„Samfélagsleg ábyrgð þessa fyrirtækis virðist ekki vera nein“ Smári Jökull Jónsson skrifar 29. júní 2025 12:16 Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra ætlar að beita sér fyrir því að ákvörðun Arctic Fish um flutning fóðurstöðvar verði tekin til baka. Vísir/Vilhelm/Anton Innviðaráðherra segir það gríðarlegt högg fyrir byggðina á Þingeyri að Arctic Fish ætli að flytja fóðurstöð sína á Ísafjörð. Hann ætlar að beita sér fyrir því að ákvörðunin verði dregin til baka og segir samfélagslega sátt þurfa að ríkja um fiskeldi. Greint var frá því á föstudag að laxeldisfyrirtækið Arctic Fish hefði ákveðið að flytja fóðurstöð sína frá Þingeyri við Dýrafjörð til Ísafjarðar. Níu manns starfa við stöðina á Þingeyri sem nú verður sameinuð höfuðstöðvum fyrirtækisins á Ísafirði. Ákvörðun Arctic Fish hefur vakið hörð viðbrögð og sagði bæjarstjóri Ísafjarðar það sorglegt að fyrirtækið taki þessa ákvörðun sem hafi víðtæk áhrif. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra og þingmaður Norðvesturkjördæmis segir ákvörðunina kjaftshögg. „Verðmætasköpunin hjá þessu fyrirtæki er fyrst og fremst í Dýrafirði. Þetta er algjörlega með hreinum ólíkindum. Samfélagsleg ábyrgð þessa fyrirtækis virðist ekki vera nein, engin. Ég skil vel reiði Þingeyrar og ég deili þeirri reiði algjörlega,“ sagði Eyjólfur í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hann segir að með ákvörðuninni sé verið að skerða lífsgæði íbúa Þingeyrar. Fjölskyldufólk sem hafi komið sér upp húsnæði og sé með börn í leikskóla þurfi nú að keyra 100 kílómetra leið til og frá vinnu allan ársins hring. „Það er verið að koma aftan að fólki, það er verið að koma aftan að íbúum Dýrafjarðar og íbúum Þingeyrar og þeirra sem voru að tala máli fiskeldisins í síðustu kosningabaráttu. Það var ekki auðveld barátta á sínum tíma. Að fyrirtækið skuli voga sér að koma svona fram við Dýrfirðinga og Þingeyringa það finnst mér algjört hneyksli.“ Skorar á fyrirtækið að taka ákvörðunina til baka Hann segir verðmætasköpun fyrirtækisins vera í Dýrafirði og eðlilegt að starfsemin sé staðsett þar. Arctic Fish er með leyfi fyrir 10.000 tonna laxeldi í firðinum „Það verður að vera samfélagsleg sátt um fiskeldi í landinu. Núna ef það á að koma svona fram við brothættar byggðir í firði þar sem verðmætasköpunin á sér stað. Þá er ekki mikil samfélagsleg sátt um fiskeldi í landinu.“ Hann segir málinu ekki lokið af sinni hálfu og segist ætla að beita sér fyrir því að þessi ákvörðun verði tekin til baka. „Þetta er bara ekki forsvaranlegt, ég skora á fyrirtækið ef þeir ætla að hafa einhverja samfélagslega ábyrgð gagnvart Vestfirðingum, Þingeyringum og Dýrfirðingum að taka þessa ákvörðun til baka.“ Ísafjarðarbær Fiskeldi Byggðamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Vinnumarkaður Flokkur fólksins Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Sjá meira
Greint var frá því á föstudag að laxeldisfyrirtækið Arctic Fish hefði ákveðið að flytja fóðurstöð sína frá Þingeyri við Dýrafjörð til Ísafjarðar. Níu manns starfa við stöðina á Þingeyri sem nú verður sameinuð höfuðstöðvum fyrirtækisins á Ísafirði. Ákvörðun Arctic Fish hefur vakið hörð viðbrögð og sagði bæjarstjóri Ísafjarðar það sorglegt að fyrirtækið taki þessa ákvörðun sem hafi víðtæk áhrif. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra og þingmaður Norðvesturkjördæmis segir ákvörðunina kjaftshögg. „Verðmætasköpunin hjá þessu fyrirtæki er fyrst og fremst í Dýrafirði. Þetta er algjörlega með hreinum ólíkindum. Samfélagsleg ábyrgð þessa fyrirtækis virðist ekki vera nein, engin. Ég skil vel reiði Þingeyrar og ég deili þeirri reiði algjörlega,“ sagði Eyjólfur í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hann segir að með ákvörðuninni sé verið að skerða lífsgæði íbúa Þingeyrar. Fjölskyldufólk sem hafi komið sér upp húsnæði og sé með börn í leikskóla þurfi nú að keyra 100 kílómetra leið til og frá vinnu allan ársins hring. „Það er verið að koma aftan að fólki, það er verið að koma aftan að íbúum Dýrafjarðar og íbúum Þingeyrar og þeirra sem voru að tala máli fiskeldisins í síðustu kosningabaráttu. Það var ekki auðveld barátta á sínum tíma. Að fyrirtækið skuli voga sér að koma svona fram við Dýrfirðinga og Þingeyringa það finnst mér algjört hneyksli.“ Skorar á fyrirtækið að taka ákvörðunina til baka Hann segir verðmætasköpun fyrirtækisins vera í Dýrafirði og eðlilegt að starfsemin sé staðsett þar. Arctic Fish er með leyfi fyrir 10.000 tonna laxeldi í firðinum „Það verður að vera samfélagsleg sátt um fiskeldi í landinu. Núna ef það á að koma svona fram við brothættar byggðir í firði þar sem verðmætasköpunin á sér stað. Þá er ekki mikil samfélagsleg sátt um fiskeldi í landinu.“ Hann segir málinu ekki lokið af sinni hálfu og segist ætla að beita sér fyrir því að þessi ákvörðun verði tekin til baka. „Þetta er bara ekki forsvaranlegt, ég skora á fyrirtækið ef þeir ætla að hafa einhverja samfélagslega ábyrgð gagnvart Vestfirðingum, Þingeyringum og Dýrfirðingum að taka þessa ákvörðun til baka.“
Ísafjarðarbær Fiskeldi Byggðamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Vinnumarkaður Flokkur fólksins Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Sjá meira