Átti fullkomið hlaup fyrir aftan nöfnu sína frá Moldóvu Ágúst Orri Arnarson skrifar 25. júní 2025 09:00 Andrea varð önnur í mark á eftir Andreeu og sló Íslandsmetið. FRÍ Andrea Kolbeinsdóttir hefur hlaupið eins og vindurinn og slegið tvö Íslandsmet síðustu vikuna. Hindrunarhlaupið í gær segir hún hafa spilast fullkomlega út, fyrir aftan nöfnu sína frá Moldóvu. „Tvö Íslandsmet á viku er bara geggjað, gæti auðvitað ekki verið ánægðari með það. Geggjað að taka fimm kílómetra götuhlaup á fimmtudaginn, mæta svo út til Slóveníu í þrjú þúsund metra hindrun og ná að bæta mig líka þar… View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) …Ég hef ekki verið að fókusa á hindrun en vissi að ég ætti að vera í betri formi en ég var í, ég átti semsagt gamla metið líka, þannig að ég er mjög glöð að það tókst. Markmiðið var alltaf að bæta tímann og hlaupið spilaðist eiginlega fullkomlega út“ sagði Andrea sem bætti metið um rúmlega eina sekúndu þegar hún kom í mark á 10:07,38 mínútum. Íslandsmet slegið en Andrea var önnur í keppninni á eftir Andreeu Stavila frá Moldóvu, sem var sú eina sem átti betri tíma en Andrea fyrir hlaupið. „Það átti ein betri tíma en ég, sem heitir líka Andrea. Ég límdi mig fyrir aftan hana og svo missti ég hana svona síðustu þrjá hringina, en ég náði að halda góðum hraða og svo þegar ég var að fara yfir síðustu hindrunina sé ég að ég á séns í metið. Gaf allt í lokasprettinn og rétt náði því, gæti ekki verið sáttari“ sagði Andrea. Andrea og Andreea í hlaupi gærdagsins. FRÍ Andrea keppir aftur á Evrópubikarnum í Slóveníu síðar í dag, þegar hún tekur þátt í fimm kílómetra brautarhlaupi. Hún er nýbúin að slá Íslandsmetið í götuhlaupi í sömu vegalengd og því verður spennandi að sjá hvað Andrea gerir á brautinni í kvöld, klukkan 18:50. Hægt verður að fylgjast með mótinu í beinni útsendingu á Vísi. Andrea á annan besta tíma skráðra keppenda yfir allt sem er 16:32,42 mín frá því árið 2023 en hefur ekki hlaupið neitt á braut í ár og á því ekki ársbestan árangur. Frjálsar íþróttir Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Sjá meira
„Tvö Íslandsmet á viku er bara geggjað, gæti auðvitað ekki verið ánægðari með það. Geggjað að taka fimm kílómetra götuhlaup á fimmtudaginn, mæta svo út til Slóveníu í þrjú þúsund metra hindrun og ná að bæta mig líka þar… View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) …Ég hef ekki verið að fókusa á hindrun en vissi að ég ætti að vera í betri formi en ég var í, ég átti semsagt gamla metið líka, þannig að ég er mjög glöð að það tókst. Markmiðið var alltaf að bæta tímann og hlaupið spilaðist eiginlega fullkomlega út“ sagði Andrea sem bætti metið um rúmlega eina sekúndu þegar hún kom í mark á 10:07,38 mínútum. Íslandsmet slegið en Andrea var önnur í keppninni á eftir Andreeu Stavila frá Moldóvu, sem var sú eina sem átti betri tíma en Andrea fyrir hlaupið. „Það átti ein betri tíma en ég, sem heitir líka Andrea. Ég límdi mig fyrir aftan hana og svo missti ég hana svona síðustu þrjá hringina, en ég náði að halda góðum hraða og svo þegar ég var að fara yfir síðustu hindrunina sé ég að ég á séns í metið. Gaf allt í lokasprettinn og rétt náði því, gæti ekki verið sáttari“ sagði Andrea. Andrea og Andreea í hlaupi gærdagsins. FRÍ Andrea keppir aftur á Evrópubikarnum í Slóveníu síðar í dag, þegar hún tekur þátt í fimm kílómetra brautarhlaupi. Hún er nýbúin að slá Íslandsmetið í götuhlaupi í sömu vegalengd og því verður spennandi að sjá hvað Andrea gerir á brautinni í kvöld, klukkan 18:50. Hægt verður að fylgjast með mótinu í beinni útsendingu á Vísi. Andrea á annan besta tíma skráðra keppenda yfir allt sem er 16:32,42 mín frá því árið 2023 en hefur ekki hlaupið neitt á braut í ár og á því ekki ársbestan árangur.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Sjá meira