Kvenréttindadagur: „Baráttan er ekki búin“ Auðun Georg Ólafsson skrifar 19. júní 2025 12:03 Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Kvenréttindafélags Íslands, segir að þó í dag séu konur á meðal æðstu embættismanna þjóðarinnar sé ennþá langt í land í réttindabaráttunni. Aðsend Það verður margt um að vera í miðborginni í dag, 19. júní, en á þessum sögulega degi eru 110 ár síðan íslenskar konur 40 ára og eldri fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Kona þyrfti að vera forsætisráðherra til ársins 2080 til að jafna kynjahlutfallið í því starfi, að sögn framkvæmdastýru Kvenréttindafélags Íslands. Dagskráin hefst klukkan fjögur þegar Sanna Magdalena Mörtudóttir, forseti borgarstjórnar, leggur blómsveig frá Reykvíkingum að leiði baráttukonunnar Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í Hólavallagarði í tilefni kvenréttindadagsins. Borgarsögusafn býður upp á fræðslugöngu um söguslóðir kvenna í miðbæ Reykjavíkur og svo verða stórtónleikar í Hljómskálagarði sem hefjast klukkan 19 þar sem verður mikið stuð sem endar á fjöldasöng. Á meðal þeirra sem þar koma fram eru Bríet, Reykjavíkurdætur og Heimilstónar. Kona þyrfti að vera forsætisráðherra til 2080 Bríet Bjarnhéðinsdóttur átti ríkan þátt í að koma á réttarbótum konum til handa og efla þannig lýðræðissamfélagið í heild sinni. Hún var stofnandi Kvenréttindafélags Íslands árið 1907 og var fyrsti formaður félagsins frá stofnun allt til ársins 1928. Félagið er með elstu félagasamtökum landsins og vinnur að kvenréttindum og jafnri stöðu allra kynja á öllum sviðum samfélagsins. Auður Önnu Magnúsdóttir, núverandi framkvæmdastjóri félagsins segir að þó í dag séu konur á meðal æðstu embættismanna þjóðarinnar sé ennþá langt í land í réttindabaráttunni. „Baráttan er ekki búin. Við megum ekki gleyma að það er mjög stutt síðan að konur fóru yfir 15% þingmanna á Alþingi þannig að nú erum við bara að skoða einstakt augnablik í sögunni. Ef við ætluðum að skoða þetta frá lýðveldisstofnun og við vildum hafa jafnvægi á að við værum með konu og karl sem forsætisráðherra, sem dæmi, þá þyrfti kona að gegna því embætti til ársins 2080 eða þar um bil,“ segir Auður. Fyrir hverju væri Bríet Bjarnhéðinsdóttir að berjast fyrir í dag? „Hún væri örugglega að berjast gegn kynbundnu ofbeldi. Það er mjög skrítið að í löndum þar sem jafnrétti er mikið eins og á Íslandi að þá virðist kynbundið ofbeldi ekki vera á undanhaldi. Síðan væri hún að berjast fyrir því að verk kvenna, launuð og ólaunuð störf, væru metin að verðleikum með sanngjörnum launum.“ Dagskrá Kvenréttindadags í Reykjavík Bríetar minnst – falleg minningarathöfn í Hólavallagarði klukkan 16:00 Sanna Magdalena Mörtudóttir, forseti borgarstjórnar, leggur blómsveig frá Reykvíkingum að leiði baráttukonunnar Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í Hólavallagarði í tilefni kvenréttindadagsins. Hallveigarstaðir – fyrirpartý og útgáfuhóf Kvenréttindafélag Íslands verður með fyrirpartý og útgáfuhóf á Hallveigarstöðum tilefni dagsins sem hefst klukkan 17:00. Kvennafélögin sem eiga Hallveigarstaði, Kvenréttindafélag Íslands, Kvenfélagasamband Íslands og Bandalag kvenna í Reykjavík bjóða upp á kaffi, kleinur og léttar veigar. Á sama tíma verður fagnað 74. útgáfu tímaritsins 19. júní. Kvennavaka - Stórtónleikar í Hljómskálagarði Kvennaár býður konum og kvárum til Kvennavöku í Hljómskálagarði í kvöld, kvenréttindadaginn 19. júní 2025. Kvennavaka er í senn stórtónleikar, samkomustaður og frí frá amstri dagsins. Tónleikarnir hefjast klukkan 19:00 og fram koma Bríet, Reykjavíkurdætur, Heimilistónar, Countess Malaise og Mammaðín. Matarvagnar verða á staðnum. Saga kvenna – fræðslugöngur og bíó Borgarsögusafn býður upp á fræðslugöngu um söguslóðir kvenna í miðbæ Reykjavíkur. Kristín Svava Tómasdóttir, sagnfræðingur og rithöfundur, mun leiða göngufólk. Stoppað verður á völdum stöðum og greint frá mörgum merkum þáttum í sögu kvenna í Reykjavík. Í Hólavallagarði verður boðið upp á sögugöngu þar sem skoðuð verður birtingamynd kvenna í kirkjugarði í tilefni af baráttudegi kvenna. Gönguna leiðir Heimir Janusarson umsjónarmaður Hólavallagarðs. Í Bíó Paradís verður heimildarmyndin „Dagurinn sem Ísland stöðvaðist“eftir Pamelu Hogan og Hrafnhildi Gunnarsdóttur sýnd í tilefni Kvennaárs 2025. Sýningin hefst klukkan 19:00 og mun Hrafnhildur Gunnarsdóttir, framleiðandi segja frá gerð myndarinnar. Mannréttindi Reykjavík Jafnréttismál Kvenréttindadagurinn Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Sjá meira
Dagskráin hefst klukkan fjögur þegar Sanna Magdalena Mörtudóttir, forseti borgarstjórnar, leggur blómsveig frá Reykvíkingum að leiði baráttukonunnar Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í Hólavallagarði í tilefni kvenréttindadagsins. Borgarsögusafn býður upp á fræðslugöngu um söguslóðir kvenna í miðbæ Reykjavíkur og svo verða stórtónleikar í Hljómskálagarði sem hefjast klukkan 19 þar sem verður mikið stuð sem endar á fjöldasöng. Á meðal þeirra sem þar koma fram eru Bríet, Reykjavíkurdætur og Heimilstónar. Kona þyrfti að vera forsætisráðherra til 2080 Bríet Bjarnhéðinsdóttur átti ríkan þátt í að koma á réttarbótum konum til handa og efla þannig lýðræðissamfélagið í heild sinni. Hún var stofnandi Kvenréttindafélags Íslands árið 1907 og var fyrsti formaður félagsins frá stofnun allt til ársins 1928. Félagið er með elstu félagasamtökum landsins og vinnur að kvenréttindum og jafnri stöðu allra kynja á öllum sviðum samfélagsins. Auður Önnu Magnúsdóttir, núverandi framkvæmdastjóri félagsins segir að þó í dag séu konur á meðal æðstu embættismanna þjóðarinnar sé ennþá langt í land í réttindabaráttunni. „Baráttan er ekki búin. Við megum ekki gleyma að það er mjög stutt síðan að konur fóru yfir 15% þingmanna á Alþingi þannig að nú erum við bara að skoða einstakt augnablik í sögunni. Ef við ætluðum að skoða þetta frá lýðveldisstofnun og við vildum hafa jafnvægi á að við værum með konu og karl sem forsætisráðherra, sem dæmi, þá þyrfti kona að gegna því embætti til ársins 2080 eða þar um bil,“ segir Auður. Fyrir hverju væri Bríet Bjarnhéðinsdóttir að berjast fyrir í dag? „Hún væri örugglega að berjast gegn kynbundnu ofbeldi. Það er mjög skrítið að í löndum þar sem jafnrétti er mikið eins og á Íslandi að þá virðist kynbundið ofbeldi ekki vera á undanhaldi. Síðan væri hún að berjast fyrir því að verk kvenna, launuð og ólaunuð störf, væru metin að verðleikum með sanngjörnum launum.“ Dagskrá Kvenréttindadags í Reykjavík Bríetar minnst – falleg minningarathöfn í Hólavallagarði klukkan 16:00 Sanna Magdalena Mörtudóttir, forseti borgarstjórnar, leggur blómsveig frá Reykvíkingum að leiði baráttukonunnar Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í Hólavallagarði í tilefni kvenréttindadagsins. Hallveigarstaðir – fyrirpartý og útgáfuhóf Kvenréttindafélag Íslands verður með fyrirpartý og útgáfuhóf á Hallveigarstöðum tilefni dagsins sem hefst klukkan 17:00. Kvennafélögin sem eiga Hallveigarstaði, Kvenréttindafélag Íslands, Kvenfélagasamband Íslands og Bandalag kvenna í Reykjavík bjóða upp á kaffi, kleinur og léttar veigar. Á sama tíma verður fagnað 74. útgáfu tímaritsins 19. júní. Kvennavaka - Stórtónleikar í Hljómskálagarði Kvennaár býður konum og kvárum til Kvennavöku í Hljómskálagarði í kvöld, kvenréttindadaginn 19. júní 2025. Kvennavaka er í senn stórtónleikar, samkomustaður og frí frá amstri dagsins. Tónleikarnir hefjast klukkan 19:00 og fram koma Bríet, Reykjavíkurdætur, Heimilistónar, Countess Malaise og Mammaðín. Matarvagnar verða á staðnum. Saga kvenna – fræðslugöngur og bíó Borgarsögusafn býður upp á fræðslugöngu um söguslóðir kvenna í miðbæ Reykjavíkur. Kristín Svava Tómasdóttir, sagnfræðingur og rithöfundur, mun leiða göngufólk. Stoppað verður á völdum stöðum og greint frá mörgum merkum þáttum í sögu kvenna í Reykjavík. Í Hólavallagarði verður boðið upp á sögugöngu þar sem skoðuð verður birtingamynd kvenna í kirkjugarði í tilefni af baráttudegi kvenna. Gönguna leiðir Heimir Janusarson umsjónarmaður Hólavallagarðs. Í Bíó Paradís verður heimildarmyndin „Dagurinn sem Ísland stöðvaðist“eftir Pamelu Hogan og Hrafnhildi Gunnarsdóttur sýnd í tilefni Kvennaárs 2025. Sýningin hefst klukkan 19:00 og mun Hrafnhildur Gunnarsdóttir, framleiðandi segja frá gerð myndarinnar.
Mannréttindi Reykjavík Jafnréttismál Kvenréttindadagurinn Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Sjá meira