Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Ágúst Orri Arnarson skrifar 27. júní 2025 14:52 Halldór Árnason segir Daniel Obbekjær ekki hafa hentað leikstíl Breiðabliks og hann sé of góður til að sitja á bekknum. vísir Daniel Obbekjær hefur yfirgefið herbúðir Breiðabliks og heldur nú aftur til Færeyja, þaðan sem hann kom fyrir ári síðan. Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, segir leikstíl liðsins ekki hafa hentað honum og Daniel sé of góður miðvörður til að sitja bara á bekknum. Áhugaverður kostur sem bauðst óvænt Halldór segir Daniel hafa komið óvænt til liðsins rétt fyrir tímabilið í fyrra og leyst miðvarðarstöðuna óaðfinnanlega í leikjunum sem hann spilaði, en liðið þurfti að aðlaga leikstílinn að honum í þeim leikjum. „Daniel kemur til okkar í fyrra til að auka breiddina og ýta aðeins við Damir og Viktori. Kemur óvænt stuttu fyrir tímabilið og var áhugaverður kostur. Strákur sem hafði spilað tíu yngri landsleiki fyrir Dani, spilaði í dönsku úrvalsdeildinni sautján ára og hafði verið allra besti hafsentinn í Færeyjum árið áður [en hann kom til Breiðabliks.] Ekki alveg þessi týpiski Breiðabliksleikmaður en hafði samt mjög margt sem við töldum okkar getað nýtt og hann var frábær fyrir okkur í fyrra. Ekki í stóru hlutverki framan af en leysir leikina þegar Damir rófubeinsbrotnaði og gerði það bara óaðfinnanlega, en vissulega þurftum við aðeins að aðlaga liðið til að fá það besta út úr honum. Gerðum það í fjórum, fimm leikjum og hann átti ristastóran þátt í þessum Íslandsmeistaratitli“ sagði Halldór um danska miðvörðinn sem hefur nú skrifað undir hjá RSÍ Runavík. View this post on Instagram A post shared by NSÍ Runavík FC (@nsirunavikfc) Hentar ekki leikstílnum Daniel hefur lítið komið við sögu á þessu tímabili. Halldór segir hans eiginlega ekki hafa hentað leikstílnum sem liðið hefur lagt upp með á þessu tímabili. „Það er bara þannig að við erum orðnir töluvert öfgafyllri í því hversu hátt við erum með liðið og í maður á mann pressunni. Það er kannski ekki alveg hans leikur. Hann hefur verið mjög dýrmætur liðsfélagi og fagmaður frá því hann kom, en alltof góður leikmaður til að sitja bara á bekknum og spila ekki. Þannig að ég held að þetta sé bara fín lausn fyrir hann.“ Vel mannaðir í miðvarðastöðunum Breiðablik mun ekki koma til með að sakna Daniels mikið, enda miðjumenn frekar verið settir í miðvarðarstöðurnar fram yfir Daniel. „Við höfum spilað með Viktor Örn, Ásgeir Orra, Arnór Gauta og Anton Loga í hafsent og Daniel hefur verið á bekknum. Svo styttist í að Damir fái leikheimild… Leiðinlegt að missa Daniel sem liðsmann en hlutverkið var þannig að við komum kannski ekki til með að finna mikið fyrir því á vellinum“ sagði Halldór. Breiðablik heimsækir Stjörnuna í Garðabæ klukkan 19:15 í kvöld. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Sýn Sport. Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira
Áhugaverður kostur sem bauðst óvænt Halldór segir Daniel hafa komið óvænt til liðsins rétt fyrir tímabilið í fyrra og leyst miðvarðarstöðuna óaðfinnanlega í leikjunum sem hann spilaði, en liðið þurfti að aðlaga leikstílinn að honum í þeim leikjum. „Daniel kemur til okkar í fyrra til að auka breiddina og ýta aðeins við Damir og Viktori. Kemur óvænt stuttu fyrir tímabilið og var áhugaverður kostur. Strákur sem hafði spilað tíu yngri landsleiki fyrir Dani, spilaði í dönsku úrvalsdeildinni sautján ára og hafði verið allra besti hafsentinn í Færeyjum árið áður [en hann kom til Breiðabliks.] Ekki alveg þessi týpiski Breiðabliksleikmaður en hafði samt mjög margt sem við töldum okkar getað nýtt og hann var frábær fyrir okkur í fyrra. Ekki í stóru hlutverki framan af en leysir leikina þegar Damir rófubeinsbrotnaði og gerði það bara óaðfinnanlega, en vissulega þurftum við aðeins að aðlaga liðið til að fá það besta út úr honum. Gerðum það í fjórum, fimm leikjum og hann átti ristastóran þátt í þessum Íslandsmeistaratitli“ sagði Halldór um danska miðvörðinn sem hefur nú skrifað undir hjá RSÍ Runavík. View this post on Instagram A post shared by NSÍ Runavík FC (@nsirunavikfc) Hentar ekki leikstílnum Daniel hefur lítið komið við sögu á þessu tímabili. Halldór segir hans eiginlega ekki hafa hentað leikstílnum sem liðið hefur lagt upp með á þessu tímabili. „Það er bara þannig að við erum orðnir töluvert öfgafyllri í því hversu hátt við erum með liðið og í maður á mann pressunni. Það er kannski ekki alveg hans leikur. Hann hefur verið mjög dýrmætur liðsfélagi og fagmaður frá því hann kom, en alltof góður leikmaður til að sitja bara á bekknum og spila ekki. Þannig að ég held að þetta sé bara fín lausn fyrir hann.“ Vel mannaðir í miðvarðastöðunum Breiðablik mun ekki koma til með að sakna Daniels mikið, enda miðjumenn frekar verið settir í miðvarðarstöðurnar fram yfir Daniel. „Við höfum spilað með Viktor Örn, Ásgeir Orra, Arnór Gauta og Anton Loga í hafsent og Daniel hefur verið á bekknum. Svo styttist í að Damir fái leikheimild… Leiðinlegt að missa Daniel sem liðsmann en hlutverkið var þannig að við komum kannski ekki til með að finna mikið fyrir því á vellinum“ sagði Halldór. Breiðablik heimsækir Stjörnuna í Garðabæ klukkan 19:15 í kvöld. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Sýn Sport.
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira