Fékk símtal á fimmtudaginn og komst að samkomulagi sólarhring síðar Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. júní 2025 14:01 Lárus Orri var ekki lengi að bregðast við þegar kallið kom frá uppeldisfélaginu ÍA. vísir / sigurjón Lárus Orri Sigurðsson var ráðinn þjálfari ÍA í gær eftir fremur stuttar samningaviðræður við stjórnarmenn félagsins. Hann tekur við uppeldisliðinu í erfiðri stöðu, á ærið verkefni fyrir höndum þar og segir blendnar tilfinningar fylgja því að kveðja samstarfsfélaga í Stúkunni. „Þetta kom þannig til að ég fékk símtal frá stjórnarmönnum á Akranesi á fimmtudagskvöldið, svo gekk þetta nokkuð hratt fyrir sig og sólarhring síðar komust við að samkomulagi, svo skrifaði ég undir á laugardag“ sagði Lárus í samtali við íþróttadeild. Erfitt gengi en öflugur leikmannahópur ÍA er í neðsta sæti deildarinnar með aðeins níu stig og átta töp eftir ellefu umferðir. „Það er búið að ganga erfiðlega, en það er mjög öflugur leikmannahópur þarna og öflugt starfsfólk í kringum þetta allt saman, þannig að vonandi náum við að bæta úr genginu“ sagði Lárus sem mun þó ekki standa á hliðarlínunni í leik kvöldsins gegn Stjörnunni. Hann ætlar að fylgjast með úr stúkunni og leyfa aðstoðarþjálfaranum Dean Martin að stýra leiknum sem hann hefur undirbúið alla vikuna. Albert enn að jafna sig Lárus tekur svo við að fullu hjá ÍA frá og með morgundeginum, og kveður á sama tíma starf sitt sem sérfræðingur Stúkunnar, umfjöllunarþáttar Bestu deildarinnar á Sýn Sport. „Það eru alveg blendnar tilfinningar. Búið að vera mjög gaman að starfa í Stúkunni, frábært fólk í kringum þetta og búið að vera mjög gaman undanfarin ár. Ég hlakka mikið til að horfa á þáttinn.“ Lárus hefur starfað sem sérfræðingur Stúkunnar og átt sérlega skemmtilegt samstarf með Alberti Brynjari Ingasyni.sýn sport / stúkan Átti Albert Brynjar, þinn besti vinur, erfitt með þetta? „Mjög svo, hann er ekki búinn að jafna sig ennþá. Ég held að hann sé bara heima að sleikja sárin“ sagði Lárus léttur að lokum. Nánar verður rætt við Lárus í Sportpakka Sýnar að loknum kvöldfréttum. Leikur ÍA og Stjörnunnar er svo í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland klukkan korter yfir sjö. Besta deild karla ÍA Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
„Þetta kom þannig til að ég fékk símtal frá stjórnarmönnum á Akranesi á fimmtudagskvöldið, svo gekk þetta nokkuð hratt fyrir sig og sólarhring síðar komust við að samkomulagi, svo skrifaði ég undir á laugardag“ sagði Lárus í samtali við íþróttadeild. Erfitt gengi en öflugur leikmannahópur ÍA er í neðsta sæti deildarinnar með aðeins níu stig og átta töp eftir ellefu umferðir. „Það er búið að ganga erfiðlega, en það er mjög öflugur leikmannahópur þarna og öflugt starfsfólk í kringum þetta allt saman, þannig að vonandi náum við að bæta úr genginu“ sagði Lárus sem mun þó ekki standa á hliðarlínunni í leik kvöldsins gegn Stjörnunni. Hann ætlar að fylgjast með úr stúkunni og leyfa aðstoðarþjálfaranum Dean Martin að stýra leiknum sem hann hefur undirbúið alla vikuna. Albert enn að jafna sig Lárus tekur svo við að fullu hjá ÍA frá og með morgundeginum, og kveður á sama tíma starf sitt sem sérfræðingur Stúkunnar, umfjöllunarþáttar Bestu deildarinnar á Sýn Sport. „Það eru alveg blendnar tilfinningar. Búið að vera mjög gaman að starfa í Stúkunni, frábært fólk í kringum þetta og búið að vera mjög gaman undanfarin ár. Ég hlakka mikið til að horfa á þáttinn.“ Lárus hefur starfað sem sérfræðingur Stúkunnar og átt sérlega skemmtilegt samstarf með Alberti Brynjari Ingasyni.sýn sport / stúkan Átti Albert Brynjar, þinn besti vinur, erfitt með þetta? „Mjög svo, hann er ekki búinn að jafna sig ennþá. Ég held að hann sé bara heima að sleikja sárin“ sagði Lárus léttur að lokum. Nánar verður rætt við Lárus í Sportpakka Sýnar að loknum kvöldfréttum. Leikur ÍA og Stjörnunnar er svo í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland klukkan korter yfir sjö.
Besta deild karla ÍA Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira