Sjáðu Íslandsmetin falla og fagnaðarlætin í lauginni Ágúst Orri Arnarson skrifar 26. júní 2025 10:02 Íslenska frjálsíþróttalandsliðið átti frábæra daga á Evrópubikarnum. FRÍ Íslenska frjálsíþróttalandsliðið átti tvo frábæra daga á Evrópubikarnum í Maribor í Slóveníu. Fjögur Íslandsmet féllu, stórkostleg stemning myndaðist meðal hópsins og árangrinum var fagnað með miklu fjöri. Fullkomið hlaup Andreu Andrea Kolbeinsdóttir varð fyrst til að fella Íslandsmet, sitt eigið, þegar hún hljóp þrjú þúsund metra hindrunarhlaup á fyrri keppnisdeginum. Hún hljóp að eigin sögn fullkomið hlaup, kom í mark á 10:07,38 mínútum og bætti Íslandsmetið um rúmlega eina sekúndu. Andrea bætti eigið Íslandsmet. Mikil og góð samstaða myndaðist í íslenska hópnum Ósvikin gleði hjá Irmu Irma Gunnarsdóttir varð svo önnur til að fella Íslandsmet en hún gerði það í gær með 13,72 metra löngu þrístökki. Það sýndi sig í útsendingu frá mótinu hversu miklu máli það skipti Irmu að bæta eigið Íslandsmet, gleðin var ósvikin hjá henni er nýtt Íslandsmet var staðfest og kollegar hennar í íslenska landsliðinu fögnuðu ákaft úr stúkunni líkt og sjá má hér fyrir neðan. Allir íslenskir keppendur studdu vel hvor við annan. Eir Chang bætti met liðsfélaga Eir Chang Hlésdóttir setti þriðja Íslandsmetið á Evrópubikarnum í frjálsíþróttum í gær þegar hún sló metið í tvö hundruð metra hlaupi. Eir sló þar Íslandsmet liðsfélaga síns því gamla metið átti Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir sem var einnig að keppa fyrir Ísland í Evrópubikarnum. What a reaction…and a name to watch! 🫶Only 17, Iceland’s Eir Hlesdottir 🇮🇸 wins the women’s 200m in a national senior record of 23.44! ⚡️ #ETCH2025 #Maribor2025 pic.twitter.com/urhkGS6Do6— European Athletics (@EuroAthletics) June 25, 2025 View this post on Instagram A post shared by European Athletics (@europeanathletics) Boðhlaupssveitin stakk sér til sunds Íslenska boðhlaupssveitin í blönduðu 4×400 metra boðhlaupi innsiglaði svo frábæran árangur íslenska liðsins með því að setja fjórða Íslandsmetið á mótinu, þegar þau komu í mark á 3:25,96 mínútum. Íslensku sveitina skipuðu þau Ívar Kristinn Jasonarson, Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, Sæmundur Ólafsson og Ísold Sævarsdóttir, sem fengu sér sundsprett eftir á og fögnuðu metinu. „Alvöru liðsandi, ekki bara í þessu liði heldur öllu íslenska liðinu“ sögðu þau. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) View this post on Instagram A post shared by European Athletics (@europeanathletics) Samstaðan mikil milli reynslubolta og nýliða „Það var frábært að fylgjast með liðinu keppa, liði sem samanstendur af reynsluboltum og nýliðum, liði þar sem augljóst er að samstaðan og stemmingin er mikil og liði sem lagði allt sitt í keppnina og sýndi hvað í því býr“ sagði Soffía Svanhildar Felixdóttir, fræðslustjóri Frjálsíþróttasambandsins, eftir mótið. View this post on Instagram A post shared by European Athletics (@europeanathletics) View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) Frjálsar íþróttir Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Sjá meira
Fullkomið hlaup Andreu Andrea Kolbeinsdóttir varð fyrst til að fella Íslandsmet, sitt eigið, þegar hún hljóp þrjú þúsund metra hindrunarhlaup á fyrri keppnisdeginum. Hún hljóp að eigin sögn fullkomið hlaup, kom í mark á 10:07,38 mínútum og bætti Íslandsmetið um rúmlega eina sekúndu. Andrea bætti eigið Íslandsmet. Mikil og góð samstaða myndaðist í íslenska hópnum Ósvikin gleði hjá Irmu Irma Gunnarsdóttir varð svo önnur til að fella Íslandsmet en hún gerði það í gær með 13,72 metra löngu þrístökki. Það sýndi sig í útsendingu frá mótinu hversu miklu máli það skipti Irmu að bæta eigið Íslandsmet, gleðin var ósvikin hjá henni er nýtt Íslandsmet var staðfest og kollegar hennar í íslenska landsliðinu fögnuðu ákaft úr stúkunni líkt og sjá má hér fyrir neðan. Allir íslenskir keppendur studdu vel hvor við annan. Eir Chang bætti met liðsfélaga Eir Chang Hlésdóttir setti þriðja Íslandsmetið á Evrópubikarnum í frjálsíþróttum í gær þegar hún sló metið í tvö hundruð metra hlaupi. Eir sló þar Íslandsmet liðsfélaga síns því gamla metið átti Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir sem var einnig að keppa fyrir Ísland í Evrópubikarnum. What a reaction…and a name to watch! 🫶Only 17, Iceland’s Eir Hlesdottir 🇮🇸 wins the women’s 200m in a national senior record of 23.44! ⚡️ #ETCH2025 #Maribor2025 pic.twitter.com/urhkGS6Do6— European Athletics (@EuroAthletics) June 25, 2025 View this post on Instagram A post shared by European Athletics (@europeanathletics) Boðhlaupssveitin stakk sér til sunds Íslenska boðhlaupssveitin í blönduðu 4×400 metra boðhlaupi innsiglaði svo frábæran árangur íslenska liðsins með því að setja fjórða Íslandsmetið á mótinu, þegar þau komu í mark á 3:25,96 mínútum. Íslensku sveitina skipuðu þau Ívar Kristinn Jasonarson, Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, Sæmundur Ólafsson og Ísold Sævarsdóttir, sem fengu sér sundsprett eftir á og fögnuðu metinu. „Alvöru liðsandi, ekki bara í þessu liði heldur öllu íslenska liðinu“ sögðu þau. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) View this post on Instagram A post shared by European Athletics (@europeanathletics) Samstaðan mikil milli reynslubolta og nýliða „Það var frábært að fylgjast með liðinu keppa, liði sem samanstendur af reynsluboltum og nýliðum, liði þar sem augljóst er að samstaðan og stemmingin er mikil og liði sem lagði allt sitt í keppnina og sýndi hvað í því býr“ sagði Soffía Svanhildar Felixdóttir, fræðslustjóri Frjálsíþróttasambandsins, eftir mótið. View this post on Instagram A post shared by European Athletics (@europeanathletics) View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics)
Frjálsar íþróttir Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Sjá meira