Færeyingar í undanúrslitin á HM og gætu mætt Dönum í úrslitaleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júní 2025 20:45 Óli Mittun hefur verið frábær á þessu heimsmeistaramóti og er bæði að skora og leggja upp mörk fyrir liðið. Getty/Andreas Gora Færeyska 21 árs landsliðið í handbolta er komið alla leið í undanúrslitin á heimsmeistaramótinu í handbolta í Póllandi eftir sigur á Slóvenum í kvöld. Færeyingar unnu tveggja marka sigur á Slóveníu, 35-33, í átta liða úrslitum í kvöld og tryggðu sér undanúrslitaleik á móti Portúgal. Vinni færeyska liðið þennan undanúrslitaleik þá gætum við fengið úrslitaleik á HM í ár á milli Danmerkur og Færeyjar. Danir komust í undanúrslit með 25-23 sigri á Norðmönnum. Færeyingar skildu Íslendinga eftir í riðlinum og unnu síðan Frakka á leið sinni í átta liða úrslitin. Frábær fyrri hálfleikur skilaði færeyska liðinu sex marka forystu í hálfleik, 19-13. Slóvenska liðið beit aðeins frá sér í seinni hálfleiknum og minnkuðu muninn í eitt mark undir blálokin. Færeyingar héldu hins vegar út og fögnuðu frábærum sigri. Þetta er þegar orðinn besti árangur færeyska 21 árs landsliðsins sem endaði í sjöunda sæti á síðasta HM sem var áður besta frammistaðan. Það er magnað að þessi litla þjóð sé að skila landsliði í leik um verðlaun á heimsmeistaramóti. Óli Mittún fór að venju fyrir færeyska liðinu en Isak Vedelsbol átti líka stórleik og skoraði tíu mörk. Mittún var með sex mörk og þrjár stoðsendingar en var í strangri gæslu hjá Slóvenum. Niklas Gaard var með fimm mörk og Högni Heinason skoraði fjögur mörk auk þess að gefa átta stoðsendingar. Svíar komust líka í undanúrslit eftir sex marka sigur á Þjóðverjum, 32-26, og Norðurlandaþjóðirnar verða því þrjár í undanúrslitunum í ár. Portúgal er eina þjóðin sem er ekki þaðan en Portúgalar slógu Egypta út úr átta liða úrslitunum. View this post on Instagram A post shared by Handballnews24 (@handballnews24) Handbolti Færeyjar Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Sjá meira
Færeyingar unnu tveggja marka sigur á Slóveníu, 35-33, í átta liða úrslitum í kvöld og tryggðu sér undanúrslitaleik á móti Portúgal. Vinni færeyska liðið þennan undanúrslitaleik þá gætum við fengið úrslitaleik á HM í ár á milli Danmerkur og Færeyjar. Danir komust í undanúrslit með 25-23 sigri á Norðmönnum. Færeyingar skildu Íslendinga eftir í riðlinum og unnu síðan Frakka á leið sinni í átta liða úrslitin. Frábær fyrri hálfleikur skilaði færeyska liðinu sex marka forystu í hálfleik, 19-13. Slóvenska liðið beit aðeins frá sér í seinni hálfleiknum og minnkuðu muninn í eitt mark undir blálokin. Færeyingar héldu hins vegar út og fögnuðu frábærum sigri. Þetta er þegar orðinn besti árangur færeyska 21 árs landsliðsins sem endaði í sjöunda sæti á síðasta HM sem var áður besta frammistaðan. Það er magnað að þessi litla þjóð sé að skila landsliði í leik um verðlaun á heimsmeistaramóti. Óli Mittún fór að venju fyrir færeyska liðinu en Isak Vedelsbol átti líka stórleik og skoraði tíu mörk. Mittún var með sex mörk og þrjár stoðsendingar en var í strangri gæslu hjá Slóvenum. Niklas Gaard var með fimm mörk og Högni Heinason skoraði fjögur mörk auk þess að gefa átta stoðsendingar. Svíar komust líka í undanúrslit eftir sex marka sigur á Þjóðverjum, 32-26, og Norðurlandaþjóðirnar verða því þrjár í undanúrslitunum í ár. Portúgal er eina þjóðin sem er ekki þaðan en Portúgalar slógu Egypta út úr átta liða úrslitunum. View this post on Instagram A post shared by Handballnews24 (@handballnews24)
Handbolti Færeyjar Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Sjá meira