Hélt fætinum, stöðvaði gjaldþrot félagsins og kom því fertugur í La Liga Sindri Sverrisson skrifar 22. júní 2025 12:26 Ef gærdagurinn var ekki tilefni fyrir koss þá er aldrei tilefni. Santi Cazorla og frú fögnuðu því vel að Real Oviedo fengi sæti í efstu deild Spánar eftir langa bið. Getty/Juan Manuel Serrano Hinn fertugi Santi Cazorla, fyrrverandi miðjumaður Arsenal, átti sinn þátt í því að koma uppeldisfélagi sínu Real Oviedo upp í efstu deild Spánar í gær, eftir 24 ára bið. Óttast var að ferli Cazorla, sem varð tvisvar Evrópumeistari með Spáni, væri lokið og að hann væri hreinlega heppinn að geta gengið eftir afar langvinn meiðsli fyrir átta árum. Hann meiddist í hásin og endaði á að fara í ellefu aðgerðir vegna meiðslanna, og einni aðgerðinni fylgdi sýking sem gerði að verkum að hætta var á að Cazorla myndi missa annan fótinn. Hann náði hins vegar með mikilli þrautseigju að halda ferlinum áfram, lék tvær leiktíðir með Villarreal á Spáni og svo þrjár með Al Sadd í Sádi-Arabíu áður en hann ákvað að ljúka ferlinum með Real Oviedo, félaginu sem hann kvaddi árið 2003 eftir að hafa alist þar upp. Santi Cazorla could have retired comfortably but instead chose to return to his boyhood club Real Oviedo at 38 on a minimum wage contract. Now 40, he's just helped guide them back to La Liga for the first time in 24 years, scoring in both the playoff semi-final and final 💙 pic.twitter.com/g0VVMMsgSG— Football on TNT Sports (@footballontnt) June 22, 2025 Oviedo endaði í 4. sæti næstefstu deildar Spánar í vetur en komst þar með í fjögurra liða umspil. Eftir að hafa slegið út Racing Santander mætti liðið Mirandés í úrslitaeinvígi og vann Mirandés fyrri leikinn 1-0. Í seinni leiknum í gær skoraði Cazorla úr vítaspyrnu og jafnaði metin í 1-1 í þeim leik. Oviedo komst svo í 2-1 snemma í seinni hálfleik og einvígið þar með jafnt. Framlengingu þurfti til að knýja fram úrslit og þar skoraði Oviedo undir lok fyrri hálfleiks það sem reyndist sigurmark einvígisins. Cazorla hefur ekki aðeins hjálpað Oviedo innan vallar því hann var í hópi stuðningsmanna sem keyptu hlut í félaginu fyrir rúmum áratug, til að bjarga því úr fjárhagsvandræðum. Spænski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Sjá meira
Óttast var að ferli Cazorla, sem varð tvisvar Evrópumeistari með Spáni, væri lokið og að hann væri hreinlega heppinn að geta gengið eftir afar langvinn meiðsli fyrir átta árum. Hann meiddist í hásin og endaði á að fara í ellefu aðgerðir vegna meiðslanna, og einni aðgerðinni fylgdi sýking sem gerði að verkum að hætta var á að Cazorla myndi missa annan fótinn. Hann náði hins vegar með mikilli þrautseigju að halda ferlinum áfram, lék tvær leiktíðir með Villarreal á Spáni og svo þrjár með Al Sadd í Sádi-Arabíu áður en hann ákvað að ljúka ferlinum með Real Oviedo, félaginu sem hann kvaddi árið 2003 eftir að hafa alist þar upp. Santi Cazorla could have retired comfortably but instead chose to return to his boyhood club Real Oviedo at 38 on a minimum wage contract. Now 40, he's just helped guide them back to La Liga for the first time in 24 years, scoring in both the playoff semi-final and final 💙 pic.twitter.com/g0VVMMsgSG— Football on TNT Sports (@footballontnt) June 22, 2025 Oviedo endaði í 4. sæti næstefstu deildar Spánar í vetur en komst þar með í fjögurra liða umspil. Eftir að hafa slegið út Racing Santander mætti liðið Mirandés í úrslitaeinvígi og vann Mirandés fyrri leikinn 1-0. Í seinni leiknum í gær skoraði Cazorla úr vítaspyrnu og jafnaði metin í 1-1 í þeim leik. Oviedo komst svo í 2-1 snemma í seinni hálfleik og einvígið þar með jafnt. Framlengingu þurfti til að knýja fram úrslit og þar skoraði Oviedo undir lok fyrri hálfleiks það sem reyndist sigurmark einvígisins. Cazorla hefur ekki aðeins hjálpað Oviedo innan vallar því hann var í hópi stuðningsmanna sem keyptu hlut í félaginu fyrir rúmum áratug, til að bjarga því úr fjárhagsvandræðum.
Spænski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Sjá meira