Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Aron Guðmundsson skrifar 26. júní 2025 08:01 Feðgarnir Rúnar Sigtryggsson og Andri Már Rúnarsson störfuðu saman hjá Leipzig. Nú hefur Rúnar verið látinn fara frá félaginu og óvíst hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir Andra. Vísir/Getty Eftir að föður hans var á dögunum sagt upp störfum sem þjálfari Leipzig í Þýskalandi, getur íslenski landsliðsmaðurinn í handbolta, Andri Már Rúnarsson leikmaður félagsins, virkjað ákvæði í samningi sínum sem gerir honum kleift að halda annað. Á dögunum sögðum við ykkur frá þeim krefjandi aðstæðum sem Rúnar Sigtryggsson hefur þurft að starfa við hjá þýska úrvalsdeildarfélaginu í handbolta, Leipzig en eftir síðastliðið tímabil var honum sagt upp störfum. Sonur Rúnars, hinn 22 ára gamli Andri Már, spilaði undir stjórn hans hjá Leipzig frá árinu 2023 og var markahæstur íslenskra leikmanna í þýsku úrvalsdeildinni á nýafstöðnu tímabili með 155 mörk. Rúnar hefur verið ánægður með þróunina hjá stráknum. „Ég held það sé alltaf fyrsta skrefið, þegar að þú kemur svona ungur inn, að byggja þig upp líkamlega. Að geta staðist mönnum snúning í þessari deild. Hann hefur náð því og svo hefur kosturinn fyrir hann verið sá að þegar að það hefur vantað fleiri leikmenn þá hefur hann á sama tíma fengið meiri spilatíma heldur en var kannski planað í upphafi. Hann hefur bara nýtt það feikilega vel. Ég hef ekki undan neinu að kvarta. Það er mikilvægt fyrir hann að hafa náð þessu skrefi, að vera standa sig og losna við þann stimpil að vera bara í liðinu því pabbi hans er að þjálfa.“ Kemur í ljós hvort Andri nýti ákvæðið Og er það stimpill sem þeir feðgar þurftu að berjast við, sérstaklega snemma í þeirra samstarfi. Óvíst er nú hvað tekur við hjá Andra nú þegar að faðir hans er ekki lengur þjálfari Leipzig. Brotthvarf föðurins gæti hins vegar haft áhrif. „Við gengum bara þannig frá málunum þegar að þetta byrjaði að ef þessi staða kæmi upp þá væri hann með ákvæði í sínum samningi um að geta hreyft sig. Svo kemur bara í ljós hvort hann nýti það ákvæði eða ekki. Pressan á honum sem ungum leikmanni er náttúrulega búin að þannig að hann sé sonur pabba síns sem er að þjálfa og að þess vegna sé hann alltaf að spila. Þetta var alveg vitað þegar að hann kom, þeir vildu fá hann eftir heimsmeistaramótið hjá u21 landsliðum en þá var þetta spurning um það hvort ég væri til í að standa í þessu því það fyrsta sem allir sjá þegar gengur illa er að sonurinn sé þarna. Þetta gerist bara sjálfvirkt. Ég er bara nokkuð ánægður með það hvernig þetta hefur þróast. Hann hefur allavegana náð að standa sig og slíta sig frá þessu.“ Eru líkur á því að hann færi sig eitthvað um set? „Það gæti alveg verið. En það er hans að ákveða það með sínum umboðsmanni.“ Þýski handboltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira
Á dögunum sögðum við ykkur frá þeim krefjandi aðstæðum sem Rúnar Sigtryggsson hefur þurft að starfa við hjá þýska úrvalsdeildarfélaginu í handbolta, Leipzig en eftir síðastliðið tímabil var honum sagt upp störfum. Sonur Rúnars, hinn 22 ára gamli Andri Már, spilaði undir stjórn hans hjá Leipzig frá árinu 2023 og var markahæstur íslenskra leikmanna í þýsku úrvalsdeildinni á nýafstöðnu tímabili með 155 mörk. Rúnar hefur verið ánægður með þróunina hjá stráknum. „Ég held það sé alltaf fyrsta skrefið, þegar að þú kemur svona ungur inn, að byggja þig upp líkamlega. Að geta staðist mönnum snúning í þessari deild. Hann hefur náð því og svo hefur kosturinn fyrir hann verið sá að þegar að það hefur vantað fleiri leikmenn þá hefur hann á sama tíma fengið meiri spilatíma heldur en var kannski planað í upphafi. Hann hefur bara nýtt það feikilega vel. Ég hef ekki undan neinu að kvarta. Það er mikilvægt fyrir hann að hafa náð þessu skrefi, að vera standa sig og losna við þann stimpil að vera bara í liðinu því pabbi hans er að þjálfa.“ Kemur í ljós hvort Andri nýti ákvæðið Og er það stimpill sem þeir feðgar þurftu að berjast við, sérstaklega snemma í þeirra samstarfi. Óvíst er nú hvað tekur við hjá Andra nú þegar að faðir hans er ekki lengur þjálfari Leipzig. Brotthvarf föðurins gæti hins vegar haft áhrif. „Við gengum bara þannig frá málunum þegar að þetta byrjaði að ef þessi staða kæmi upp þá væri hann með ákvæði í sínum samningi um að geta hreyft sig. Svo kemur bara í ljós hvort hann nýti það ákvæði eða ekki. Pressan á honum sem ungum leikmanni er náttúrulega búin að þannig að hann sé sonur pabba síns sem er að þjálfa og að þess vegna sé hann alltaf að spila. Þetta var alveg vitað þegar að hann kom, þeir vildu fá hann eftir heimsmeistaramótið hjá u21 landsliðum en þá var þetta spurning um það hvort ég væri til í að standa í þessu því það fyrsta sem allir sjá þegar gengur illa er að sonurinn sé þarna. Þetta gerist bara sjálfvirkt. Ég er bara nokkuð ánægður með það hvernig þetta hefur þróast. Hann hefur allavegana náð að standa sig og slíta sig frá þessu.“ Eru líkur á því að hann færi sig eitthvað um set? „Það gæti alveg verið. En það er hans að ákveða það með sínum umboðsmanni.“
Þýski handboltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira