Luka Modric fer til AC Milan eftir HM félagsliða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júní 2025 18:08 Luka Modric vann Meistaradeildina sex sinnum með Real Madrid en vill vinna fleiri titla hjá AC Milan. Getty/Diego Souto Króatinn Luka Modric hefur gert munnlegt samkomulag við ítalska félagið AC Milan um að spila með liðinu á komandi tímabili. Modric er nú staddur á heimsmeistaramóti félagsliða í Bandaríkjunum með Real Madrid en það var búið að gefa það út að hann yrði ekki áfram hjá spænska stórliðinu. Igli Tare, íþróttastjóri AC MIlan, hefur nú staðfest að hann hafi náð samkomulagi við Króatann. View this post on Instagram A post shared by 𝗧𝗵𝗲 𝗠𝗮𝗱𝗿𝗶𝗱 𝗩𝗶𝗲𝘄𝘀 (@themadridviews) „Ég ræddi við hann í eigin persónu og sá þar mann sem hefur mikinn metnað fyrir því að halda áfram að spila. Koma hans er mjög mikilvæg fyrir hópinn okkar sem þarf á leikmanni eins og honum að halda, leiðtoga,“ sagði Igli Tare. „Fyrsta spurningin sem Luka spurði mig var: Verðum við með lið sem er byggt til að vinna titla? Hann hefur unnið Meistaradeildina sex sinnum og vill vera stjörnuleikmaður í liðinu,“ sagði Tare. „Hann verður mikilvægur hvað varðar hugarfar, leiðtogahæfni og fagmennsku. Sú staðreynd að hann er líka stuðningsmaður AC Milan gerir þetta enn meira spennandi. Það væri frábært fyrir hann að eiga flott tímabil enda er HM landsliða á dagskrá næsta sumar,“ sagði Tare. Næsti leikur Modric með Real Madrid er á móti Pachuca á sunnudaginn. Hann er að reyna að vinna sinn 29. titil með spænska félaginu. Modric gerði samkomulagið við AC Milan í byrjun júní rétt fyrir HM félagsliða. Hann mun síðan skrifa undir þegar mótinu lýkur. Modric, sem verður fertugur í september, skrifar þá undir eins árs samning með möguleika á öðru tímabili til viðbótar. Hann fær um 3,5 milljónir evra í árslaun eða um fimm hundruð milljónir íslenskra króna. View this post on Instagram A post shared by Metrópoles Esportes (@metropolesesportes) Ítalski boltinn Spænski boltinn HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Sjá meira
Modric er nú staddur á heimsmeistaramóti félagsliða í Bandaríkjunum með Real Madrid en það var búið að gefa það út að hann yrði ekki áfram hjá spænska stórliðinu. Igli Tare, íþróttastjóri AC MIlan, hefur nú staðfest að hann hafi náð samkomulagi við Króatann. View this post on Instagram A post shared by 𝗧𝗵𝗲 𝗠𝗮𝗱𝗿𝗶𝗱 𝗩𝗶𝗲𝘄𝘀 (@themadridviews) „Ég ræddi við hann í eigin persónu og sá þar mann sem hefur mikinn metnað fyrir því að halda áfram að spila. Koma hans er mjög mikilvæg fyrir hópinn okkar sem þarf á leikmanni eins og honum að halda, leiðtoga,“ sagði Igli Tare. „Fyrsta spurningin sem Luka spurði mig var: Verðum við með lið sem er byggt til að vinna titla? Hann hefur unnið Meistaradeildina sex sinnum og vill vera stjörnuleikmaður í liðinu,“ sagði Tare. „Hann verður mikilvægur hvað varðar hugarfar, leiðtogahæfni og fagmennsku. Sú staðreynd að hann er líka stuðningsmaður AC Milan gerir þetta enn meira spennandi. Það væri frábært fyrir hann að eiga flott tímabil enda er HM landsliða á dagskrá næsta sumar,“ sagði Tare. Næsti leikur Modric með Real Madrid er á móti Pachuca á sunnudaginn. Hann er að reyna að vinna sinn 29. titil með spænska félaginu. Modric gerði samkomulagið við AC Milan í byrjun júní rétt fyrir HM félagsliða. Hann mun síðan skrifa undir þegar mótinu lýkur. Modric, sem verður fertugur í september, skrifar þá undir eins árs samning með möguleika á öðru tímabili til viðbótar. Hann fær um 3,5 milljónir evra í árslaun eða um fimm hundruð milljónir íslenskra króna. View this post on Instagram A post shared by Metrópoles Esportes (@metropolesesportes)
Ítalski boltinn Spænski boltinn HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Sjá meira