Hörður Svavarsson er látinn Árni Sæberg skrifar 20. júní 2025 16:25 Hörður Svavarsson er látinn, 65 ára að aldri. Hörður Svavarsson, leikskólastjóri Aðalþings, lést á krabbameinsdeild Landspítalans 19. júní síðastliðinn eftir skamma sjúkrahúslegu, 65 ára að aldri. Þetta segir í dánartilkynningu sem send er fyrir hönd aðstandenda Harðar. Hörður fæddist 15. janúar 1960 í Reykjavík. Foreldrar hans voru þau Svavar Gests hljóðfæraleikari og María Steingrímsdóttir húsmóðir. Hörður ólst upp í Reykjavík en hefur búið í Hafnarfirði á þriðja áratug með konu sinni Díönu Sigurðardóttur. Saman eiga þau dótturina Guðrúnu Eddu Min, en einnig á Hörður dótturina Maríu Eldey. Þá ólst upp hjá Herði sonur Díönu, Pétur Ágúst Hjörleifsson, en einnig á Hörður uppeldisdótturina Margréti Heiði Jóhannsdóttur. Systkini Harðar eru þau Hjördís, Gunnar, Máni og Nökkvi og Bryndís sem er látin. Hörður gekk í Ísaksskóla, síðar í Hlíðaskóla, en lauk námi við Fósturskóla Íslands. Hörður lauk síðar meistaranámi frá Háskóla Íslands í menntavísindum, en lokaverkefni hans var um rými barna í leikskólum. Fjölmargir, á alþjóðavísu, sóttust eftir umfjöllun um niðurstöður rannsóknarinnar „Börnin í veggjunum“. Hörður starfaði um árabil í leikskólum í Reykjavík en hóf síðar útgáfustarf á tímaritinu Uppeldi auk smárita um uppeldismál og starfaði við það fram yfir aldamótin. Þá hóf Hörður störf sem meðferðar- og vímuefnaráðgjafi hjá SÁÁ m.a. á Staðarfelli á Fellsströnd. Hörður hóf störf sem leikskólastjóri í Aðalþingi í Kópavogi fyrir nær 15 árum en leikskólinn Aðalþing er rekinn í anda hugmyndafræði Loris Malaguzzi, oftast kennd við bæinn Reggio Emilia á Ítalíu. Hörður hefur haldið víða erindi og fyrirlestra, hérlendis sem erlendis, á ráðstefnum um hugmyndafræðina. Þá hlaut Aðalþing Íslensku menntaverðlaunin 2021, Orðsporið 2022 og nýlega hlaut Aðalþing veglegan styrk til að þróa nýtt innra matskerfi sem nýtir gervigreind. Allt þetta var hugarfóstur Harðar í leik og starfi. Hörður var lengi vel formaður Íslenskrar ættleiðingar svo og formaður fimleikafélagsins Bjarkar í Hafnarfirði. Þá sat hann í forvarnarnefnd Hafnarfjarðar svo og í Fræðsluráði Hafnarfjarðar, var virkur félagi í FÁR, félagi Áfengis- og vímuefnaráðgjafa, auk þess að taka þátt í ýmsum öðrum félagsstörfum innan samfélags leikskólakennara. Andlát Leikskólar Skóla- og menntamál Kópavogur Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Þetta segir í dánartilkynningu sem send er fyrir hönd aðstandenda Harðar. Hörður fæddist 15. janúar 1960 í Reykjavík. Foreldrar hans voru þau Svavar Gests hljóðfæraleikari og María Steingrímsdóttir húsmóðir. Hörður ólst upp í Reykjavík en hefur búið í Hafnarfirði á þriðja áratug með konu sinni Díönu Sigurðardóttur. Saman eiga þau dótturina Guðrúnu Eddu Min, en einnig á Hörður dótturina Maríu Eldey. Þá ólst upp hjá Herði sonur Díönu, Pétur Ágúst Hjörleifsson, en einnig á Hörður uppeldisdótturina Margréti Heiði Jóhannsdóttur. Systkini Harðar eru þau Hjördís, Gunnar, Máni og Nökkvi og Bryndís sem er látin. Hörður gekk í Ísaksskóla, síðar í Hlíðaskóla, en lauk námi við Fósturskóla Íslands. Hörður lauk síðar meistaranámi frá Háskóla Íslands í menntavísindum, en lokaverkefni hans var um rými barna í leikskólum. Fjölmargir, á alþjóðavísu, sóttust eftir umfjöllun um niðurstöður rannsóknarinnar „Börnin í veggjunum“. Hörður starfaði um árabil í leikskólum í Reykjavík en hóf síðar útgáfustarf á tímaritinu Uppeldi auk smárita um uppeldismál og starfaði við það fram yfir aldamótin. Þá hóf Hörður störf sem meðferðar- og vímuefnaráðgjafi hjá SÁÁ m.a. á Staðarfelli á Fellsströnd. Hörður hóf störf sem leikskólastjóri í Aðalþingi í Kópavogi fyrir nær 15 árum en leikskólinn Aðalþing er rekinn í anda hugmyndafræði Loris Malaguzzi, oftast kennd við bæinn Reggio Emilia á Ítalíu. Hörður hefur haldið víða erindi og fyrirlestra, hérlendis sem erlendis, á ráðstefnum um hugmyndafræðina. Þá hlaut Aðalþing Íslensku menntaverðlaunin 2021, Orðsporið 2022 og nýlega hlaut Aðalþing veglegan styrk til að þróa nýtt innra matskerfi sem nýtir gervigreind. Allt þetta var hugarfóstur Harðar í leik og starfi. Hörður var lengi vel formaður Íslenskrar ættleiðingar svo og formaður fimleikafélagsins Bjarkar í Hafnarfirði. Þá sat hann í forvarnarnefnd Hafnarfjarðar svo og í Fræðsluráði Hafnarfjarðar, var virkur félagi í FÁR, félagi Áfengis- og vímuefnaráðgjafa, auk þess að taka þátt í ýmsum öðrum félagsstörfum innan samfélags leikskólakennara.
Andlát Leikskólar Skóla- og menntamál Kópavogur Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira