„Augljóst að stjórnarandstöðunni hefur gjörsamlega mistekist“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 26. júní 2025 12:13 Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði. Vísir/Vilhelm Fylgi Sjálfstæðisflokksins heldur áfram að dala á meðan að Samfylkingin bætir við sig í nýjustu könnun Maskínu. Þó að Miðflokkurinn sé hástökkvari mánaðarins segir stjórnmálafræðingur könnuna skýrt merki um að málflutningur stjórnarandstöðunnar sé ekki að borga sig. Miðflokkurinn bætir mest við sig á milli mánaða í nýjustu könnun Maskínu eða 3,3 prósentustig og mælist nú með 13 prósenta fylgi. Miðflokkur og Samfylking bæta við sig Samfylkingin heldur áfram að bæta við sig og mælist nú með 28,1 prósenta fylgi eftir að hafa fengið 20,8 prósent atkvæða í alþingiskosningum í lok nóvember. Á sama tíma heldur fylgi Sjálfstæðisflokksins áfram að dala sem mælist nú með 17,3 prósenta fylgi eftir að hafa hlotið 19,4 prósent atkvæða í síðustu kosningum. Flokkur fólksins tapar 0,6 prósenta fylgi frá könnun í maímánuði og mælist nú með 6,6 prósent atkvæða sem er rúmlega helmingur af atkvæðum flokksins í síðustu kosningum. Fylgi Viðreisnar dalar einnig og mælist nú 15,3 prósent. Lítil sem engin breyting hefur orðið á fylgi Framsóknar, Pírata, Sósíalista og Vinstri grænna. Gengi ríkisstjórnarinnar það besta frá hruni Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur segir það merkilegt að ríkisstjórnin haldi enn um 50 prósenta fylgi sem sé óvenjulegt þegar meira en sex mánuðir eru liðnir frá kosningum ef litið er til síðustu ára. „Það lang merkilegasta við þessa könnun er að eftir sjö mánuði frá kosningum hafa styrkleika hlutföllin á milli ríkisstjórnarflokkanna og stjórnarandstöðuflokkanna ekkert breyst. Allar götur frá hruni hefur það verið þannig að ríkisstjórnin byrjar með mjög gott gengi, kannski 60 prósent stuðning alveg eins og núverandi ríkisstjórn. Þetta hefur farið mjög hratt niður hjá öllum öðrum ríkisstjórnum. Það að ríkisstjórnin hafi haldið sínu fylgi í sjö mánuði er heldur betra en hjá öllum öðrum ríkisstjórnum eftir hrun. Stjórnarandstaðan getur ekki verið ánægð með þessar tölur.“ Hann bendir á að í síðustu kosningum hlutu stjórnarandstöðuflokkarnir þrír sem nú eru á þingi um 37 prósent atkvæða samtals og mælast nú með svipað fylgi. „Þegar Miðflokkurinn fer upp þá fer Sjálfstæðisflokkurinn niður og öfugt. Það bendir til þess að þessir tveir hægriflokkar séu að sækja í sama kjósendamarkaðinn en þeim hefur ekkert tekist að stækka þann markað á þessum sjö mánuðum sem liðnir eru frá kosningum.“ Tafarleiki og málþóf borgi sig ekki Hann segir könnuna merki um að barátta stjórnarandstöðunnar á þingi sé ekki að skila sér í auknu fylgi. „Það er náttúrulega bara augljóst að stjórnarandstöðunni hefur gjörsamlega mistekist að ná til sín einhverjum nýjum kjósendum. Hún hefur verið með mjög harkalega stjórnarandstöðu á þingi og hefur verið með tafarleika og málþóf en það virðist ekki vera að skila stjórnarandstöðunni nokkrum sköpuðum hlut. Að minnsta kosti ekki ennþá.“ Hann segir of snemmt að segja til um hvort Flokkur fólksins sé kominn í fallbaráttu þó að fylgi flokksins hafi dalað frá kosningum. „Flokkur fólksins hefur tapað verulegu fylgi frá kosningunum svo líklega hefur töluvert fylgi farið af Flokki fólksins til Samfylkingarinnar. Þó skal hafa í huga að á undanförnum árum hefur það oft gerst að fylgi Samfylkingarinnar er ofmælt í könnunum á milli kosninga og Flokkur fólksins er vanmældur. Hann hefur lent í nokkrum stórsjóum, Flokkur fólksins, en aðallega held ég að þeir muni hugga sig við að vita að fylgi Flokk fólksins alveg frá því að flokkurinn kom fyrst fram hefur fylgið mælst mun minna í könnunum en Flokkur fólksins hefur svo fengið upp úr kössunum.“ Alþingi Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Flokkur fólksins Viðreisn Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Miðflokkurinn bætir mest við sig á milli mánaða í nýjustu könnun Maskínu eða 3,3 prósentustig og mælist nú með 13 prósenta fylgi. Miðflokkur og Samfylking bæta við sig Samfylkingin heldur áfram að bæta við sig og mælist nú með 28,1 prósenta fylgi eftir að hafa fengið 20,8 prósent atkvæða í alþingiskosningum í lok nóvember. Á sama tíma heldur fylgi Sjálfstæðisflokksins áfram að dala sem mælist nú með 17,3 prósenta fylgi eftir að hafa hlotið 19,4 prósent atkvæða í síðustu kosningum. Flokkur fólksins tapar 0,6 prósenta fylgi frá könnun í maímánuði og mælist nú með 6,6 prósent atkvæða sem er rúmlega helmingur af atkvæðum flokksins í síðustu kosningum. Fylgi Viðreisnar dalar einnig og mælist nú 15,3 prósent. Lítil sem engin breyting hefur orðið á fylgi Framsóknar, Pírata, Sósíalista og Vinstri grænna. Gengi ríkisstjórnarinnar það besta frá hruni Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur segir það merkilegt að ríkisstjórnin haldi enn um 50 prósenta fylgi sem sé óvenjulegt þegar meira en sex mánuðir eru liðnir frá kosningum ef litið er til síðustu ára. „Það lang merkilegasta við þessa könnun er að eftir sjö mánuði frá kosningum hafa styrkleika hlutföllin á milli ríkisstjórnarflokkanna og stjórnarandstöðuflokkanna ekkert breyst. Allar götur frá hruni hefur það verið þannig að ríkisstjórnin byrjar með mjög gott gengi, kannski 60 prósent stuðning alveg eins og núverandi ríkisstjórn. Þetta hefur farið mjög hratt niður hjá öllum öðrum ríkisstjórnum. Það að ríkisstjórnin hafi haldið sínu fylgi í sjö mánuði er heldur betra en hjá öllum öðrum ríkisstjórnum eftir hrun. Stjórnarandstaðan getur ekki verið ánægð með þessar tölur.“ Hann bendir á að í síðustu kosningum hlutu stjórnarandstöðuflokkarnir þrír sem nú eru á þingi um 37 prósent atkvæða samtals og mælast nú með svipað fylgi. „Þegar Miðflokkurinn fer upp þá fer Sjálfstæðisflokkurinn niður og öfugt. Það bendir til þess að þessir tveir hægriflokkar séu að sækja í sama kjósendamarkaðinn en þeim hefur ekkert tekist að stækka þann markað á þessum sjö mánuðum sem liðnir eru frá kosningum.“ Tafarleiki og málþóf borgi sig ekki Hann segir könnuna merki um að barátta stjórnarandstöðunnar á þingi sé ekki að skila sér í auknu fylgi. „Það er náttúrulega bara augljóst að stjórnarandstöðunni hefur gjörsamlega mistekist að ná til sín einhverjum nýjum kjósendum. Hún hefur verið með mjög harkalega stjórnarandstöðu á þingi og hefur verið með tafarleika og málþóf en það virðist ekki vera að skila stjórnarandstöðunni nokkrum sköpuðum hlut. Að minnsta kosti ekki ennþá.“ Hann segir of snemmt að segja til um hvort Flokkur fólksins sé kominn í fallbaráttu þó að fylgi flokksins hafi dalað frá kosningum. „Flokkur fólksins hefur tapað verulegu fylgi frá kosningunum svo líklega hefur töluvert fylgi farið af Flokki fólksins til Samfylkingarinnar. Þó skal hafa í huga að á undanförnum árum hefur það oft gerst að fylgi Samfylkingarinnar er ofmælt í könnunum á milli kosninga og Flokkur fólksins er vanmældur. Hann hefur lent í nokkrum stórsjóum, Flokkur fólksins, en aðallega held ég að þeir muni hugga sig við að vita að fylgi Flokk fólksins alveg frá því að flokkurinn kom fyrst fram hefur fylgið mælst mun minna í könnunum en Flokkur fólksins hefur svo fengið upp úr kössunum.“
Alþingi Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Flokkur fólksins Viðreisn Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira