Hefði blásið upp fjandskapinn: „Þetta jaðraði við hatur á tímabili“ Sindri Sverrisson skrifar 19. júní 2025 14:17 Óskar Hrafn Þorvaldsson og Arnar Gunnlaugsson elduðu grátt silfur saman þegar þeir stýrðu bestu liðum landsins. Samsett/Vísir „Ég hefði gert miklu meira úr þessu ef ég hefði verið íþróttafréttamaður á þessum tíma. Ég hefði keyrt þetta upp úr öllu valdi. Reynt að veiða menn miklu meira í einhver komment,“ segir Óskar Hrafn Þorvaldsson um afgreiðslu fjölmiðla á rígnum mikla á milli Breiðabliks og Víkings, með þá Óskar og Arnar Gunnlaugsson í aðalhlutverkum. „Þetta var náttúrulega í grunninn ekki persónulegt einvígi á milli okkar. Ég hef alltaf kunnað betur við Arnar en marga aðra í Víkingi. En Arnar var hins vegar höfuðið á skrímslinu og þess vegna var þetta kannski meira áberandi á milli mín og hans. Ég get alveg lofað þér því að það hefði gneistað meira frá mér ef að Kári Árnason hefði verið að stýra Víkingsliðinu,“ segir Óskar meðal annars í nýjasta þætti Návígis, í umsjón Gunnlaugs Jónssonar. Hér að neðan má hlusta á þáttinn en umræða um ríg Breiðabliks og Víkings, og hvernig fjölmiðlar ýttu undir hann, hefst eftir 35:13 mínútur. Í þættinum lýsa Óskar og Arnar sinni hlið á því sem út á við leit út fyrir að vera megn fjandskapur þeirra á milli, þar sem þeir á fjögurra ára tímabili sendu hvor öðrum tóninn á meðan að liðin þeirra, Víkingur og Breiðablik, börðust um Íslandsmeistaratitlana árin 2020-23. Fjandskapur sem varð meðal annars efni í eftirminnilegri auglýsingu. „Ég veit ekki hvort þú hefur tekið eftir því en ég er nú yfirleitt ekki með mikil læti á bekknum. Yfirleitt frekar rólegur,“ segir Óskar í Návígi en það var þó eitthvað allt annað uppi á teningnum þegar hann var með Víkingana í nágrenni við sig. „Tense andrúmsloft. Maður fann það bara í build up fyrir leikina og á meðan á leik stóð,“ segir Arnar. „Ég upplifði oft að þeirra aðferð við að ná stjórn á leikjum, og stjórna skapinu og stemningunni í leikjum, væri að vera mjög agressívir á bekknum. Mér leið eins og maður þyrfti að stíga aðeins til jarðar og jafna leikinn,“ segir Óskar. „Það var öðruvísi nærvera á hliðarlínunni þegar við tveir vorum,“ segir Arnar. „Það endaði með því 2022 að menn voru farnir að öskra hver á annan. Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn. Það var nú ekki endilega ætlunin,“ segir Óskar. Bjarki í skrýtinni stöðu: Fannst Óskar ekki fatta að Arnar væri bróðir minn Í þættinum heyrist líka hlið Bjarka Gunnlaugssonar, tvíburabróður Arnars og umboðsmanns Orra Óskarssonar, sonar Óskar Hrafns og nú reyndar fyrirliða íslenska landsliðsins undir stjórn Arnars. „Ég var á dálítið sérstökum stað,“ segir Bjarki. „Við Magnús [Agnar Magnússon] erum umboðsmenn stráksins hans og eigum mikil samskipti við Óskar um málefni Orra. Ég hafði lúmskt gaman af þessu,“ segir Bjarki og beinir orðum sínum til Arnars: „Þið byrjuðuð báðir með sömu hugmyndina: Þið vilduð koma ykkar fótboltastefnu að. Svo farið þið í þessa miklu samkeppni og stundum hafði maður á tilfinningunni að Óskar fattaði ekki alveg að Arnar væri bróðir minn. Hann var að hringja í mig og spurði kannski: „Hvað er Arnar eitthvað klikkaður?“ Ég hafði lúmskt gaman af því að vera þarna á milli. Ég vissi alveg að innst inni væruð þið góðir vinir. Það var gert dálítið mikið úr þessu en það var mikil virðing þarna á milli. Fjölmiðlar gerðu vel úr þessu. Þeir ýttu undir spennuna,“ segir Bjarki og Arnar tekur undir það: „Þeir leyfðu okkur að kljást.“ „Það var bara eðlilegur hluti af þessu. Það hefði verið skrýtið ef að menn hefðu ekki gripið þetta á lofti og reynt að búa til eitthvað. Það var stoð fyrir því. Ég ætla ekki að ganga svo langt að segja að það hafi verið hatur á milli félaganna en það var mikill rígur á milli þeirra,“ segir Óskar. „Geri ráð fyrir að þeir hafi haft jafnmikið óþol fyrir okkur“ „Þetta var gott fjölmiðlaefni. Gott krydd í tilveruna, en maður vissi að þetta risti ekki djúpt. En þeir eru miklir keppnismenn,“ bætir Bjarki við. „Við gátum látið allt fara í taugarnar á okkur sem við kom Víkingi. Það skipti ekki máli hvað það var. Ef þeir fóru til hægri þá þoldum við það ekki og ef þeir fóru til vinstri þá þoldum við það ekki. Ég geri ráð fyrir að þeir hafi haft jafnmikið óþol fyrir okkur,“ segir Óskar. „Þetta jaðraði við hatur á tímabili en þetta var það alls ekki. Alla vega ekki okkar megin. Það var ýtt undir þetta með hverri einustu spurningu. „Hann sagði þetta, hverju svarar þú?““ segir Arnar. Hvorugur lét það angra sig hve mikið fjölmiðlar gerðu úr rimmu þeirra og líklega hefði mátt gera mun meira úr henni: „Menn hefðu verið lélegir í markaðssetningu ef þeir hefðu ekki pikkað þetta upp. Þú verður að geta búið til einhvern ríg og eitthvað sem vekur áhuga. Ég hafði fullan skilning á því og lagði stundum eitthvað á vogarskálarnar til að viðhalda dýnamíkinni,“ segir Óskar. Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Návígi Tengdar fréttir Reiddist Guðjóni og hætti í landsliðinu: „Þér er ekki fyrirgefið fyrir svona“ „Ég tók heimskulega ákvörðun og þurfti bara að díla við afleiðingarnar,“ segir Bjarki Gunnlaugsson um það þegar hann reiddist Guðjóni Þórðarsyni, þáverandi landsliðsþjálfara, og hætti í landsliðinu í fótbolta. 5. júní 2025 14:17 Arnar sá Souness slást við leikmenn sína: „Voru allir skíthræddir við hann“ Arnar Grétarsson var aðeins 17 ára gamall þegar skoska stórveldið Rangers, með „hrottann“ Graeme Souness sem spilandi þjálfara, keypti hann til sín árið 1989. Óhætt er að segja að Arnar hafi fengið að kynnast, tja, einstökum manni í Souness. 6. júní 2025 12:03 Bjarki var næstum því farinn í Val áður en gullöld ÍA hófst Sumarið 2009 lék Bjarki Gunnlaugsson einn leik með Val. Litlu munaði að hann færi til félagsins fyrir tímabilið 1991, þegar gullöld ÍA á 10. áratug síðustu aldar hófst, eftir að hafa lent upp á kant við Guðjón Þórðarson, nýráðinn þjálfara ÍA. 30. maí 2025 09:03 Návígi með Gulla Jóns: Aukaefni úr A&B og meira til Dagskrárgerðarmaðurinn Gunnlaugur Jónsson situr ekki auðum höndum. Nýverið lauk sýningum á heimildaþáttaröð hans, A&B, um tvíburana Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni en hann hefur nú unnið hlaðvarp í tengslum við þá þætti. Fyrsti þátturinn fer í loftið á morgun. 29. maí 2025 09:32 Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum Sjá meira
„Þetta var náttúrulega í grunninn ekki persónulegt einvígi á milli okkar. Ég hef alltaf kunnað betur við Arnar en marga aðra í Víkingi. En Arnar var hins vegar höfuðið á skrímslinu og þess vegna var þetta kannski meira áberandi á milli mín og hans. Ég get alveg lofað þér því að það hefði gneistað meira frá mér ef að Kári Árnason hefði verið að stýra Víkingsliðinu,“ segir Óskar meðal annars í nýjasta þætti Návígis, í umsjón Gunnlaugs Jónssonar. Hér að neðan má hlusta á þáttinn en umræða um ríg Breiðabliks og Víkings, og hvernig fjölmiðlar ýttu undir hann, hefst eftir 35:13 mínútur. Í þættinum lýsa Óskar og Arnar sinni hlið á því sem út á við leit út fyrir að vera megn fjandskapur þeirra á milli, þar sem þeir á fjögurra ára tímabili sendu hvor öðrum tóninn á meðan að liðin þeirra, Víkingur og Breiðablik, börðust um Íslandsmeistaratitlana árin 2020-23. Fjandskapur sem varð meðal annars efni í eftirminnilegri auglýsingu. „Ég veit ekki hvort þú hefur tekið eftir því en ég er nú yfirleitt ekki með mikil læti á bekknum. Yfirleitt frekar rólegur,“ segir Óskar í Návígi en það var þó eitthvað allt annað uppi á teningnum þegar hann var með Víkingana í nágrenni við sig. „Tense andrúmsloft. Maður fann það bara í build up fyrir leikina og á meðan á leik stóð,“ segir Arnar. „Ég upplifði oft að þeirra aðferð við að ná stjórn á leikjum, og stjórna skapinu og stemningunni í leikjum, væri að vera mjög agressívir á bekknum. Mér leið eins og maður þyrfti að stíga aðeins til jarðar og jafna leikinn,“ segir Óskar. „Það var öðruvísi nærvera á hliðarlínunni þegar við tveir vorum,“ segir Arnar. „Það endaði með því 2022 að menn voru farnir að öskra hver á annan. Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn. Það var nú ekki endilega ætlunin,“ segir Óskar. Bjarki í skrýtinni stöðu: Fannst Óskar ekki fatta að Arnar væri bróðir minn Í þættinum heyrist líka hlið Bjarka Gunnlaugssonar, tvíburabróður Arnars og umboðsmanns Orra Óskarssonar, sonar Óskar Hrafns og nú reyndar fyrirliða íslenska landsliðsins undir stjórn Arnars. „Ég var á dálítið sérstökum stað,“ segir Bjarki. „Við Magnús [Agnar Magnússon] erum umboðsmenn stráksins hans og eigum mikil samskipti við Óskar um málefni Orra. Ég hafði lúmskt gaman af þessu,“ segir Bjarki og beinir orðum sínum til Arnars: „Þið byrjuðuð báðir með sömu hugmyndina: Þið vilduð koma ykkar fótboltastefnu að. Svo farið þið í þessa miklu samkeppni og stundum hafði maður á tilfinningunni að Óskar fattaði ekki alveg að Arnar væri bróðir minn. Hann var að hringja í mig og spurði kannski: „Hvað er Arnar eitthvað klikkaður?“ Ég hafði lúmskt gaman af því að vera þarna á milli. Ég vissi alveg að innst inni væruð þið góðir vinir. Það var gert dálítið mikið úr þessu en það var mikil virðing þarna á milli. Fjölmiðlar gerðu vel úr þessu. Þeir ýttu undir spennuna,“ segir Bjarki og Arnar tekur undir það: „Þeir leyfðu okkur að kljást.“ „Það var bara eðlilegur hluti af þessu. Það hefði verið skrýtið ef að menn hefðu ekki gripið þetta á lofti og reynt að búa til eitthvað. Það var stoð fyrir því. Ég ætla ekki að ganga svo langt að segja að það hafi verið hatur á milli félaganna en það var mikill rígur á milli þeirra,“ segir Óskar. „Geri ráð fyrir að þeir hafi haft jafnmikið óþol fyrir okkur“ „Þetta var gott fjölmiðlaefni. Gott krydd í tilveruna, en maður vissi að þetta risti ekki djúpt. En þeir eru miklir keppnismenn,“ bætir Bjarki við. „Við gátum látið allt fara í taugarnar á okkur sem við kom Víkingi. Það skipti ekki máli hvað það var. Ef þeir fóru til hægri þá þoldum við það ekki og ef þeir fóru til vinstri þá þoldum við það ekki. Ég geri ráð fyrir að þeir hafi haft jafnmikið óþol fyrir okkur,“ segir Óskar. „Þetta jaðraði við hatur á tímabili en þetta var það alls ekki. Alla vega ekki okkar megin. Það var ýtt undir þetta með hverri einustu spurningu. „Hann sagði þetta, hverju svarar þú?““ segir Arnar. Hvorugur lét það angra sig hve mikið fjölmiðlar gerðu úr rimmu þeirra og líklega hefði mátt gera mun meira úr henni: „Menn hefðu verið lélegir í markaðssetningu ef þeir hefðu ekki pikkað þetta upp. Þú verður að geta búið til einhvern ríg og eitthvað sem vekur áhuga. Ég hafði fullan skilning á því og lagði stundum eitthvað á vogarskálarnar til að viðhalda dýnamíkinni,“ segir Óskar.
Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Návígi Tengdar fréttir Reiddist Guðjóni og hætti í landsliðinu: „Þér er ekki fyrirgefið fyrir svona“ „Ég tók heimskulega ákvörðun og þurfti bara að díla við afleiðingarnar,“ segir Bjarki Gunnlaugsson um það þegar hann reiddist Guðjóni Þórðarsyni, þáverandi landsliðsþjálfara, og hætti í landsliðinu í fótbolta. 5. júní 2025 14:17 Arnar sá Souness slást við leikmenn sína: „Voru allir skíthræddir við hann“ Arnar Grétarsson var aðeins 17 ára gamall þegar skoska stórveldið Rangers, með „hrottann“ Graeme Souness sem spilandi þjálfara, keypti hann til sín árið 1989. Óhætt er að segja að Arnar hafi fengið að kynnast, tja, einstökum manni í Souness. 6. júní 2025 12:03 Bjarki var næstum því farinn í Val áður en gullöld ÍA hófst Sumarið 2009 lék Bjarki Gunnlaugsson einn leik með Val. Litlu munaði að hann færi til félagsins fyrir tímabilið 1991, þegar gullöld ÍA á 10. áratug síðustu aldar hófst, eftir að hafa lent upp á kant við Guðjón Þórðarson, nýráðinn þjálfara ÍA. 30. maí 2025 09:03 Návígi með Gulla Jóns: Aukaefni úr A&B og meira til Dagskrárgerðarmaðurinn Gunnlaugur Jónsson situr ekki auðum höndum. Nýverið lauk sýningum á heimildaþáttaröð hans, A&B, um tvíburana Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni en hann hefur nú unnið hlaðvarp í tengslum við þá þætti. Fyrsti þátturinn fer í loftið á morgun. 29. maí 2025 09:32 Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum Sjá meira
Reiddist Guðjóni og hætti í landsliðinu: „Þér er ekki fyrirgefið fyrir svona“ „Ég tók heimskulega ákvörðun og þurfti bara að díla við afleiðingarnar,“ segir Bjarki Gunnlaugsson um það þegar hann reiddist Guðjóni Þórðarsyni, þáverandi landsliðsþjálfara, og hætti í landsliðinu í fótbolta. 5. júní 2025 14:17
Arnar sá Souness slást við leikmenn sína: „Voru allir skíthræddir við hann“ Arnar Grétarsson var aðeins 17 ára gamall þegar skoska stórveldið Rangers, með „hrottann“ Graeme Souness sem spilandi þjálfara, keypti hann til sín árið 1989. Óhætt er að segja að Arnar hafi fengið að kynnast, tja, einstökum manni í Souness. 6. júní 2025 12:03
Bjarki var næstum því farinn í Val áður en gullöld ÍA hófst Sumarið 2009 lék Bjarki Gunnlaugsson einn leik með Val. Litlu munaði að hann færi til félagsins fyrir tímabilið 1991, þegar gullöld ÍA á 10. áratug síðustu aldar hófst, eftir að hafa lent upp á kant við Guðjón Þórðarson, nýráðinn þjálfara ÍA. 30. maí 2025 09:03
Návígi með Gulla Jóns: Aukaefni úr A&B og meira til Dagskrárgerðarmaðurinn Gunnlaugur Jónsson situr ekki auðum höndum. Nýverið lauk sýningum á heimildaþáttaröð hans, A&B, um tvíburana Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni en hann hefur nú unnið hlaðvarp í tengslum við þá þætti. Fyrsti þátturinn fer í loftið á morgun. 29. maí 2025 09:32
Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn