Um níu þúsund umsóknir í Háskóla Íslands Lovísa Arnardóttir skrifar 20. júní 2025 10:00 Mikil fjölgun var meðal umsókna í leikskólakennarafræði í Háskóla Íslands. Einnig fjölgaði umsóknum í lögfræði, hagfræði, næringarfræði og íslensku sem annað mál. Vísir/Anton Brink Rúmlega níu þúsund umsóknir bárust í grunn- og framhaldsnám í Háskóla Ísland. Í tilkynningu segir að fjölgun hafi verið í umsóknum í lögfræði, hagfræði, næringarfræði, tungumálum og leikskólakennarafræði. Íslenska sem annað mál áfram með flestar umsóknir. Í tilkynningu kemur fram að háskólanum hafi borist nærri 5.100 umsóknir um grunnnám og tæplega 4.000 um framhaldsnám fyrir komandi skólaár. Af þeim eru yfir 600 umsóknir um nýja tegund háskólanáms á framhaldsstigi, örnám, sem ætlað er að mæta kröfum fólks í atvinnulífi sem vill bæta við sig þekkingu á afmörkuðu sviði. Umsóknir um grunnnám í ár eru eilítið fleiri en í fyrra en þess skal getið að umsóknum á því námsstigi fjölgaði um tíu prósent í fyrra. Umsóknir um framhaldsnám eru hins vegar aðeins færri en í fyrra en á pari við árið 2023. „Háskóli Íslands er með mesta og breiðasta námsframboð háskóla á Íslandi, námsframboð sem greinilega fellur framtíðarnemendum okkar vel. Í þessu sambandi er verulega ánægjulegt að sjá að hin mikla fjölgun umsókna í fyrra heldur sér í ár. Við hlökkum mikið til að taka við stórum hópi nýnema í haust,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. Flestar umsóknir á Hugvísindasviði Í tilkynningu Háskólans kemur fram að flestar umsóknir hafi verið á Hugvísindasviði þar sem þær voru rúmlega 1.500. Þar er nám í íslensku sem öðru máli og svokallaðri íslenskustoð langvinsælast en samanlagt eru umsóknir um það nám tæplega 800, ýmist í BA-nám eða styttra hagnýtt nám í greinunum. Félagsvísindasviði barst 961 umsókn og líkt og oftast áður eru flestar umsóknir um viðskiptafræði eða 330. Umsóknir um nám við Lagadeild eru um 200 og fjölgar um rúmlega fjórðung milli ára. Þá eru umsóknir um nám í hagfræði nærri 130 og fjölgar um rúmlega þriðjung milli ára. Enn fremur stefna um 120 á nám í félagsráðgjöf og um 60 hyggja á nám í félagsfræði. Á Heilbrigðisvísindasviði voru umsóknirnar nærri 1.200. Þar er læknisfræði vinsælasta námsleiðin en ríflega 270 skráðu sig í inntökupróf sem fór fram dagana 5. og 6. júní. Sjötíu og fimm nemendur verða teknir inn í námið líkt og í fyrra. Umsækjendur um nám í sjúkraþjálfunarfræði voru rúmlega 90 en þar verða 40 teknir inn eftir yfirferð inntökuprófa. Það er sami fjöldi og tekinn er inn í tannlæknisfræði næsta haust en þar sóttu 55 um að þreyta inntökupróf. Umsóknir um nám í sálfræði reyndust nærri 260 og 180 sóttu um nám í hjúkrunarfræði. Auk þessu bárust um 60 umsóknir um nám í heilbrigðisgagnafræði, örlítið færri í lífeindafræði og tæplega 50 umsóknir í næringarfræði, sem er rúmlega 60 prósent fjölgun milli ára. Þá hyggja um 40 á nám í lyfjafræði. 36 prósenta fjölgun í umsókna í leikskólakennarafræði Umsóknir á Menntavísindasviði reyndust rúmlega 830 og fjölgar um sjö prósent milli ára. Um 220 sækja um nám á námsleiðum sem tengjast grunnskólakennslu og tæplega 100 hyggja á nám í leikskólakennarafræði, sem er 38 prósent fjölgun umsókna á milli ára. Þá ætla rúmlega 220 í alþjóðlegt nám í menntunarfræði og rúmlega 100 í nám í þroskaþjálfafræði. Umsóknir um námsleiðir í uppeldis- og menntunarfræði eru enn fremur nærri 70 og rúmlega 60 sækja um nám í íþrótta- og heilsufræði. Verkfræði- og náttúruvísindasviði bárust rúmlega 600 umsóknir. Í tölvunarfræði eru þær rúmlega 120 og næri 300 stefna á nám í einhverjum af námsleiðum skólans í verkfræði. Nærri 50 manns sækja um þrjár námsleiðir skólans á sviði stærðfræði og stærðfræðimenntunar, um 40 vilja hefja nám í líffræði, tæplega 30 í lífefna- og sameindalíffræði og um 25 í ferðamálafræði og landfræði. Umsóknir um framhaldsnám við Háskóla Íslands, annað en doktorsnám, reyndust rúmlega 3.800. Nærri 1.400 þeirra bárust Félagsvísindasviði og um 850 Menntavísindasviði sem eru þau fræðasvið sem fá flestar umsóknir. Enn fremur bárust 455 umsóknir um námsleiðir innan þverfræðilegs framhaldsnáms við Háskóla Íslands, flestar í námsleiðir tengdar menntun framhaldsskólakennara eða tæplega 140. Nærri 90 umsóknir bárust um alþjóðlegt nám í umhverfis- og auðlindafræði og enn fremur 48 umsóknir um nám í iðnaðarlíftækni, 50% fleiri en í fyrra, en HÍ býður upp á þá námsleið í samstarfi við Alvotech sem er með höfuðstöðvar í landi Vísindagarða skólans. Litlu færri sækja um nám í lýðheilsuvísindum eða rúmlega 40. Meðal umsókna um framhaldsnám eru tæplega 640 umsóknir um örnám í fjölbreyttum greinum við Háskóla Íslands. Þessu til viðbótar hafa samkvæmt tilkynningu háskólans borist 134 umsóknir um doktorsnám á árinu. Skóla- og menntamál Háskólar Reykjavík Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira
Í tilkynningu kemur fram að háskólanum hafi borist nærri 5.100 umsóknir um grunnnám og tæplega 4.000 um framhaldsnám fyrir komandi skólaár. Af þeim eru yfir 600 umsóknir um nýja tegund háskólanáms á framhaldsstigi, örnám, sem ætlað er að mæta kröfum fólks í atvinnulífi sem vill bæta við sig þekkingu á afmörkuðu sviði. Umsóknir um grunnnám í ár eru eilítið fleiri en í fyrra en þess skal getið að umsóknum á því námsstigi fjölgaði um tíu prósent í fyrra. Umsóknir um framhaldsnám eru hins vegar aðeins færri en í fyrra en á pari við árið 2023. „Háskóli Íslands er með mesta og breiðasta námsframboð háskóla á Íslandi, námsframboð sem greinilega fellur framtíðarnemendum okkar vel. Í þessu sambandi er verulega ánægjulegt að sjá að hin mikla fjölgun umsókna í fyrra heldur sér í ár. Við hlökkum mikið til að taka við stórum hópi nýnema í haust,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. Flestar umsóknir á Hugvísindasviði Í tilkynningu Háskólans kemur fram að flestar umsóknir hafi verið á Hugvísindasviði þar sem þær voru rúmlega 1.500. Þar er nám í íslensku sem öðru máli og svokallaðri íslenskustoð langvinsælast en samanlagt eru umsóknir um það nám tæplega 800, ýmist í BA-nám eða styttra hagnýtt nám í greinunum. Félagsvísindasviði barst 961 umsókn og líkt og oftast áður eru flestar umsóknir um viðskiptafræði eða 330. Umsóknir um nám við Lagadeild eru um 200 og fjölgar um rúmlega fjórðung milli ára. Þá eru umsóknir um nám í hagfræði nærri 130 og fjölgar um rúmlega þriðjung milli ára. Enn fremur stefna um 120 á nám í félagsráðgjöf og um 60 hyggja á nám í félagsfræði. Á Heilbrigðisvísindasviði voru umsóknirnar nærri 1.200. Þar er læknisfræði vinsælasta námsleiðin en ríflega 270 skráðu sig í inntökupróf sem fór fram dagana 5. og 6. júní. Sjötíu og fimm nemendur verða teknir inn í námið líkt og í fyrra. Umsækjendur um nám í sjúkraþjálfunarfræði voru rúmlega 90 en þar verða 40 teknir inn eftir yfirferð inntökuprófa. Það er sami fjöldi og tekinn er inn í tannlæknisfræði næsta haust en þar sóttu 55 um að þreyta inntökupróf. Umsóknir um nám í sálfræði reyndust nærri 260 og 180 sóttu um nám í hjúkrunarfræði. Auk þessu bárust um 60 umsóknir um nám í heilbrigðisgagnafræði, örlítið færri í lífeindafræði og tæplega 50 umsóknir í næringarfræði, sem er rúmlega 60 prósent fjölgun milli ára. Þá hyggja um 40 á nám í lyfjafræði. 36 prósenta fjölgun í umsókna í leikskólakennarafræði Umsóknir á Menntavísindasviði reyndust rúmlega 830 og fjölgar um sjö prósent milli ára. Um 220 sækja um nám á námsleiðum sem tengjast grunnskólakennslu og tæplega 100 hyggja á nám í leikskólakennarafræði, sem er 38 prósent fjölgun umsókna á milli ára. Þá ætla rúmlega 220 í alþjóðlegt nám í menntunarfræði og rúmlega 100 í nám í þroskaþjálfafræði. Umsóknir um námsleiðir í uppeldis- og menntunarfræði eru enn fremur nærri 70 og rúmlega 60 sækja um nám í íþrótta- og heilsufræði. Verkfræði- og náttúruvísindasviði bárust rúmlega 600 umsóknir. Í tölvunarfræði eru þær rúmlega 120 og næri 300 stefna á nám í einhverjum af námsleiðum skólans í verkfræði. Nærri 50 manns sækja um þrjár námsleiðir skólans á sviði stærðfræði og stærðfræðimenntunar, um 40 vilja hefja nám í líffræði, tæplega 30 í lífefna- og sameindalíffræði og um 25 í ferðamálafræði og landfræði. Umsóknir um framhaldsnám við Háskóla Íslands, annað en doktorsnám, reyndust rúmlega 3.800. Nærri 1.400 þeirra bárust Félagsvísindasviði og um 850 Menntavísindasviði sem eru þau fræðasvið sem fá flestar umsóknir. Enn fremur bárust 455 umsóknir um námsleiðir innan þverfræðilegs framhaldsnáms við Háskóla Íslands, flestar í námsleiðir tengdar menntun framhaldsskólakennara eða tæplega 140. Nærri 90 umsóknir bárust um alþjóðlegt nám í umhverfis- og auðlindafræði og enn fremur 48 umsóknir um nám í iðnaðarlíftækni, 50% fleiri en í fyrra, en HÍ býður upp á þá námsleið í samstarfi við Alvotech sem er með höfuðstöðvar í landi Vísindagarða skólans. Litlu færri sækja um nám í lýðheilsuvísindum eða rúmlega 40. Meðal umsókna um framhaldsnám eru tæplega 640 umsóknir um örnám í fjölbreyttum greinum við Háskóla Íslands. Þessu til viðbótar hafa samkvæmt tilkynningu háskólans borist 134 umsóknir um doktorsnám á árinu.
Skóla- og menntamál Háskólar Reykjavík Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira