Leita fulltingis forseta til að fá upplýsingar um veiðigjöld Árni Sæberg skrifar 23. júní 2025 16:24 Ólafur Adolfsson hóf umræðu um fundarstjórn forseta, sem varð ansi löng. Vísir/Vilhelm Þingmenn stigu í pontu Alþingis í stríðum straumum við upphaf þingfundar í dag, til þess að freista þess að fá forseta þingsins til að aðstoða þá við að kría nákvæmari upplýsingar um veiðigjaldafrumvarpið út úr ríkisstjórninni. Þingfundur hófst klukkan 15 í dag og átti að hefjast á óundirbúnum fyrirspurnartíma en þess í stað óskaði Ólafur Adolfsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, eftir því að fá að ræða fundarstjórn forseta. Hvert verður gjaldið? Hann óskaði liðsinnis forseta til þess að komast að því hvaða upphæðir er nákvæmlega um að ræða í veiðigjaldafrumvarpi atvinnuráðherra. Upphaflega hafi verið talað um 47 króna gjald á kíló af þorski, Ríkisskattstjóri hafi reiknað málið upp á nýtt og gjaldið sé í raun 64 krónur á kílóið miðað við frumvarpið og loks miði atvinnuveganefnd þingsins nú við það að gjaldið verði 57 krónur á kíló. Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, benti Ólafi á að önnur umræða um veiðigjaldafrumvarpið væri á dagskrá þingfundar dagsins, að loknum óundirbúnum fyrirspurnatíma. Það kom ekki í veg fyrir það að mikill fjöldi þingmanna stjórnarandstöðunnar steig í pontu og ræddi veiðigjöld. Nokkrir stjórnarþingmenn lögðu orð í belg og allt í allt varði umræða um fundarstjórn forseta í rétt tæplega fjörutíu mínútur. Eins og lögreglan fengi ekki að ræða ný lögreglulög Vilhjálmur Árnason, flokksbróðir Ólafs, tók undir með honum og sagði að erfitt yrði að ræða málið dagskrármál dagsins, þegar ekki liggi fyrir upplýsingar sem málið er byggt á. Ein helsta gagnrýni þeirra sem áhyggjur hafi af veiðigjaldamálinu sé að ekki sé vitað hver áhrif þess yrðu, gögnin hafi ekki verið birt og Skatturinn hefði ekki fengið að koma fyrir atvinnuveganefnd og leiða misskilning um útreikning gjaldsins í jörð. „Þetta er svona eins og við værum að fjalla hér um lögreglulögin og lögreglan fengi ekki að koma fyrir nefndina og fjalla um hvernig hún ætlaði að framkvæma lögin. Þannig, virðulegi forseti, ég legg til að þetta mál fái nú fullar upplýsingar áður því er haldið áfram á dagskrá. Það er ekki hægt að halda svona áfram.“ Forseti ætti að grípa inn í Næstur í pontu var Jón Gunnarsson, þriðji Sjálfstæðismaðurinn í röðinni. Hann sagði ágætt af forseta að benda á að veiðigjaldamálið væri á dagskrá þingsins í dag. Það sem stjórnarandstaðan benti á, og sem forseti ætti að grípa inn í, væri að upplýsingar um málið lægju ekki fyrir, þær upplýsingar sem lægju fyrir væru mjög villandi. „Ég efast um að nokkur þingmaður hér í þessum sal geti svarað því raunverulega hver veiðigjöldin eru hugsuð í þessu máli. Það var fullyrt hér, þegar málið fór ekki í samráðsgátt nema í mjög skamman tíma, að það væri góður og vandaður undirbúningur, sem er margbúið að leiðrétta, þær tölur sem liggja til grundvallar í þessu máli. Það er margbúið að leiðrétta þær. Það var talað um að norskir sérfræðingar hefðu gert hér einhverja úttekt. Það var hreinlega ósatt. Þessir norsku sérfræðingar neituðu því fyrir nefndinni að þeir hefðu verið að bera saman það sem um var að ræða. Mat á áhrifum er í skötulíki. Sveitarfélögin átta sig ekki á þessu. Þau láta reikna út sínar leiðir í þessu og benda á mikil áhrif, en ráðuneytið hafnar því. Það sama á við um forsendur útreikninga. Það hefur ekkert verip birt um það, þrátt fyrir að það hafi ítrekað verið kallað eftir því.“ Hafi ýtt á eftir minnisblaði Líkt og áður segir tók reiðinnar býsn þingmanna til máls, helst þingmenn stjórnarandstöðunnar. Fyrsti stjórnarþingmaðurinn til að taka til máls var Eiríkur Björn Björgvinsson, þingmaður Viðreisnar og formaður atvinnuveganefndar. Hann sagðist vonast til þess að það kæmi forseta til hjálpar að benda á þau gögn sem hafi verið lögð fram í málinu af meirihluta nefndarinnar séu þau gögn sem meirihlutinn telji vera rétt. „Og eru rétt miðað við þau gögn sem við höfum fengið frá ráðuneytinu og frá Skattinum og þau samtöl sem Skatturinn og ráðuneytið hafa átt. Aftur á móti hefur réttilega verið óskað eftir því að fá um þetta minnisblað, til þess að leiða þetta í jörð, hvort menn séu ekki að tala um sömu hlutina. Það minnisblað vonast ég til að fá í dag. Allavega hef ég verið að ýta á eftir því undanfarna daga að fá þetta minnisblað. Til þess að fá það algerlega á hreint, að hér séum við að tala um sömu tölur. Það er að segja, það sem Skatturinn og ráðuneytið hafa verið að vinna með.“ Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira
Þingfundur hófst klukkan 15 í dag og átti að hefjast á óundirbúnum fyrirspurnartíma en þess í stað óskaði Ólafur Adolfsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, eftir því að fá að ræða fundarstjórn forseta. Hvert verður gjaldið? Hann óskaði liðsinnis forseta til þess að komast að því hvaða upphæðir er nákvæmlega um að ræða í veiðigjaldafrumvarpi atvinnuráðherra. Upphaflega hafi verið talað um 47 króna gjald á kíló af þorski, Ríkisskattstjóri hafi reiknað málið upp á nýtt og gjaldið sé í raun 64 krónur á kílóið miðað við frumvarpið og loks miði atvinnuveganefnd þingsins nú við það að gjaldið verði 57 krónur á kíló. Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, benti Ólafi á að önnur umræða um veiðigjaldafrumvarpið væri á dagskrá þingfundar dagsins, að loknum óundirbúnum fyrirspurnatíma. Það kom ekki í veg fyrir það að mikill fjöldi þingmanna stjórnarandstöðunnar steig í pontu og ræddi veiðigjöld. Nokkrir stjórnarþingmenn lögðu orð í belg og allt í allt varði umræða um fundarstjórn forseta í rétt tæplega fjörutíu mínútur. Eins og lögreglan fengi ekki að ræða ný lögreglulög Vilhjálmur Árnason, flokksbróðir Ólafs, tók undir með honum og sagði að erfitt yrði að ræða málið dagskrármál dagsins, þegar ekki liggi fyrir upplýsingar sem málið er byggt á. Ein helsta gagnrýni þeirra sem áhyggjur hafi af veiðigjaldamálinu sé að ekki sé vitað hver áhrif þess yrðu, gögnin hafi ekki verið birt og Skatturinn hefði ekki fengið að koma fyrir atvinnuveganefnd og leiða misskilning um útreikning gjaldsins í jörð. „Þetta er svona eins og við værum að fjalla hér um lögreglulögin og lögreglan fengi ekki að koma fyrir nefndina og fjalla um hvernig hún ætlaði að framkvæma lögin. Þannig, virðulegi forseti, ég legg til að þetta mál fái nú fullar upplýsingar áður því er haldið áfram á dagskrá. Það er ekki hægt að halda svona áfram.“ Forseti ætti að grípa inn í Næstur í pontu var Jón Gunnarsson, þriðji Sjálfstæðismaðurinn í röðinni. Hann sagði ágætt af forseta að benda á að veiðigjaldamálið væri á dagskrá þingsins í dag. Það sem stjórnarandstaðan benti á, og sem forseti ætti að grípa inn í, væri að upplýsingar um málið lægju ekki fyrir, þær upplýsingar sem lægju fyrir væru mjög villandi. „Ég efast um að nokkur þingmaður hér í þessum sal geti svarað því raunverulega hver veiðigjöldin eru hugsuð í þessu máli. Það var fullyrt hér, þegar málið fór ekki í samráðsgátt nema í mjög skamman tíma, að það væri góður og vandaður undirbúningur, sem er margbúið að leiðrétta, þær tölur sem liggja til grundvallar í þessu máli. Það er margbúið að leiðrétta þær. Það var talað um að norskir sérfræðingar hefðu gert hér einhverja úttekt. Það var hreinlega ósatt. Þessir norsku sérfræðingar neituðu því fyrir nefndinni að þeir hefðu verið að bera saman það sem um var að ræða. Mat á áhrifum er í skötulíki. Sveitarfélögin átta sig ekki á þessu. Þau láta reikna út sínar leiðir í þessu og benda á mikil áhrif, en ráðuneytið hafnar því. Það sama á við um forsendur útreikninga. Það hefur ekkert verip birt um það, þrátt fyrir að það hafi ítrekað verið kallað eftir því.“ Hafi ýtt á eftir minnisblaði Líkt og áður segir tók reiðinnar býsn þingmanna til máls, helst þingmenn stjórnarandstöðunnar. Fyrsti stjórnarþingmaðurinn til að taka til máls var Eiríkur Björn Björgvinsson, þingmaður Viðreisnar og formaður atvinnuveganefndar. Hann sagðist vonast til þess að það kæmi forseta til hjálpar að benda á þau gögn sem hafi verið lögð fram í málinu af meirihluta nefndarinnar séu þau gögn sem meirihlutinn telji vera rétt. „Og eru rétt miðað við þau gögn sem við höfum fengið frá ráðuneytinu og frá Skattinum og þau samtöl sem Skatturinn og ráðuneytið hafa átt. Aftur á móti hefur réttilega verið óskað eftir því að fá um þetta minnisblað, til þess að leiða þetta í jörð, hvort menn séu ekki að tala um sömu hlutina. Það minnisblað vonast ég til að fá í dag. Allavega hef ég verið að ýta á eftir því undanfarna daga að fá þetta minnisblað. Til þess að fá það algerlega á hreint, að hér séum við að tala um sömu tölur. Það er að segja, það sem Skatturinn og ráðuneytið hafa verið að vinna með.“
Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira