Samningur í höfn: „Búið að skemma ansi mikið fyrir okkur“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 21. júní 2025 12:10 Á ýmsu hefur gengið í viðræðum Aþenu og Reykjavíkurborgar undanfarnar vikur. Vísir/Anton Brink Menningar- og íþróttaráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í gær samning milli borgarinnar og íþróttafélagsins Aþenu, um styrk vegna íþróttastarfs. Samningurinn var samþykktur einróma. Þjálfari Aþenu segist sáttur að samningur sé í höfn en bras undanfarna mánaða hafi sett starfið í algjört uppnám. Frá samningnum er greint í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar. Þar segir að með nýja samningnum taki Reykjavíkurborg yfir rekstur mannvirkisins að Austurbergi 3 með áherslu á að samnýta aðstöðuna eins og kostur er samhliða því sem Aþena fær nægan fjölda tíma og aðstöðu til að efla sína starfsemi. Aþena og Reykjavíkurborg hafa undanfarnar vikur staðið í stappi vegna eftir að rekstrarsamningur félagsins við borgina rann út síðustu mánaðamót. Viðræður gengu illa og meðal annars efndi félagið til mótmæla vegna málsins. „Samningurinn undirstrikar sömuleiðis þá áherslu Reykjavíkurborgar að öll íþróttafélög í borginni fylgi mannréttindastefnu, jafnréttisstefnu og íþróttastefnu borgarinnar og gæti þess að stuðla að velferð, öryggi og farsæld barna í starfi sínu með börnum og ungmennum,“ segir jafnframt í tilkynningunni. Brynjar Karl Sigurðsson þjálfari Aþenu hefur áður gagnrýnt ummæli frá borginni þar sem gefið er í skyn að upp á slíkt vanti hjá félaginu. Fréttastofa náði tali af Brynjari eftir að greint var frá samningnum. „Við erum sátt að það sé komið samningur en það er búið að skemma ansi mikið fyrir í þessu starfi, sem er ömurlegt,“ segir Brynjar. Hann segir viðræðurnar, sem staðið hafa yfir í nokkrar vikur, hafa verið svo tímafrekar og valdið svo mikilli óvissu að allar áætlanir um starf félagsins hafi setið á hakanum. „Við er búin að missa þjálfara sem gátu ekki beðið eftir þessu starfsöryggisins vegna. Við misstum líka leikmenn, sem er slæmt af því að í vetur voru stelpur í meistaraflokki sem tóku stórt hlutverk í að þjálfa og virkja krakkana í hverfinu.“ Lið Aþenu spilar áfram í vetur. Vísir/Anton Brink Félagið hafi einnig haft fyrirætlanir um að stofna akademíu og halda námskeið í sumar. „Við vorum búin að undirbúa helling en nú var allt saman slegið út af borðinu. Svo ætluðum við að vera með ókeypis körfuboltaskóla í hverfinu, en það gekk ekki því við erum bara búin að vera að standa í þessu rugli.“ Þá minnist hann á hóp baráttuhertra sjálfboðaliða sem hafa þurft að starfa fyrir félagið í óvissu síðustu vikna. Í leið hafi hann sem fyrr þurft að styrkja félagið með eigin fjárframlögum. „Þetta er ógeðslega illa farið með tíma og peninga.“ Körfubolti Aþena Íþróttir barna Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir „Ef fram heldur sem horfir verður Aþena lögð niður í næstu viku“ Rekstrarsamningur íþróttafélagsins Aþenu við Reykjavíkurborg um notkun íþróttahúsnæðis rennur út í dag. Þjálfarinn Brynjar Karl Sigurðsson segir borgina ekki hafa neinn áhuga á að endurnýja samning við félagið sem verður að óbreyttu lagt niður í næstu viku. 31. maí 2025 16:11 Fundaði með borginni: „Hef upplifað ýmislegt en aldrei svona grimmd“ „Ég á ekki nógu sterk orð til að lýsa þessu. Ég hef upplifað ýmislegt en ég hef aldrei upplifað svona grimmd,“ segir Brynjar Karl Sigurðsson þjálfari Aþenu í samtali við fréttamann. Hann fundaði með fulltrúum íþrótta- og menningarsviðs Reykjavíkurborgar um framtíð Aþenu í dag. 2. júní 2025 23:01 Vilja að Aþena fylgi mannréttindastefnu borgarinnar Formaður menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar segir fundum ráðsins og körfuboltafélagsins Aþenu ekki lokið. Hann leggur til nýjan tvíhliða samning sem felur meðal annars í sér ákvæði um samskipti og að félagið fylgi mannréttindastefnu borgarinnar. 3. júní 2025 14:10 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Sjá meira
Frá samningnum er greint í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar. Þar segir að með nýja samningnum taki Reykjavíkurborg yfir rekstur mannvirkisins að Austurbergi 3 með áherslu á að samnýta aðstöðuna eins og kostur er samhliða því sem Aþena fær nægan fjölda tíma og aðstöðu til að efla sína starfsemi. Aþena og Reykjavíkurborg hafa undanfarnar vikur staðið í stappi vegna eftir að rekstrarsamningur félagsins við borgina rann út síðustu mánaðamót. Viðræður gengu illa og meðal annars efndi félagið til mótmæla vegna málsins. „Samningurinn undirstrikar sömuleiðis þá áherslu Reykjavíkurborgar að öll íþróttafélög í borginni fylgi mannréttindastefnu, jafnréttisstefnu og íþróttastefnu borgarinnar og gæti þess að stuðla að velferð, öryggi og farsæld barna í starfi sínu með börnum og ungmennum,“ segir jafnframt í tilkynningunni. Brynjar Karl Sigurðsson þjálfari Aþenu hefur áður gagnrýnt ummæli frá borginni þar sem gefið er í skyn að upp á slíkt vanti hjá félaginu. Fréttastofa náði tali af Brynjari eftir að greint var frá samningnum. „Við erum sátt að það sé komið samningur en það er búið að skemma ansi mikið fyrir í þessu starfi, sem er ömurlegt,“ segir Brynjar. Hann segir viðræðurnar, sem staðið hafa yfir í nokkrar vikur, hafa verið svo tímafrekar og valdið svo mikilli óvissu að allar áætlanir um starf félagsins hafi setið á hakanum. „Við er búin að missa þjálfara sem gátu ekki beðið eftir þessu starfsöryggisins vegna. Við misstum líka leikmenn, sem er slæmt af því að í vetur voru stelpur í meistaraflokki sem tóku stórt hlutverk í að þjálfa og virkja krakkana í hverfinu.“ Lið Aþenu spilar áfram í vetur. Vísir/Anton Brink Félagið hafi einnig haft fyrirætlanir um að stofna akademíu og halda námskeið í sumar. „Við vorum búin að undirbúa helling en nú var allt saman slegið út af borðinu. Svo ætluðum við að vera með ókeypis körfuboltaskóla í hverfinu, en það gekk ekki því við erum bara búin að vera að standa í þessu rugli.“ Þá minnist hann á hóp baráttuhertra sjálfboðaliða sem hafa þurft að starfa fyrir félagið í óvissu síðustu vikna. Í leið hafi hann sem fyrr þurft að styrkja félagið með eigin fjárframlögum. „Þetta er ógeðslega illa farið með tíma og peninga.“
Körfubolti Aþena Íþróttir barna Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir „Ef fram heldur sem horfir verður Aþena lögð niður í næstu viku“ Rekstrarsamningur íþróttafélagsins Aþenu við Reykjavíkurborg um notkun íþróttahúsnæðis rennur út í dag. Þjálfarinn Brynjar Karl Sigurðsson segir borgina ekki hafa neinn áhuga á að endurnýja samning við félagið sem verður að óbreyttu lagt niður í næstu viku. 31. maí 2025 16:11 Fundaði með borginni: „Hef upplifað ýmislegt en aldrei svona grimmd“ „Ég á ekki nógu sterk orð til að lýsa þessu. Ég hef upplifað ýmislegt en ég hef aldrei upplifað svona grimmd,“ segir Brynjar Karl Sigurðsson þjálfari Aþenu í samtali við fréttamann. Hann fundaði með fulltrúum íþrótta- og menningarsviðs Reykjavíkurborgar um framtíð Aþenu í dag. 2. júní 2025 23:01 Vilja að Aþena fylgi mannréttindastefnu borgarinnar Formaður menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar segir fundum ráðsins og körfuboltafélagsins Aþenu ekki lokið. Hann leggur til nýjan tvíhliða samning sem felur meðal annars í sér ákvæði um samskipti og að félagið fylgi mannréttindastefnu borgarinnar. 3. júní 2025 14:10 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Sjá meira
„Ef fram heldur sem horfir verður Aþena lögð niður í næstu viku“ Rekstrarsamningur íþróttafélagsins Aþenu við Reykjavíkurborg um notkun íþróttahúsnæðis rennur út í dag. Þjálfarinn Brynjar Karl Sigurðsson segir borgina ekki hafa neinn áhuga á að endurnýja samning við félagið sem verður að óbreyttu lagt niður í næstu viku. 31. maí 2025 16:11
Fundaði með borginni: „Hef upplifað ýmislegt en aldrei svona grimmd“ „Ég á ekki nógu sterk orð til að lýsa þessu. Ég hef upplifað ýmislegt en ég hef aldrei upplifað svona grimmd,“ segir Brynjar Karl Sigurðsson þjálfari Aþenu í samtali við fréttamann. Hann fundaði með fulltrúum íþrótta- og menningarsviðs Reykjavíkurborgar um framtíð Aþenu í dag. 2. júní 2025 23:01
Vilja að Aþena fylgi mannréttindastefnu borgarinnar Formaður menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar segir fundum ráðsins og körfuboltafélagsins Aþenu ekki lokið. Hann leggur til nýjan tvíhliða samning sem felur meðal annars í sér ákvæði um samskipti og að félagið fylgi mannréttindastefnu borgarinnar. 3. júní 2025 14:10