Krísa í Kattholti: Fólk losar sig við ketti á sumrin Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. júní 2025 13:00 Kattholt er nú yfirfullt af köttum. Vísir/Kristín Kattholt er þessa dagana yfirfullt af heimilislausum kisum og leita forsvarsmenn þess nú á náðir almennings um kattamat, kattasand og annað kattadót sem geti nýst við starfsemina. Rekstrarstýra segir fjöldann mega rekja til sumarsins en þá sé það algengara að eigendur losi sig við dýrin. Kattaathvarfið Kattholt sem um árabil hefur verið rekið í Árbænum í Reykjavík af Kattavinafélagi Íslands er nú yfirfullt af heimilislausum köttum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum þar sem jafnframt er óskað eftir öllum þeim kattamati, kattasandi og klórustaurum sem almenningur kunni að búa yfir. Ninja Dögg Torfadóttir rekstrarstýra Kattholts segir fjölda heimilislausra katta mega rekja til árstímans. „Núna er sumartíminn og því miður er það þannig að fólk er að ferðast og þetta er tíminn sem þau hafa ekki tíma fyrir dýrin sín og þetta er tími sem Kattholt fyllist yfirleitt. Núna er ástandið þannig að allur matur hjá okkur er að verða búinn og við erum að reyna eins og við getum að hugsa eins vel um kisurnar og hægt er og við þurfum smá hjálp, staðan er bara þannig, því miður.“ Ninja segir allan stuðning vel þeginn. „Kisurnar sem eru núna hjá okkur í athvarfinu eru flestallar kisur sem munu svo í framtíðinni leita sér að nýjum eigendum en eins og staðan er hjá okkur núna eru margar kisur sem eru mjög hræddar og þurfa meiri aðlögun. Við erum að vinna í því. Okkur vantar fósturheimili, okkur vantar líka bara sjálfboðaliða til að koma, höfum haft yndislega sjálfboðaliða sem koma og eru að tala við kisurnar, til þess að bara manna þær og til þess að þær fái tækifæri til þess að fara á heimili.“ Fjöldinn í Kattholti sé í takt við árstímann. „Það er eins og á sumrin sé bara fólk sem vilji, losa sig við dýrin, mér finnst leiðinlegt að segja það en það er bara þannig að þetta er bara tíminn sem fólk er önnum kafið og þá fara dýrin eitthvert annað, það er bara þannig, þau eru ekki númer eitt, tvö og þrjú oft.“ Kettir Gæludýr Dýr Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Kattaathvarfið Kattholt sem um árabil hefur verið rekið í Árbænum í Reykjavík af Kattavinafélagi Íslands er nú yfirfullt af heimilislausum köttum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum þar sem jafnframt er óskað eftir öllum þeim kattamati, kattasandi og klórustaurum sem almenningur kunni að búa yfir. Ninja Dögg Torfadóttir rekstrarstýra Kattholts segir fjölda heimilislausra katta mega rekja til árstímans. „Núna er sumartíminn og því miður er það þannig að fólk er að ferðast og þetta er tíminn sem þau hafa ekki tíma fyrir dýrin sín og þetta er tími sem Kattholt fyllist yfirleitt. Núna er ástandið þannig að allur matur hjá okkur er að verða búinn og við erum að reyna eins og við getum að hugsa eins vel um kisurnar og hægt er og við þurfum smá hjálp, staðan er bara þannig, því miður.“ Ninja segir allan stuðning vel þeginn. „Kisurnar sem eru núna hjá okkur í athvarfinu eru flestallar kisur sem munu svo í framtíðinni leita sér að nýjum eigendum en eins og staðan er hjá okkur núna eru margar kisur sem eru mjög hræddar og þurfa meiri aðlögun. Við erum að vinna í því. Okkur vantar fósturheimili, okkur vantar líka bara sjálfboðaliða til að koma, höfum haft yndislega sjálfboðaliða sem koma og eru að tala við kisurnar, til þess að bara manna þær og til þess að þær fái tækifæri til þess að fara á heimili.“ Fjöldinn í Kattholti sé í takt við árstímann. „Það er eins og á sumrin sé bara fólk sem vilji, losa sig við dýrin, mér finnst leiðinlegt að segja það en það er bara þannig að þetta er bara tíminn sem fólk er önnum kafið og þá fara dýrin eitthvert annað, það er bara þannig, þau eru ekki númer eitt, tvö og þrjú oft.“
Kettir Gæludýr Dýr Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira