„Við erum auðvitað ekki komin þangað“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Agnar Már Másson skrifa 23. júní 2025 20:59 Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar. Samsett/Vilhelm Þingflokksformaður Viðreisnar segir það ekki koma til greina að svo stöddu að beita lagagrein sem myndi heimila þingmeirihlutanum að þvinga veiðigjaldafrumvarpi beint í atkvæðagreiðslu. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur það lýðræðislega skyldu sína að hindra afgreiðslu málsins. Þau vonast bæði eftir því að ná samkomulagi um þinglok. Þingmenn hafa dögum saman karpað um veiðigjöld en þingið er komið á uppbótartíma. Umræðan um veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra hélt áfram í dag og mun að öllum líkindum standa yfir fram á nótt. Sextán manns eru á mælendaskrá eins og er en ríkisstjórnarliðar hafa sakað stjórnarandstöðuna um að taka málið í gíslingu. Alþingi á samkvæmt þingskaparlögum að fara í frí 1. júlí og því er spurning hvort meirihlutanum takist að afgreiða frumvarpið fyrir þinglok eða hvort stjórnarandstöðunni takist að tefja afgreiðslunna fram í sumarfrí. Hildur Sverrisdóttur, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir það vera skyldu stjónarandstöðunnar að spyrna við „svona illa unnu máli“ sem hafi komið „vanbúið“ til þingsins og ekki fengið rétta þinglega meðferð. Sjálfstæðismaðurinn nefnir í samtali við fréttastofu að gögn um auðlindarentu hafi borist fyrst í dag. „Þetta er með ólíkindum að verið sé að bjóða upp á þetta sem lagasetningu í landinu,“ segir Hildur. Engin þinglok hafa átt sér stað án samninga milli stjórnar og stjórnarandstöðu, að sögn Hildar. Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar, segist vonast eftir því að samkomulag náist um þinglok. Spurður hvort til greina komi að forseti Alþingis beiti 71. grein þingskapalaga sem heimilar meirihlutanum að vísa málinu beint í atkvæðagreiðslu segir Sigmar meðal annars: „Allt sem er í þingsköpum eru lög [...] en við erum auðvitað ekki komin þangað og, eins og Hildur segir, þá er langeðlilegast ef við náum að selja um framgang mála.“ Veiðigjaldsfrumvarpið sé grenilega stærsti hnúturinn. „Það er búið að vera margra daga málþóf í því,“ segir viðreisnarmaðurinn enn fremur og nefnir að hátt í sex hundruð ræður hafi verið fluttar í veiðigjaldaumræðunni. Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira
Þingmenn hafa dögum saman karpað um veiðigjöld en þingið er komið á uppbótartíma. Umræðan um veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra hélt áfram í dag og mun að öllum líkindum standa yfir fram á nótt. Sextán manns eru á mælendaskrá eins og er en ríkisstjórnarliðar hafa sakað stjórnarandstöðuna um að taka málið í gíslingu. Alþingi á samkvæmt þingskaparlögum að fara í frí 1. júlí og því er spurning hvort meirihlutanum takist að afgreiða frumvarpið fyrir þinglok eða hvort stjórnarandstöðunni takist að tefja afgreiðslunna fram í sumarfrí. Hildur Sverrisdóttur, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir það vera skyldu stjónarandstöðunnar að spyrna við „svona illa unnu máli“ sem hafi komið „vanbúið“ til þingsins og ekki fengið rétta þinglega meðferð. Sjálfstæðismaðurinn nefnir í samtali við fréttastofu að gögn um auðlindarentu hafi borist fyrst í dag. „Þetta er með ólíkindum að verið sé að bjóða upp á þetta sem lagasetningu í landinu,“ segir Hildur. Engin þinglok hafa átt sér stað án samninga milli stjórnar og stjórnarandstöðu, að sögn Hildar. Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar, segist vonast eftir því að samkomulag náist um þinglok. Spurður hvort til greina komi að forseti Alþingis beiti 71. grein þingskapalaga sem heimilar meirihlutanum að vísa málinu beint í atkvæðagreiðslu segir Sigmar meðal annars: „Allt sem er í þingsköpum eru lög [...] en við erum auðvitað ekki komin þangað og, eins og Hildur segir, þá er langeðlilegast ef við náum að selja um framgang mála.“ Veiðigjaldsfrumvarpið sé grenilega stærsti hnúturinn. „Það er búið að vera margra daga málþóf í því,“ segir viðreisnarmaðurinn enn fremur og nefnir að hátt í sex hundruð ræður hafi verið fluttar í veiðigjaldaumræðunni.
Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira