Ein bílferð jafngildi tuttugu þúsund mótorhjólaferðum Oddur Ævar Gunnarsson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 19. júní 2025 19:48 Bifhjólafólk fjölmennti á samstöðufund í Kópavogi fyrr í kvöld. Vísir Mótorhjólafólk mætti til samstöðufundar í kvöld vegna frumvarps fjármálaráðherra um kílómetragjald. Talsmaður bifhjólasamtakanna Sniglanna segist ekki skilja hvers vegna ráðherra hlusti ekki á málflutning samtakanna. Nýjustu breytingar efnahags- og viðskiptanefndar á frumvarpinu eru þær að mótorhjólaeigendur greiða sama kílómetragjald og eigendur bíla undir 3,5 tonnum. Formönnum bæði Rafbílasambands Íslands og Sniglanna, sem sendu inn umsögn, finnst lítið hafa verið tekið mark á sér. Þorgerður Guðmundsdóttir formaður Sniglanna var meðal þátttakenda á mótmælunum í kvöld. Hún segir að ekki hafi verið hlustað umsagnir samtakanna þegar breytingarnar voru gerðar. Félagið hafi sent inn umsögn í samráðsgátt vegna frumvarpsins en þeim enginn gaumur gefinn. Njáll Gunnlaugsson, varamaður í stjórn Sniglanna, tekur í sama streng. „Við skulum átta okkur á því að ein ferð á bíl jafngildir tuttugu þúsund ferðum á mótorhjóli, sama slit. Það sem við lögðum til, 1,7 króna, er samt eins og þrjú þúsund ferðir. Þannig að við erum til í að borga margfalt á við aðra en okkur finnst ekki vera hlustað á þessi rök og við skiljum það ekki. “ Fjármálaráðherra rökstuddi breytingarnar þannig að fyrsta gjaldbilið, sem nær til ökutækja allt að 3.500 kílóum verði ekki minnkað þar sem munurinn á sliti vega frá þeim sé óverulegur. Þá séu viðgerðir vegna slits ekki aðalútgjöldin til vegamála. Fleira þurfi að taka inn í reikninginn, svo sem kostnaður við að leggja veginn, sinna löggæslu og halda honum opnum yfir vetrartímann. Njáll gefur sem fyrr lítið fyrir þessi rök. „Okkur finnst þetta bara mjög skrítin umræða þegar við erum að reyna að koma með skynsamleg rök í þessu máli,“ segir Njáll og bætir við að samtökin muni halda áfram að mótmæla breytingunum. Kílómetragjald Bifhjól Skattar og tollar Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Fleiri fréttir Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Sjá meira
Nýjustu breytingar efnahags- og viðskiptanefndar á frumvarpinu eru þær að mótorhjólaeigendur greiða sama kílómetragjald og eigendur bíla undir 3,5 tonnum. Formönnum bæði Rafbílasambands Íslands og Sniglanna, sem sendu inn umsögn, finnst lítið hafa verið tekið mark á sér. Þorgerður Guðmundsdóttir formaður Sniglanna var meðal þátttakenda á mótmælunum í kvöld. Hún segir að ekki hafi verið hlustað umsagnir samtakanna þegar breytingarnar voru gerðar. Félagið hafi sent inn umsögn í samráðsgátt vegna frumvarpsins en þeim enginn gaumur gefinn. Njáll Gunnlaugsson, varamaður í stjórn Sniglanna, tekur í sama streng. „Við skulum átta okkur á því að ein ferð á bíl jafngildir tuttugu þúsund ferðum á mótorhjóli, sama slit. Það sem við lögðum til, 1,7 króna, er samt eins og þrjú þúsund ferðir. Þannig að við erum til í að borga margfalt á við aðra en okkur finnst ekki vera hlustað á þessi rök og við skiljum það ekki. “ Fjármálaráðherra rökstuddi breytingarnar þannig að fyrsta gjaldbilið, sem nær til ökutækja allt að 3.500 kílóum verði ekki minnkað þar sem munurinn á sliti vega frá þeim sé óverulegur. Þá séu viðgerðir vegna slits ekki aðalútgjöldin til vegamála. Fleira þurfi að taka inn í reikninginn, svo sem kostnaður við að leggja veginn, sinna löggæslu og halda honum opnum yfir vetrartímann. Njáll gefur sem fyrr lítið fyrir þessi rök. „Okkur finnst þetta bara mjög skrítin umræða þegar við erum að reyna að koma með skynsamleg rök í þessu máli,“ segir Njáll og bætir við að samtökin muni halda áfram að mótmæla breytingunum.
Kílómetragjald Bifhjól Skattar og tollar Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Fleiri fréttir Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Sjá meira