Sjálfboðaliðar að bugast: Mikil örvænting meðal gæludýraeigenda Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. júní 2025 21:32 Sandra Ósk Jóhannsdóttir sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu segir mikilvægt að núverandi lögum um gæludýrahald í fjölbýlishúsum verði breytt. Vísir/Lýður Valberg Sjálfboðaliðar dýraverndunarsamtaka eru að niðurlotum komnir vegna gríðarlegs fjölda gæludýra sem eru heimilislaus og á vergangi. Einn þeirra segir nýtt gæludýrafrumvarp myndu skipta sköpum og segir alltof marga gæludýraeigendur þurfa að gefa frá sér dýr sín vegna núverandi laga. Greint var frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að Kattholt væri þessa dagana yfifrfullt af heimilislausum kisum en rekstrarstýra segir það gerast hvert einasta sumar að kattaeigendur losi sig við dýrin sín. Sandra Ósk Jóhannsdóttir sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu, dýraverndunarsamtökum sem aðstoða gæludýraeigendur við að finna týnd gæludýr sín, segir þessa dagana mæða gríðarlega mikið á sjálfboðaliðum. „Það er búið að vera mikið álag hjá öllum dýraverndunarsamtökum á Íslandi, eins og hefur komið fram í fréttum er Kattholt yfirfullt í athvarfi Villikatta eru yfir 220 kettir sem vantar heimili á Íslandi. Þetta er alveg gríðarlegur fjöldi og fyrirspurnrnar eru bara að hrannast inn.“ Hún telur að strangar reglur um gæludýrahald í fjölbýlishúsum bera þar mikla ábyrgð en líkt og fram hefur komið er frumvarp félags- og húsnæðisráðherra um að slakað verði á þeim reglum nú komið úr nefnd og brátt til annarrar umræðu á Alþingi. Lýsti ofnæmislæknir í kvöldfréttum í gær yfir áhyggjum af frumvarpinu en Sandra segir um brýnt hagsmunamál að ræða. „Í raun þá er verið að breyta núverandi lagafrumvarpi þannig að dýrahald sé sjálfsagður réttur en hinsvegar að húsfélög hafi ákveðið vald til þess að banna dýrahald ef það veldur einhverjum ama, til dæmis ofnæmi.“ Núverandi lög valdi gæludýrum og eigendum þeirra miklum harmi og breytingar myndu létta álagi á dýraverndunarsamtökum. „Það er mikil örvænting í gangi. Fólk er að velja á milli heimilis og þess að halda dýri. Eins og ég segi, það er mjög mikið af íbúðum sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu en líka úti á landi sem leyfa ekki gæludýr, þannig fólk er að velja á milli heimilis og fjölskyldumeðlims. Þau auka vellíðan, þau auka hamingju, þau eru partur af samfélaginu, við eigum ekki að minnka viðveru þeirra út frá úreltri löggjöf.“ Gæludýr Dýr Málefni fjölbýlishúsa Kettir Tengdar fréttir Krísa í Kattholti: Fólk losar sig við ketti á sumrin Kattholt er þessa dagana yfirfullt af heimilislausum kisum og leita forsvarsmenn þess nú á náðir almennings um kattamat, kattasand og annað kattadót sem geti nýst við starfsemina. Rekstrarstýra segir fjöldann mega rekja til sumarsins en þá sé það algengara að eigendur losi sig við dýrin. 22. júní 2025 13:00 Mikilvægt að fólk þurfi ekki að flýja húsnæði vegna ofnæmis Ofnæmislæknar eru uggandi vegna fyrirhugaðra breytinga á lögum um gæludýrahald í fjölbýlishúsum. Formaður félags ofnæmislækna óttast að skjólstæðingum hennar verði svo gott sem úthýst úr fjölbýlishúsum verði breytingarnar að veruleika. 21. júní 2025 20:50 „Er allt komið í hund og kött?“ Hið svokallaða gæludýrafrumvarp hefur verið afgreitt úr nefnd og er reiðubúið til annarrar umræðu í þinginu. Þingmaður Framsóknar segir frumvarpið fela í sér réttindaskerðingu fólks sem af heilsufarslegum eða félagslegum ástæðum getur ekki búið nærri gæludýrum. 20. júní 2025 11:26 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Greint var frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að Kattholt væri þessa dagana yfifrfullt af heimilislausum kisum en rekstrarstýra segir það gerast hvert einasta sumar að kattaeigendur losi sig við dýrin sín. Sandra Ósk Jóhannsdóttir sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu, dýraverndunarsamtökum sem aðstoða gæludýraeigendur við að finna týnd gæludýr sín, segir þessa dagana mæða gríðarlega mikið á sjálfboðaliðum. „Það er búið að vera mikið álag hjá öllum dýraverndunarsamtökum á Íslandi, eins og hefur komið fram í fréttum er Kattholt yfirfullt í athvarfi Villikatta eru yfir 220 kettir sem vantar heimili á Íslandi. Þetta er alveg gríðarlegur fjöldi og fyrirspurnrnar eru bara að hrannast inn.“ Hún telur að strangar reglur um gæludýrahald í fjölbýlishúsum bera þar mikla ábyrgð en líkt og fram hefur komið er frumvarp félags- og húsnæðisráðherra um að slakað verði á þeim reglum nú komið úr nefnd og brátt til annarrar umræðu á Alþingi. Lýsti ofnæmislæknir í kvöldfréttum í gær yfir áhyggjum af frumvarpinu en Sandra segir um brýnt hagsmunamál að ræða. „Í raun þá er verið að breyta núverandi lagafrumvarpi þannig að dýrahald sé sjálfsagður réttur en hinsvegar að húsfélög hafi ákveðið vald til þess að banna dýrahald ef það veldur einhverjum ama, til dæmis ofnæmi.“ Núverandi lög valdi gæludýrum og eigendum þeirra miklum harmi og breytingar myndu létta álagi á dýraverndunarsamtökum. „Það er mikil örvænting í gangi. Fólk er að velja á milli heimilis og þess að halda dýri. Eins og ég segi, það er mjög mikið af íbúðum sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu en líka úti á landi sem leyfa ekki gæludýr, þannig fólk er að velja á milli heimilis og fjölskyldumeðlims. Þau auka vellíðan, þau auka hamingju, þau eru partur af samfélaginu, við eigum ekki að minnka viðveru þeirra út frá úreltri löggjöf.“
Gæludýr Dýr Málefni fjölbýlishúsa Kettir Tengdar fréttir Krísa í Kattholti: Fólk losar sig við ketti á sumrin Kattholt er þessa dagana yfirfullt af heimilislausum kisum og leita forsvarsmenn þess nú á náðir almennings um kattamat, kattasand og annað kattadót sem geti nýst við starfsemina. Rekstrarstýra segir fjöldann mega rekja til sumarsins en þá sé það algengara að eigendur losi sig við dýrin. 22. júní 2025 13:00 Mikilvægt að fólk þurfi ekki að flýja húsnæði vegna ofnæmis Ofnæmislæknar eru uggandi vegna fyrirhugaðra breytinga á lögum um gæludýrahald í fjölbýlishúsum. Formaður félags ofnæmislækna óttast að skjólstæðingum hennar verði svo gott sem úthýst úr fjölbýlishúsum verði breytingarnar að veruleika. 21. júní 2025 20:50 „Er allt komið í hund og kött?“ Hið svokallaða gæludýrafrumvarp hefur verið afgreitt úr nefnd og er reiðubúið til annarrar umræðu í þinginu. Þingmaður Framsóknar segir frumvarpið fela í sér réttindaskerðingu fólks sem af heilsufarslegum eða félagslegum ástæðum getur ekki búið nærri gæludýrum. 20. júní 2025 11:26 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Krísa í Kattholti: Fólk losar sig við ketti á sumrin Kattholt er þessa dagana yfirfullt af heimilislausum kisum og leita forsvarsmenn þess nú á náðir almennings um kattamat, kattasand og annað kattadót sem geti nýst við starfsemina. Rekstrarstýra segir fjöldann mega rekja til sumarsins en þá sé það algengara að eigendur losi sig við dýrin. 22. júní 2025 13:00
Mikilvægt að fólk þurfi ekki að flýja húsnæði vegna ofnæmis Ofnæmislæknar eru uggandi vegna fyrirhugaðra breytinga á lögum um gæludýrahald í fjölbýlishúsum. Formaður félags ofnæmislækna óttast að skjólstæðingum hennar verði svo gott sem úthýst úr fjölbýlishúsum verði breytingarnar að veruleika. 21. júní 2025 20:50
„Er allt komið í hund og kött?“ Hið svokallaða gæludýrafrumvarp hefur verið afgreitt úr nefnd og er reiðubúið til annarrar umræðu í þinginu. Þingmaður Framsóknar segir frumvarpið fela í sér réttindaskerðingu fólks sem af heilsufarslegum eða félagslegum ástæðum getur ekki búið nærri gæludýrum. 20. júní 2025 11:26