„Það gengur ekki að þingið sé tekið í gíslingu“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. júní 2025 13:41 Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegarráðherra sakar stjórnarandstöðuna um málþóf í umræðu um veiðigjöld. Hún er þó bjartsýn á að það takist að afgreiða málið á þingi í sumar. Vísir Atvinnuvegaráðherra telur að þingmenn stjórnarandstöðunnar hafi tekið þingið í gíslingu í umræðu um veiðigjaldafrumvarpið. Hún er samt bjartsýn á að það takist að klára aðra umræðu fyrir sumarfrí. Þingfundur hefst á Alþingi í dag klukkan þrjú. Stóra málið á dagskrá er frumvarp atvinnuvegaráðherra um veiðigjöld. Önnur umræða um frumvarpið hófst á miðvikudaginn og hélt áfram þar til á laugardag. Þetta er því fimmti þingfundurinn þar sem önnur umræða um frumvarpið fer fram og eru tíu þingmenn stjórnarandstöðunnar á mælendaskrá í dag. Þingmenn Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Framsóknarflokks í atvinnuveganefnd hafa lagt fram frávísunartillögur. Stjórnarandstaðan beiti málþófi Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra svarar aðspurð að ekkert sé hæft í gagnrýni stjórnarandstöðunnar. „Þessar frávísunartillögur eru bara hluti af þessum málþófi sem er í gangi hjá minnihlutaflokkunum þremur og beinist gegn leiðréttingu veiðigjalda en hefur því miður áhrif á fjölda annarra mála líka,“ segir Hanna Katrín. Í texta með frumvarpinu kemur fram að þar séu lagðar til breytingar á lögum um veiðigjald, með það að markmiði að breyta viðmiði aflaverðmætis fyrir tiltekna nytjastofna sjávar þannig að viðmið í reiknistofni veiðigjalds endurspegli betur raunverulegt aflaverðmæti. Þá séu með frumvarpinu lagðar til breytingar á frítekjumarki álagningar hvers árs hjá gjaldskyldum aðilum til að koma til móts við litlar og meðalstórar útgerðir og botnfisksútgerðir sem ekki reka vinnslu. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins í atvinnuveganefnd hafa lagt til að málinu verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar. Hanna Katrín telur hins vegar nægan tíma til að ljúka aðra umræðu um málið á þingi. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að það takist að ljúka annarri umræðu í sumar. En það er alveg ljóst að þetta er mjög vel skipulagt málþóf hjá minnihlutanum sem hefur lýst því yfir á þinginu og í fjölmiðlum að hann ætli að stöðva þessa leiðréttingu. Það er nú svo að það er góður meirihluti á þinginu fyrir þessu máli og við munum halda þessu til streitu. Sumarið er ekki langt komið. Tíminn er nægur. Það eru fordæmi fyrir því að þing fari inn í júlí eða að það sé gert hlé og haldið áfram með mál í ágúst. Vonandi eru uppbyggileg samtöl í gangi milli þingflokksformanna stjórnar- og stjórnarandstöðu. Ég held að flestir sjái að það gengur ekki að þingið sé tekið í gíslingu,“ segir hún. Forseta að ákveða hvort 71. grein verði notuð Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur sagði í fréttum RÚV í lok maí að ríkisstjórnin gæti samþykkt að ljúka málþófi stjórnarandstöðunnar og ganga til atkvæða um mál samkvæmt annarri málsgrein 71. greinar þingskaparlaga. Greininni var síðast beitt fyrir 66 árum. „Það væri í höndunum á forseta Alþingis. Það eru ekki fordæmi fyrir því að þessari grein væri beitt. Mér þætti miður ef fulltrúar meiri- og minnihluta geta ekki klárað málið á annan hátt. Ég get líka sagt það að það er fráleitt að hægt sé að stöðva starfsemi þingsins með svona málþófi eins og virðist vera í pípunum,“ segir Hanna Katrín. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Þingfundur hefst á Alþingi í dag klukkan þrjú. Stóra málið á dagskrá er frumvarp atvinnuvegaráðherra um veiðigjöld. Önnur umræða um frumvarpið hófst á miðvikudaginn og hélt áfram þar til á laugardag. Þetta er því fimmti þingfundurinn þar sem önnur umræða um frumvarpið fer fram og eru tíu þingmenn stjórnarandstöðunnar á mælendaskrá í dag. Þingmenn Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Framsóknarflokks í atvinnuveganefnd hafa lagt fram frávísunartillögur. Stjórnarandstaðan beiti málþófi Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra svarar aðspurð að ekkert sé hæft í gagnrýni stjórnarandstöðunnar. „Þessar frávísunartillögur eru bara hluti af þessum málþófi sem er í gangi hjá minnihlutaflokkunum þremur og beinist gegn leiðréttingu veiðigjalda en hefur því miður áhrif á fjölda annarra mála líka,“ segir Hanna Katrín. Í texta með frumvarpinu kemur fram að þar séu lagðar til breytingar á lögum um veiðigjald, með það að markmiði að breyta viðmiði aflaverðmætis fyrir tiltekna nytjastofna sjávar þannig að viðmið í reiknistofni veiðigjalds endurspegli betur raunverulegt aflaverðmæti. Þá séu með frumvarpinu lagðar til breytingar á frítekjumarki álagningar hvers árs hjá gjaldskyldum aðilum til að koma til móts við litlar og meðalstórar útgerðir og botnfisksútgerðir sem ekki reka vinnslu. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins í atvinnuveganefnd hafa lagt til að málinu verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar. Hanna Katrín telur hins vegar nægan tíma til að ljúka aðra umræðu um málið á þingi. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að það takist að ljúka annarri umræðu í sumar. En það er alveg ljóst að þetta er mjög vel skipulagt málþóf hjá minnihlutanum sem hefur lýst því yfir á þinginu og í fjölmiðlum að hann ætli að stöðva þessa leiðréttingu. Það er nú svo að það er góður meirihluti á þinginu fyrir þessu máli og við munum halda þessu til streitu. Sumarið er ekki langt komið. Tíminn er nægur. Það eru fordæmi fyrir því að þing fari inn í júlí eða að það sé gert hlé og haldið áfram með mál í ágúst. Vonandi eru uppbyggileg samtöl í gangi milli þingflokksformanna stjórnar- og stjórnarandstöðu. Ég held að flestir sjái að það gengur ekki að þingið sé tekið í gíslingu,“ segir hún. Forseta að ákveða hvort 71. grein verði notuð Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur sagði í fréttum RÚV í lok maí að ríkisstjórnin gæti samþykkt að ljúka málþófi stjórnarandstöðunnar og ganga til atkvæða um mál samkvæmt annarri málsgrein 71. greinar þingskaparlaga. Greininni var síðast beitt fyrir 66 árum. „Það væri í höndunum á forseta Alþingis. Það eru ekki fordæmi fyrir því að þessari grein væri beitt. Mér þætti miður ef fulltrúar meiri- og minnihluta geta ekki klárað málið á annan hátt. Ég get líka sagt það að það er fráleitt að hægt sé að stöðva starfsemi þingsins með svona málþófi eins og virðist vera í pípunum,“ segir Hanna Katrín.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira