Enn óvissa um þinglok Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 27. júní 2025 11:15 Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis segir þingfundi hafa lokið í gær um miðnætti. Vísir/Vilhelm Algjör óvissa er enn um hvenær Alþingi nær að ljúka störfum. Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis segir mörg mál bíða afgreiðslu en veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar er aftur á dagskrá þingsins í dag. Heitar umræður hafa staðið yfir á Alþingi undanfarið og sér ekki fyrir endann á þinginu og óvíst hvenær þingmenn komast í sumarfrí. Töluverður tími þingamanna hefur farið í rað ræða frumvarp ríkisstjórnarinnar um veiðigjaldið. Umræðum um frumvarpið var haldið áfram í gær og stóðu þær til miðnættis. Í gærkvöldi hittust formenn þingflokkanna til að reyna að ná samkomulagi um þinglok en ekkert slíkt samkomulag náðist á þeim fundi. „Þingfundum í gærkvöldi var frestað vegna þess að þingflokksformenn sátu og funduðu í allt gærkvöld og það verður framhald af fundarhöldum forsvarsmanna í dag,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis um stöðu mála. Þingfundur hófst á ný klukkan tíu en þrjú mál eru á dagskrá. Eitt er varðar kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík, annað Jöfnunarsjóð sveitarfélaga en það þriðja er veiðigjaldið. Þá bíða fleiri mál eftir því að vera rædd í þingsal. „Það eru örugglega einhverjir tugir þingmála sem að bíða afgreiðslu. Sem að hafa verið afgreidd úr nefndum og hægt er að ljúka á þessu þingi ef vilji er til.“ Þórunn segir enn ekkert hægt að segja til um hvenær þing ljúki störfum. „Umræðan hefur vissulega verið mjög löng en við erum á þeim stað í þingstörfunum að öll eru meðvituð um það að það þarf að komast samningum og samkomulagi um þinglokin og það er vonandi það sem að gerist núna bráðlega. Samtölin eru í gangi og það er verið að funda og því lýkur þegar því líkur.“ Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir Þingfundi ítrekað frestað meðan þingflokksformenn fundaÞað þarf ekki að biðjast afsökunar á því að segja satt Þingfundi var frestað rétt fyrir átta í kvöld á meðan þingflokksformenn sitja á fundi og ræða þinglok. Fundinum var frestað um hálftíma en hefur ítrekað verið frestað aftur á meðan fundur stendur enn yfir. 26. júní 2025 22:53 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Sjá meira
Heitar umræður hafa staðið yfir á Alþingi undanfarið og sér ekki fyrir endann á þinginu og óvíst hvenær þingmenn komast í sumarfrí. Töluverður tími þingamanna hefur farið í rað ræða frumvarp ríkisstjórnarinnar um veiðigjaldið. Umræðum um frumvarpið var haldið áfram í gær og stóðu þær til miðnættis. Í gærkvöldi hittust formenn þingflokkanna til að reyna að ná samkomulagi um þinglok en ekkert slíkt samkomulag náðist á þeim fundi. „Þingfundum í gærkvöldi var frestað vegna þess að þingflokksformenn sátu og funduðu í allt gærkvöld og það verður framhald af fundarhöldum forsvarsmanna í dag,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis um stöðu mála. Þingfundur hófst á ný klukkan tíu en þrjú mál eru á dagskrá. Eitt er varðar kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík, annað Jöfnunarsjóð sveitarfélaga en það þriðja er veiðigjaldið. Þá bíða fleiri mál eftir því að vera rædd í þingsal. „Það eru örugglega einhverjir tugir þingmála sem að bíða afgreiðslu. Sem að hafa verið afgreidd úr nefndum og hægt er að ljúka á þessu þingi ef vilji er til.“ Þórunn segir enn ekkert hægt að segja til um hvenær þing ljúki störfum. „Umræðan hefur vissulega verið mjög löng en við erum á þeim stað í þingstörfunum að öll eru meðvituð um það að það þarf að komast samningum og samkomulagi um þinglokin og það er vonandi það sem að gerist núna bráðlega. Samtölin eru í gangi og það er verið að funda og því lýkur þegar því líkur.“
Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir Þingfundi ítrekað frestað meðan þingflokksformenn fundaÞað þarf ekki að biðjast afsökunar á því að segja satt Þingfundi var frestað rétt fyrir átta í kvöld á meðan þingflokksformenn sitja á fundi og ræða þinglok. Fundinum var frestað um hálftíma en hefur ítrekað verið frestað aftur á meðan fundur stendur enn yfir. 26. júní 2025 22:53 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Sjá meira
Þingfundi ítrekað frestað meðan þingflokksformenn fundaÞað þarf ekki að biðjast afsökunar á því að segja satt Þingfundi var frestað rétt fyrir átta í kvöld á meðan þingflokksformenn sitja á fundi og ræða þinglok. Fundinum var frestað um hálftíma en hefur ítrekað verið frestað aftur á meðan fundur stendur enn yfir. 26. júní 2025 22:53