„Botafogo ekki í Bandaríkjunum til að hitta Mikka mús“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júní 2025 21:31 Alex Telles fagnar sigri Botafogo á Evrópumeisturum Paris Saint-Germain á HM félagsliða. Getty/ Stu Forster Botafogo kom mörgum á óvart með því að komast í sextán liða úrslit heimsmeistarakeppni félagsliða en það gerður Brassarnir á kostnað spænska stórliðsins Atletico Madrid. Atletico Madrid vann reyndar lokaleik liðanna í riðlinum 1-0 en þrjú lið voru jöfn og Botafogo fór áfram ásamt Evrópumeisturum Paris Saint Germain. Alex Telles, fyrrum leikmaður Manchester United, segir hann og liðsfélaga hans í Botafogo hafi troðið sokk upp í gagnrýnendur sína sem höfðu ekki trú á liðinu í þessum erfiða riðli. Fótboltasérfræðingar í Brasilíu héldu því fram þegar þeir sáu riðilinn að Botafogo væri bara í túristaferð til Bandaríkjanna. „Það er erfitt að tala um þetta núna. PSG og Atletico sýndu okkur meiri virðingu en flest áhugafólk og fótboltasérfræðingar. Liðið okkar gerði það sem þurfti til að komast áfram,“ sagði Alex Telles. ESPN segir frá. „Hingað erum við komnir. Fyrir þá sem héldu því fram þá er Botafogo ekki í Bandaríkjunum til að hitta Mikka mús. Við erum komnir áfram í sextán liða úrslitin, upp úr dauðariðlinum. Það að við höfum komist áfram sýnir þá vinnu sem þessi hópur hefur lagt á sig,“ sagði Telles. Botafogo mætir löndum sínum í Palmeiras í sextán liða úrslitunum. „Auðvitað vildum við vinna þennan lokaleik og við fengum okkar færi. Við vissum hvernig við þurftum að verjast og mér fannst við eiga að minnsta kosti jafntefli skilið. Það var nístandi að fá á sig þetta mark í lokin því við vildum vinna riðilinn,“ sagði Telles. „Hins vegar getum við fagnað þessu, því fyrir mótið héldu allir að við ættum enga möguleika á móti tveimur sterkum mótherjum úr stórum deildum í Evrópu. Við sýndum virði brasilíska fótboltans. Við erum Suðurameríkumeistarar og við eigum virðinguna skilið,“ sagði Telles. HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Setti heimsmet fyrir mömmu sína Sport Fleiri fréttir Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira
Atletico Madrid vann reyndar lokaleik liðanna í riðlinum 1-0 en þrjú lið voru jöfn og Botafogo fór áfram ásamt Evrópumeisturum Paris Saint Germain. Alex Telles, fyrrum leikmaður Manchester United, segir hann og liðsfélaga hans í Botafogo hafi troðið sokk upp í gagnrýnendur sína sem höfðu ekki trú á liðinu í þessum erfiða riðli. Fótboltasérfræðingar í Brasilíu héldu því fram þegar þeir sáu riðilinn að Botafogo væri bara í túristaferð til Bandaríkjanna. „Það er erfitt að tala um þetta núna. PSG og Atletico sýndu okkur meiri virðingu en flest áhugafólk og fótboltasérfræðingar. Liðið okkar gerði það sem þurfti til að komast áfram,“ sagði Alex Telles. ESPN segir frá. „Hingað erum við komnir. Fyrir þá sem héldu því fram þá er Botafogo ekki í Bandaríkjunum til að hitta Mikka mús. Við erum komnir áfram í sextán liða úrslitin, upp úr dauðariðlinum. Það að við höfum komist áfram sýnir þá vinnu sem þessi hópur hefur lagt á sig,“ sagði Telles. Botafogo mætir löndum sínum í Palmeiras í sextán liða úrslitunum. „Auðvitað vildum við vinna þennan lokaleik og við fengum okkar færi. Við vissum hvernig við þurftum að verjast og mér fannst við eiga að minnsta kosti jafntefli skilið. Það var nístandi að fá á sig þetta mark í lokin því við vildum vinna riðilinn,“ sagði Telles. „Hins vegar getum við fagnað þessu, því fyrir mótið héldu allir að við ættum enga möguleika á móti tveimur sterkum mótherjum úr stórum deildum í Evrópu. Við sýndum virði brasilíska fótboltans. Við erum Suðurameríkumeistarar og við eigum virðinguna skilið,“ sagði Telles.
HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Setti heimsmet fyrir mömmu sína Sport Fleiri fréttir Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira