Halldór: Sundur spiluðum Fram Árni Jóhannsson skrifar 23. júní 2025 21:57 Halldór Árnason var í þungum þönkum í leiknum við Fram. Vísir / Hulda Margrét Halldór Árnason var alls ekki sammála mati blaðamanns að Breiðablik hafi sloppið með skrekkinn í leik liðsins gegn Fram í kvöld. Breiðablik jafnaði úr víti á 92. mínútu en færin létu á sér standa hjá Blikum lengi vel í kvöld. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli en Blikar enn í öðru sæti Bestu deildar karla. „Hvað áttu við með því?“, spurði þjálfari Breiðabliks, Halldór Árnason, þegar hann var spurður að því hvort Blikarnir hafi sloppið með skrekkinn í kvöld. Aftur spurði hann hvort blaðamaður ætti við þennan leik sem fór fram á Kópavogsvellinum í kvöld þegar lýst var því að Fram hafi gert vel úr sínum stöðum og mögulega hafi vantað kraft í heimamenn. „Vá, ok. Ég á engin svör við því“, sagði Halldór en var þá spurður að því hvað hefði mátt betur fara. „Við gjörsamlega sundurspiluðum Framara hérna allan fyrri hálfleik. Drógum þá út úr fimm manna línunni, drógum hafsentana út, drógum vængbakverðina út trekk í trekk. Gerðum illa úr stöðunum okkar. Því miður. Fylltum boxið illa og áttum ekki góðar fyrirgjafir. Ég man ekki eftir að Framarar hafi verið svona sundurspilaðir úr blokkinni sinni í sumar, ég er ánægður með það en ég er ósáttur við færanýtinguna. Svo máttu bara ekki lenda undir á móti Fram því þá fara þeir með 11 menn inn í teiginn sinn og drepa leikinn.“ Þegar komið var í uppbótartíma þá fengu Blikar vítaspyrnu sem hægt er að deila um hvort að hefði átt að vera dæmd en Israel Moreno var metinn hafa sparkað aftan í Ágúst Orra Þorsteinsson sem var við það að fylgja á eftir skalla Höskuldar Gunnlaugssonar í stöng. Eftir vítið urðu handalögmál sem enduðu með því að Höskuldi og Kyle McLagan var vikið af velli. Hægt er að sjá atvikið í fréttinni hér. Halldór var spurður út í sína skoðun á þessu atviki. „Það var bara ljóst eftir nokkrar mínútur, þegar búið var að hamra okkur nokkrum sinnum, og spjöldin ekki tekin upp. Hann missti tökin á leiknum strax á fyrstu 10 mínútunum og það var alltaf vitað að þetta yrði svona. Það fullkomnaðist svo hérna í lokin þegar Magnús Þórðarson kýlir eða slær Arnór Gauta fast í andlitið beint fyrir framan andlitið á dómaranum. Línan var bara þannig að allt mátti þannig að það kom stórkostlega á óvart að hann hafi dæmt þessa vítaspyrnu. Það er allt í lagi að leyfa leiknum að fljóta en þetta var alltof alltof mikið og auðvitað endar þetta bara með ósköpum.“ Hvað geta Blikar tekið með sér út úr þessum leik? „Bara gríðarlega svekktir með að vinna ekki þennan leik. Framarar eiga eina fyrirgjöf í fyrri hálfleik og tvær sóknir í seinni hálfleik og nýttu það gríðarlega vel. Annars tökum við út úr þessu að við verðum að vera áhrifameiri í teignum eins og ég hef sagt áður. Við erum góðir í að koma okkur í góðar stöður.“ Það styttist og styttist í leikmannamarkaðinn og er Jón Daði Böðvarsson líklegur til að semja við lið á Íslandi. Halldór var því spurður að því hvort Breiðablik hafi sett sig í samband við hann og hvort einhverjar þreifingar væru í gangi þar. „Við höfum ekki haft samband við hann. Við erum alltaf samt að skoða markaðinn og hópinn. Við höfum lent í mikið stærri áföllum og meiðslum en við gerðum ráð fyrir. Á ýmsum stöðum á vellinum erum við þunnskipaðir og við verðum bara að skoða hvernig útlitið er með þá sem eru meiddir. Við tökum engan nema það sé raunverulega styrking. Við erum alltaf að skoða það hvort eitthvað utanaðkomandi er til til þess að hjálpa okkur en það er ekkert í hendi.“ Er staða Breiðbliks þá kannski bara góð miðað við skakkaföllin sem hafa orðið hjá þeim í sumar? „Nei við værum til í að vera með fleiri stig. Við vorum með tvö stig að meðaltali í leik í fyrri umferðinni og ef þú ferð niður fyrir tvö stig að meðaltali núna þá er það alltof lítið. Ég er ekki sáttur við það.“ Besta deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Fram 1-1 | Dramatík í Kópavogi Breiðablik náði í jafntefli gegn Fram fyrr í kvöld. Fram var einu marki þegar komið var í uppbótartíma þegar heimamenn fengu víti í uppbótartímar sem Haöskuldur Gunnlaugsson skoraði úr. Fram getur verið ósáttari aðilinn í lok leiks þar sem þeir gerðu virkilega vel úr sínum aðgerðum. 23. júní 2025 18:30 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fleiri fréttir Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Í beinni: FHL - FH | Hafnfirðingar fyrir austan Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Sjá meira
„Hvað áttu við með því?“, spurði þjálfari Breiðabliks, Halldór Árnason, þegar hann var spurður að því hvort Blikarnir hafi sloppið með skrekkinn í kvöld. Aftur spurði hann hvort blaðamaður ætti við þennan leik sem fór fram á Kópavogsvellinum í kvöld þegar lýst var því að Fram hafi gert vel úr sínum stöðum og mögulega hafi vantað kraft í heimamenn. „Vá, ok. Ég á engin svör við því“, sagði Halldór en var þá spurður að því hvað hefði mátt betur fara. „Við gjörsamlega sundurspiluðum Framara hérna allan fyrri hálfleik. Drógum þá út úr fimm manna línunni, drógum hafsentana út, drógum vængbakverðina út trekk í trekk. Gerðum illa úr stöðunum okkar. Því miður. Fylltum boxið illa og áttum ekki góðar fyrirgjafir. Ég man ekki eftir að Framarar hafi verið svona sundurspilaðir úr blokkinni sinni í sumar, ég er ánægður með það en ég er ósáttur við færanýtinguna. Svo máttu bara ekki lenda undir á móti Fram því þá fara þeir með 11 menn inn í teiginn sinn og drepa leikinn.“ Þegar komið var í uppbótartíma þá fengu Blikar vítaspyrnu sem hægt er að deila um hvort að hefði átt að vera dæmd en Israel Moreno var metinn hafa sparkað aftan í Ágúst Orra Þorsteinsson sem var við það að fylgja á eftir skalla Höskuldar Gunnlaugssonar í stöng. Eftir vítið urðu handalögmál sem enduðu með því að Höskuldi og Kyle McLagan var vikið af velli. Hægt er að sjá atvikið í fréttinni hér. Halldór var spurður út í sína skoðun á þessu atviki. „Það var bara ljóst eftir nokkrar mínútur, þegar búið var að hamra okkur nokkrum sinnum, og spjöldin ekki tekin upp. Hann missti tökin á leiknum strax á fyrstu 10 mínútunum og það var alltaf vitað að þetta yrði svona. Það fullkomnaðist svo hérna í lokin þegar Magnús Þórðarson kýlir eða slær Arnór Gauta fast í andlitið beint fyrir framan andlitið á dómaranum. Línan var bara þannig að allt mátti þannig að það kom stórkostlega á óvart að hann hafi dæmt þessa vítaspyrnu. Það er allt í lagi að leyfa leiknum að fljóta en þetta var alltof alltof mikið og auðvitað endar þetta bara með ósköpum.“ Hvað geta Blikar tekið með sér út úr þessum leik? „Bara gríðarlega svekktir með að vinna ekki þennan leik. Framarar eiga eina fyrirgjöf í fyrri hálfleik og tvær sóknir í seinni hálfleik og nýttu það gríðarlega vel. Annars tökum við út úr þessu að við verðum að vera áhrifameiri í teignum eins og ég hef sagt áður. Við erum góðir í að koma okkur í góðar stöður.“ Það styttist og styttist í leikmannamarkaðinn og er Jón Daði Böðvarsson líklegur til að semja við lið á Íslandi. Halldór var því spurður að því hvort Breiðablik hafi sett sig í samband við hann og hvort einhverjar þreifingar væru í gangi þar. „Við höfum ekki haft samband við hann. Við erum alltaf samt að skoða markaðinn og hópinn. Við höfum lent í mikið stærri áföllum og meiðslum en við gerðum ráð fyrir. Á ýmsum stöðum á vellinum erum við þunnskipaðir og við verðum bara að skoða hvernig útlitið er með þá sem eru meiddir. Við tökum engan nema það sé raunverulega styrking. Við erum alltaf að skoða það hvort eitthvað utanaðkomandi er til til þess að hjálpa okkur en það er ekkert í hendi.“ Er staða Breiðbliks þá kannski bara góð miðað við skakkaföllin sem hafa orðið hjá þeim í sumar? „Nei við værum til í að vera með fleiri stig. Við vorum með tvö stig að meðaltali í leik í fyrri umferðinni og ef þú ferð niður fyrir tvö stig að meðaltali núna þá er það alltof lítið. Ég er ekki sáttur við það.“
Besta deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Fram 1-1 | Dramatík í Kópavogi Breiðablik náði í jafntefli gegn Fram fyrr í kvöld. Fram var einu marki þegar komið var í uppbótartíma þegar heimamenn fengu víti í uppbótartímar sem Haöskuldur Gunnlaugsson skoraði úr. Fram getur verið ósáttari aðilinn í lok leiks þar sem þeir gerðu virkilega vel úr sínum aðgerðum. 23. júní 2025 18:30 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fleiri fréttir Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Í beinni: FHL - FH | Hafnfirðingar fyrir austan Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Fram 1-1 | Dramatík í Kópavogi Breiðablik náði í jafntefli gegn Fram fyrr í kvöld. Fram var einu marki þegar komið var í uppbótartíma þegar heimamenn fengu víti í uppbótartímar sem Haöskuldur Gunnlaugsson skoraði úr. Fram getur verið ósáttari aðilinn í lok leiks þar sem þeir gerðu virkilega vel úr sínum aðgerðum. 23. júní 2025 18:30
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti