Lofar að taka „Siu“ fagn Ronaldo ef hann skorar á móti Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júní 2025 23:03 Murilo Cerqueira fagnar sigri Palmeiras á Al Ahly í heimsmeistarakeppni félagsliða. Getty/Heuler Andrey Varnarmaður brasilíska liðsins Palmeiras hefur ekki meiri áhyggjur af viðureign sinni við Lionel Messi og félaga en svo að hann er farinn að kynda upp í Argentínumanninum í aðdraganda leiks þeirra sem fer fram í nótt. Palmeiras mætir Inter Miami í lokaleik liðanna í riðlakeppni heimsmeistarakeppni félagsliða í Bandaríkjunum. Murilo spilar í vörn Palmeiras og þarf því örugglega að dekka eitthvað Messi í leiknum í kvöld. Lengi hefur verið rætt og ritað um hvor sé betri, Cristiano Ronaldo eða Lionel Messi, en Murilo er ekki í nokkrum vafa um það. „Ég er í liði CR7,“ sagði Murilo og á þá við Cristiano Ronaldo. „Ég tel hann vera fullkominn leikmann. Hann er með gott hugarfar og hugarfarið hans er líka jákvætt. Ég held að það sem skilji á milli hans og annarra sé aginn hans. Ég horfi mikið upp til hans, hvernig hann sýnir íþróttinni fullkomna hollustu. Ég er ekki vafa um að þess vegna sé hann sér á báti og ég er mjög hrifinn af honum sem leikmanni,“ sagði Murilo. Murilo spilar sem miðvörður og er 28 ára. Hann hefur verið hjá Palmeiras frá 2022 en var áður í þrjú ár hjá Lokomotiv Moskvu í Rússlandi. Hann á átta leiki fyrir yngri landslið Brasilíu. Blaðamenn spurðu Murilo hvort hann muni heiðra Ronaldo skori hann á móti Inter Miami. „Já, já, ég mun taka ‚Siu' fagnið hans,“ sagði Murilo. Hinn fertugi Ronaldo er ekki með á keppninni þar sem lið hans í Sádí-Arabíu komst ekki þangað. Hann hefur skorað 938 mörk á ferlinum og nálgast óðum þúsund mörkin enda raðar hann inn mörkum með bæði Al-Nassr og portúgalska landsliðinu. Murilo Cerqueira hefur þegar skorað eitt mark í fjórum deildarleikjum á tímabilinu og eitt mark í þremur leikjum í Libertadores bikarnum. Hann spilaði í níutíu mínútur í tveimur fyrstu leikjum Palmeiras á HM félagsliða. Liðið gerði 0-0 jafntefli í þeim fyrri en vann þann síðari 2-0. Murilo og félagar hafa því enn ekki fengið á sig mark í keppninni. HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Körfubolti ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Sjá meira
Palmeiras mætir Inter Miami í lokaleik liðanna í riðlakeppni heimsmeistarakeppni félagsliða í Bandaríkjunum. Murilo spilar í vörn Palmeiras og þarf því örugglega að dekka eitthvað Messi í leiknum í kvöld. Lengi hefur verið rætt og ritað um hvor sé betri, Cristiano Ronaldo eða Lionel Messi, en Murilo er ekki í nokkrum vafa um það. „Ég er í liði CR7,“ sagði Murilo og á þá við Cristiano Ronaldo. „Ég tel hann vera fullkominn leikmann. Hann er með gott hugarfar og hugarfarið hans er líka jákvætt. Ég held að það sem skilji á milli hans og annarra sé aginn hans. Ég horfi mikið upp til hans, hvernig hann sýnir íþróttinni fullkomna hollustu. Ég er ekki vafa um að þess vegna sé hann sér á báti og ég er mjög hrifinn af honum sem leikmanni,“ sagði Murilo. Murilo spilar sem miðvörður og er 28 ára. Hann hefur verið hjá Palmeiras frá 2022 en var áður í þrjú ár hjá Lokomotiv Moskvu í Rússlandi. Hann á átta leiki fyrir yngri landslið Brasilíu. Blaðamenn spurðu Murilo hvort hann muni heiðra Ronaldo skori hann á móti Inter Miami. „Já, já, ég mun taka ‚Siu' fagnið hans,“ sagði Murilo. Hinn fertugi Ronaldo er ekki með á keppninni þar sem lið hans í Sádí-Arabíu komst ekki þangað. Hann hefur skorað 938 mörk á ferlinum og nálgast óðum þúsund mörkin enda raðar hann inn mörkum með bæði Al-Nassr og portúgalska landsliðinu. Murilo Cerqueira hefur þegar skorað eitt mark í fjórum deildarleikjum á tímabilinu og eitt mark í þremur leikjum í Libertadores bikarnum. Hann spilaði í níutíu mínútur í tveimur fyrstu leikjum Palmeiras á HM félagsliða. Liðið gerði 0-0 jafntefli í þeim fyrri en vann þann síðari 2-0. Murilo og félagar hafa því enn ekki fengið á sig mark í keppninni.
HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Körfubolti ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Sjá meira