Standa saman gegn „óskiljanlegri“ ósk Vegagerðarinnar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 27. júní 2025 14:20 Samstaða er meðal Akureyringa um stóra umferðarljósamálið. Baldur Kristjáns/Vísir/Markaðsstofa Norðurlands Bæjarstjóri á Akureyri getur ekki ímyndað sér annað en að öll bæjarstjórn leggist gegn tillögu Vegagerðarinnar um að fjarlægja hjartalöguð umferðarljós í bænum. Fulltrúi í skipulagsráði bæjarins segir sín fyrstu viðbrögð hafa verið að henda tillögunni í ruslið. „Við eigum náttúrlega eftir að fá þetta til umfjöllunar. Ég get ekki trúað öðru en að við munum hafna þessu alfarið,“ segir Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri í samtali við fréttastofu. Hún segir að það kæmi henni mjög á óvart ef einhver í bæjarstjórn tæki afstöðu með ósk Vegagerðarinnar. „Óskiljanlegt að þetta sé forgangsatriði“ Greint var frá því í gær að Vegagerðin hefði óskað eftir því við skipulagsráð Akureyrarbæjar að hjörtun yrðu fjarlægð. Stofnunin hafi fengið ábendingar um að þau ógni umferðaröryggi. „Þetta er búið að vera í sautján ár og það er óskiljanlegt að þetta sé forgangsatriði hjá Vegagerðinni,“ segir Ásthildur. Sindri S. Kristjánsson varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri situr í skipulagsráði bæjarins, sem tók við erindinu. Hann tjáði sig um málið á samfélagsmiðlum í dag. Fyrstu viðbrögð að henda bréfinu í ruslið „Mín fyrstu viðbrögð voru að henda þessu bréfi í ruslið, slíkt er glóruleysið að mínu mati. En það er víst ekki góð stjórnsýsla. Þannig að afgreiðslu málsins var frestað á meðan við ráðum ráðum okkar. Það kemur engan veginn til greina af minni hálfu að verða við þessari kröfu Vegagerðarinnar. Við eyðum ekki af yfirborði jarðar einu helsta kennileiti bæjarins, hérlendis og erlendis, byggt á einu bréfi,“ skrifar Sindri á Facebook. Í fundargerð skipulagsráðsins síðan í fyrradag segir að ráðið fresti afgreiðslu á málinu. Sindri vekur athygli á að á síðasta fundi skipulagsráðsins hafi verið kynnt áttatíu blaðsíðna löng drög að nýrri umferðaröryggisáætlun fyrir Akureyri, unnum af verkfræðistofunni Eflu. Hvergi í drögunum sé minnst á umferðarljósin. Rögnvaldur Már Helgason verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Norðurlands birti í gær grein á vef Markaðsstofunnar þar sem saga umferðarljósanna er rekin. „Forsaga hjartanna nær til ársins 2008 en það sumar tók hátíðin Ein með öllu sem haldin er um verslunarmannahelgi miklum breytingum sem fjölskylduhátíð. Eitt af því sem gert var til að leggja áherslu á gildi hátíðarinnar var að setja rauð hjörtu í umferðaljósin og vöktu þau mikla lukku,“ segir í greininni sem rituð er af Agli Bjarnasyni. Þess má geta að sumarið áður skók Lúkasarmálið alræmda Akureyri. Málið vakti miklar umræður um flökkusögur og dómstól götunnar. Hvort Lúkasarmálið hafi haft áhrif á breyttar áherslur hátíðarinnar skal þó látið liggja milli hluta. Ríkulegur þáttur í sögu bæjarins. Í efnahagshruninu 2008 hafi Akureyrarstofa sett af stað átak að nafni „Brostu með hjartanu“ og hjartað fest sig í sessi sem eitt einkenni bæjarins. „Það er algjör tilviljun að ég birti þessa færslu fyrir hádegi en eftir hádegi fyllist Facebook hjá mér af færslum um þessi rauðu hjörtu. Ég hafði ekki hugmynd um að þetta væri í gangi,“ segir Rögnvaldur í samtali við fréttastofu. „Það er skrítið að þetta sé allt í einu núna komið í umræðuna. Við höfum verið að segja þessa sögu um hjörtun í mörg ár og hún slær alltaf í gegn.“ Hjörtun séu ríkulegur þáttur af sögu Akureyrarbæjar, sem hann vonast til að geta haldið áfram að segja ferðamönnum, blaðamönnum, ferðaskrifstofufólki og öðrum gestum. Rögnvaldur finnur fyrir miklum samhug meðal Akureyringa um að ljósin skuli standa. „Facebook feedið mitt fylltist af færslum frá fólki sem vill ekki að þau fari. Þetta hefur auðvitað aldrei verið neitt annað en jákvæð skilaboð.“ Akureyri Menning Umferðaröryggi Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Sjá meira
„Við eigum náttúrlega eftir að fá þetta til umfjöllunar. Ég get ekki trúað öðru en að við munum hafna þessu alfarið,“ segir Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri í samtali við fréttastofu. Hún segir að það kæmi henni mjög á óvart ef einhver í bæjarstjórn tæki afstöðu með ósk Vegagerðarinnar. „Óskiljanlegt að þetta sé forgangsatriði“ Greint var frá því í gær að Vegagerðin hefði óskað eftir því við skipulagsráð Akureyrarbæjar að hjörtun yrðu fjarlægð. Stofnunin hafi fengið ábendingar um að þau ógni umferðaröryggi. „Þetta er búið að vera í sautján ár og það er óskiljanlegt að þetta sé forgangsatriði hjá Vegagerðinni,“ segir Ásthildur. Sindri S. Kristjánsson varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri situr í skipulagsráði bæjarins, sem tók við erindinu. Hann tjáði sig um málið á samfélagsmiðlum í dag. Fyrstu viðbrögð að henda bréfinu í ruslið „Mín fyrstu viðbrögð voru að henda þessu bréfi í ruslið, slíkt er glóruleysið að mínu mati. En það er víst ekki góð stjórnsýsla. Þannig að afgreiðslu málsins var frestað á meðan við ráðum ráðum okkar. Það kemur engan veginn til greina af minni hálfu að verða við þessari kröfu Vegagerðarinnar. Við eyðum ekki af yfirborði jarðar einu helsta kennileiti bæjarins, hérlendis og erlendis, byggt á einu bréfi,“ skrifar Sindri á Facebook. Í fundargerð skipulagsráðsins síðan í fyrradag segir að ráðið fresti afgreiðslu á málinu. Sindri vekur athygli á að á síðasta fundi skipulagsráðsins hafi verið kynnt áttatíu blaðsíðna löng drög að nýrri umferðaröryggisáætlun fyrir Akureyri, unnum af verkfræðistofunni Eflu. Hvergi í drögunum sé minnst á umferðarljósin. Rögnvaldur Már Helgason verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Norðurlands birti í gær grein á vef Markaðsstofunnar þar sem saga umferðarljósanna er rekin. „Forsaga hjartanna nær til ársins 2008 en það sumar tók hátíðin Ein með öllu sem haldin er um verslunarmannahelgi miklum breytingum sem fjölskylduhátíð. Eitt af því sem gert var til að leggja áherslu á gildi hátíðarinnar var að setja rauð hjörtu í umferðaljósin og vöktu þau mikla lukku,“ segir í greininni sem rituð er af Agli Bjarnasyni. Þess má geta að sumarið áður skók Lúkasarmálið alræmda Akureyri. Málið vakti miklar umræður um flökkusögur og dómstól götunnar. Hvort Lúkasarmálið hafi haft áhrif á breyttar áherslur hátíðarinnar skal þó látið liggja milli hluta. Ríkulegur þáttur í sögu bæjarins. Í efnahagshruninu 2008 hafi Akureyrarstofa sett af stað átak að nafni „Brostu með hjartanu“ og hjartað fest sig í sessi sem eitt einkenni bæjarins. „Það er algjör tilviljun að ég birti þessa færslu fyrir hádegi en eftir hádegi fyllist Facebook hjá mér af færslum um þessi rauðu hjörtu. Ég hafði ekki hugmynd um að þetta væri í gangi,“ segir Rögnvaldur í samtali við fréttastofu. „Það er skrítið að þetta sé allt í einu núna komið í umræðuna. Við höfum verið að segja þessa sögu um hjörtun í mörg ár og hún slær alltaf í gegn.“ Hjörtun séu ríkulegur þáttur af sögu Akureyrarbæjar, sem hann vonast til að geta haldið áfram að segja ferðamönnum, blaðamönnum, ferðaskrifstofufólki og öðrum gestum. Rögnvaldur finnur fyrir miklum samhug meðal Akureyringa um að ljósin skuli standa. „Facebook feedið mitt fylltist af færslum frá fólki sem vill ekki að þau fari. Þetta hefur auðvitað aldrei verið neitt annað en jákvæð skilaboð.“
Akureyri Menning Umferðaröryggi Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Sjá meira