn er sá að eftir samstarf við kennara hér í skólanum kom skýrt fram að það væri þörf á því að auka sveigjanleikann í námi og auka ábyrgð nemenda á eigin námi, að námið væri nemendastýrðara,“ segir Karl í samtali við fréttastofu. Niðurstaðan varð sú að þriðjungi kennslustunda verði skipt út fyrir sjálfstæðar vinnustundir nemenda. Í byrjun vikunnar verði skipulagsstund þar sem nemendur ákveða sjálfir hver markmið vikunnar eru. Kennarar í öllum fögum verði svo til staðar á meðan vinnustundum stendur til aðstoðar. „Hver bekkur á sér sína heimastofu þar sem þau hafa vinnuaðstöðu,“ segir Karl. „Hvort sem það er kennslustund eða heimanám, heimanám er ríkjandi í framhaldsskólum almennt þannig þetta er að hluta til að reyna fá þau til að taka meiri ábyrgð og vinna þau verkefni sem þau þurfa að vinna.“ Áður fyrr hafi nemendurnir verið í um fjörutíu kennslustundum á viku og því lítið svigrúm fyrir nemendur til að taka ábyrgð á eigin námi á skólatíma. „Það gengur gegn því að við ætlum að ala þau upp í að taka ábyrgð á eigin námi, að í 43 kennslustundum.“ Karl segir aðra skóla hafa einnig tekið upp einhvers konar útfærslu á þessu fyrirkomulagi. Nefnir hann Menntaskólann á Egilsstöðum og Fjölbrautaskólann í Mosfellsbæ. Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Akureyri Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
MA útskrifaði 184 nemendur úr skólanum á þjóðhátíðardaginn líkt og venjan er. Þar tók Karl Frímannsson skólameistari til máls og útskýrði meðal annars grundvallarbreytingu á kennsluháttum skólans sem tekur gildi í haust. „Frá og með næsta hausti verður stundaskráin okkar tvískipt. Fyrripart dags verða hefðbundnar kennslustundir undir stjórn kennara en seinni hluta dags munu nemendur vinna sjálfstætt að sínum verkefnum en hafa aðgang að kennurum á þeim tíma,“ er haft eftir Karli í umfjöllun akureyri.net um málið. „Aðdragandinn er sá að eftir samstarf við kennara hér í skólanum kom skýrt fram að það væri þörf á því að auka sveigjanleikann í námi og auka ábyrgð nemenda á eigin námi, að námið væri nemendastýrðara,“ segir Karl í samtali við fréttastofu. Niðurstaðan varð sú að þriðjungi kennslustunda verði skipt út fyrir sjálfstæðar vinnustundir nemenda. Í byrjun vikunnar verði skipulagsstund þar sem nemendur ákveða sjálfir hver markmið vikunnar eru. Kennarar í öllum fögum verði svo til staðar á meðan vinnustundum stendur til aðstoðar. „Hver bekkur á sér sína heimastofu þar sem þau hafa vinnuaðstöðu,“ segir Karl. „Hvort sem það er kennslustund eða heimanám, heimanám er ríkjandi í framhaldsskólum almennt þannig þetta er að hluta til að reyna fá þau til að taka meiri ábyrgð og vinna þau verkefni sem þau þurfa að vinna.“ Áður fyrr hafi nemendurnir verið í um fjörutíu kennslustundum á viku og því lítið svigrúm fyrir nemendur til að taka ábyrgð á eigin námi á skólatíma. „Það gengur gegn því að við ætlum að ala þau upp í að taka ábyrgð á eigin námi, að í 43 kennslustundum.“ Karl segir aðra skóla hafa einnig tekið upp einhvers konar útfærslu á þessu fyrirkomulagi. Nefnir hann Menntaskólann á Egilsstöðum og Fjölbrautaskólann í Mosfellsbæ.
Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Akureyri Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira