Fóru yfir lætin í Kópavogi: „Höskuldur tryllist strax frá byrjun“ Aron Guðmundsson skrifar 24. júní 2025 09:30 Það sauð upp úr á Kópavogsvelli í gærkvöld. Myndir:Hulda Margrét Það gekk á ýmsu undir lok leiks Breiðabliks og Fram í 12.umferð Bestu deildar karla í gær. Slagsmál brutust út milli leikmanna og tvö rauð spjöld fóru á loft. Farið var yfir atburðarásina í Stúkunni á Sýn Sport í gær. Breiðablik tryggði sér 1-1 jafntefli á móti Fram í gær með marki úr vítaspyrnu á lokamínútum leiksins. Höskuldur Gunnlaugsson skoraði úr vítinu en fékk svo rauða spjaldið fyrir slagsmál strax eftir markið. Byrjað var á því að ræða aðdraganda vítaspyrnudómsins þar sem að erfitt var að sjá hvort að Israel Garcia Moreno, leikmaður Fram, hafi tekið Ágúst Orra Þorsteinsson, leikmann Breiðabliks niður í vítateignum. Klippa: Lætin í Kópavogi: „Tryllist strax“ „Við getum alls ekki sagt af eða á en á þessum myndum virkar eins og það sé engin snerting. Ég held að þetta sé ekki víti,“ sagði Baldur Sigurðsson um atvikið. Höskuldu Gunnlaugsson tók vítaspyrnuna fyrir Breiðablik og skoraði af miklu öryggi, jafnaði þar með metin en í kjölfarið fór allt í hund og kött. Höskuldur ætlaði að ná í boltann í netið eftir vítið, keyrði fyrst í bakið á Kennie Knak Chopart, fyrirliða Fram, og snéri síðan niður Viktor Freyr Sigurðsson, markvörð Fram, og lagðist ofan á hann. Höskuldur lenti síðan saman við Kyle McLagan sem kom markverði sínum til varnar. Arnar Þór Stefánsson, dómari leiksins sýndi bæði Höskuldi og Kyle rauða spjaldið. Kyle var mjög ósáttur með rauða spjaldið en sérfræðingar Stúkunnar telja það réttmætt. „Já, allavegana hundrað prósent Höskuldur,“ sagði Baldur Sigurðsson. „Höskuldur bara tryllist bara strax frá byrjun. Tekur einhverja glímu á Viktor, það er reyndar óþolandi þegar að markmenn gera þetta ég skil hann en hann getur náttúrulega ekki gert þetta. Svo fer Kyle í þetta og þeir enda þarna í einhverju klastri. Ég tel Magnús Inga hafa sloppið vel. Hann tók Valgeir og fleygði honum niður. Mér fannst bara svo skrýtið hvað Höskuldur varð heitur strax. Nú er hann kominn í bann, kannski tveggja leikja bann.“ Hulda Margrét, ljósmyndari Vísis, var á Kópavogsvelli í gær og var vel staðsett þegar að slagsmálin brutust út, myndir hennar má sjá hér fyrir neðan. Blikar vildu boltann og það strax til þess að freista þess að ná inn sigurmarki fyrir leikslok. Viktor ætlaði sér að halda í boltann og tefja leik, var þá tekinn niður.Vísir/Hulda Margrét Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks er hér búinn að snúa Viktor markvörð Fram niður en sá ætlaði sér að halda í boltann eftir að Höskuldur hafði sett hann í netið með vítaspyrnuVísir/Hulda Margrét Höskuldur alls ekki sáttur með tilþrif Viktors markmanns sem heldur um höfuð sér eftir að aðrir leikmenn mættu á svæðiðVísir/Hulda Margrét Viktor liggur eftir á meðan að leikmönnum lendir saman Vísir/Hulda Margrét Höskuldi og Kyle McLagan, varnarmanni Fram lenti síðan saman.Vísir/Hulda Margrét Atburðarásin var hröð, það hitnaði fljótt í kolunumVísir/Hulda Margrét Arnar Þór Stefánsson, dómari leiksins þurfti að hafa sig allan við til þess að ná ró á mannskapinn, aðstoðardómari hans er þarna mættur á svæðiðVísir/Hulda Margrét Stúkan Besta deild karla Breiðablik Fram Íslenski boltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - KR | Skagamenn stefna á að hefna sín Í beinni: ÍBV - Stjarnan | Bæði lið þurfa sárlega á sigri að halda Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira
Breiðablik tryggði sér 1-1 jafntefli á móti Fram í gær með marki úr vítaspyrnu á lokamínútum leiksins. Höskuldur Gunnlaugsson skoraði úr vítinu en fékk svo rauða spjaldið fyrir slagsmál strax eftir markið. Byrjað var á því að ræða aðdraganda vítaspyrnudómsins þar sem að erfitt var að sjá hvort að Israel Garcia Moreno, leikmaður Fram, hafi tekið Ágúst Orra Þorsteinsson, leikmann Breiðabliks niður í vítateignum. Klippa: Lætin í Kópavogi: „Tryllist strax“ „Við getum alls ekki sagt af eða á en á þessum myndum virkar eins og það sé engin snerting. Ég held að þetta sé ekki víti,“ sagði Baldur Sigurðsson um atvikið. Höskuldu Gunnlaugsson tók vítaspyrnuna fyrir Breiðablik og skoraði af miklu öryggi, jafnaði þar með metin en í kjölfarið fór allt í hund og kött. Höskuldur ætlaði að ná í boltann í netið eftir vítið, keyrði fyrst í bakið á Kennie Knak Chopart, fyrirliða Fram, og snéri síðan niður Viktor Freyr Sigurðsson, markvörð Fram, og lagðist ofan á hann. Höskuldur lenti síðan saman við Kyle McLagan sem kom markverði sínum til varnar. Arnar Þór Stefánsson, dómari leiksins sýndi bæði Höskuldi og Kyle rauða spjaldið. Kyle var mjög ósáttur með rauða spjaldið en sérfræðingar Stúkunnar telja það réttmætt. „Já, allavegana hundrað prósent Höskuldur,“ sagði Baldur Sigurðsson. „Höskuldur bara tryllist bara strax frá byrjun. Tekur einhverja glímu á Viktor, það er reyndar óþolandi þegar að markmenn gera þetta ég skil hann en hann getur náttúrulega ekki gert þetta. Svo fer Kyle í þetta og þeir enda þarna í einhverju klastri. Ég tel Magnús Inga hafa sloppið vel. Hann tók Valgeir og fleygði honum niður. Mér fannst bara svo skrýtið hvað Höskuldur varð heitur strax. Nú er hann kominn í bann, kannski tveggja leikja bann.“ Hulda Margrét, ljósmyndari Vísis, var á Kópavogsvelli í gær og var vel staðsett þegar að slagsmálin brutust út, myndir hennar má sjá hér fyrir neðan. Blikar vildu boltann og það strax til þess að freista þess að ná inn sigurmarki fyrir leikslok. Viktor ætlaði sér að halda í boltann og tefja leik, var þá tekinn niður.Vísir/Hulda Margrét Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks er hér búinn að snúa Viktor markvörð Fram niður en sá ætlaði sér að halda í boltann eftir að Höskuldur hafði sett hann í netið með vítaspyrnuVísir/Hulda Margrét Höskuldur alls ekki sáttur með tilþrif Viktors markmanns sem heldur um höfuð sér eftir að aðrir leikmenn mættu á svæðiðVísir/Hulda Margrét Viktor liggur eftir á meðan að leikmönnum lendir saman Vísir/Hulda Margrét Höskuldi og Kyle McLagan, varnarmanni Fram lenti síðan saman.Vísir/Hulda Margrét Atburðarásin var hröð, það hitnaði fljótt í kolunumVísir/Hulda Margrét Arnar Þór Stefánsson, dómari leiksins þurfti að hafa sig allan við til þess að ná ró á mannskapinn, aðstoðardómari hans er þarna mættur á svæðiðVísir/Hulda Margrét
Stúkan Besta deild karla Breiðablik Fram Íslenski boltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - KR | Skagamenn stefna á að hefna sín Í beinni: ÍBV - Stjarnan | Bæði lið þurfa sárlega á sigri að halda Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira