Skýrslutökum írsku lögreglunnar lokið Jón Ísak Ragnarsson skrifar 29. júní 2025 13:25 Alan Brady hjá írsku lögreglunni og Eiríkur Valberg unnu að rannsókn málsins. Vísir/Sigurjón Skýrslutökum írskra lögreglumanna sem eru hér á landi vegna rannsóknar á hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar er lokið. Teknar voru skýrslur af 46 manns, en þeirra á meðal er fjölskylda Jóns, dæmdir glæpamenn, og kunningjar úr pókersamfélaginu. Irish Independent greinir frá, en þar segir að írska lögreglan muni nú halda heim og rannsaka gögnin. Skýrslutökurnar hafi verið vel þess virði. „Við tókum skýrslu af vinum Jóns, fjölskyldu hans og pókerfélögum. Við tókum skýrslu af glæpamönnum sem þekktu hann. Alls konar sögur hafa verið á kreiki um það hvað kom fyrir Jón, sumar segja að andlát hans tengdist pókersamfélaginu á Írlandi. Meira að segja sögur um launmorðinga,“ sagði Alan Brady sem fer fyrir rannsókn írsku lögreglunnar í viðtali við Irish Independent. Þar segir að ekki sé hægt að útiloka neitt í tengslum við hvarfið. Mögulegt er að hann hafi verið myrtur, lent í slysi eða fallið fyrir eigin hendi. Jón Þröstur hvarf sporlaust í Dyflinni í febrúar 2019 þegar hann sótti pókermót í norðurhluta borgarinnar. „Við teljum að hvað sem það er sem kom fyrir Jón, hafi komið fyrir á Írlandi,“ segir Brady. Jón Þröstur yfirgaf hótelið klukkan ellefu um morgunin og sást á eftirlitsmyndavél um 200 metrum frá hótelinu. Ekkert hefur spurst til hans síðan þá þrátt fyrir umfangsmikla leit og lögreglurannsókn. Kona Jóns lenti í Dyflinni nokkrum klukkustundum áður en hann hvarf. Fram kemur í frétt Independant að Jón hafi tapað um 4000 evrum í pókermóti kvöldsins. „Ein kenning er að hann hafi lent í árás frá þekktum glæpahópi. En það eru alls konar kenningar. Jón var góður maður, hann myndi ekki gera flugu mein. Hann var stór maður en ekki árásargjarn, ekki reiður. Við teljum ólíklegt að hann hafi lent í einhverjum slagsmálum,“ segir Alan Brady. Þá segir Brady að samstarfið með íslensku lögreglunni hafi verið til fyrirmyndar. „Við sendum lista til íslensku lögreglunnar með fólkinu sem okkur langaði að tala við, og við náðum skýrslu yfir 46 af þeim 58 sem við vildum,“ segir Brady. Að lokum er öllum þeim sem telja sig búa yfir vitneskju um hvarf Jóns Þrastar bent á að hafa samband við lögregluna. Ábendingum má koma á framfæri í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is Leitin að Jóni Þresti Írland Erlend sakamál Lögreglumál Fjárhættuspil Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Irish Independent greinir frá, en þar segir að írska lögreglan muni nú halda heim og rannsaka gögnin. Skýrslutökurnar hafi verið vel þess virði. „Við tókum skýrslu af vinum Jóns, fjölskyldu hans og pókerfélögum. Við tókum skýrslu af glæpamönnum sem þekktu hann. Alls konar sögur hafa verið á kreiki um það hvað kom fyrir Jón, sumar segja að andlát hans tengdist pókersamfélaginu á Írlandi. Meira að segja sögur um launmorðinga,“ sagði Alan Brady sem fer fyrir rannsókn írsku lögreglunnar í viðtali við Irish Independent. Þar segir að ekki sé hægt að útiloka neitt í tengslum við hvarfið. Mögulegt er að hann hafi verið myrtur, lent í slysi eða fallið fyrir eigin hendi. Jón Þröstur hvarf sporlaust í Dyflinni í febrúar 2019 þegar hann sótti pókermót í norðurhluta borgarinnar. „Við teljum að hvað sem það er sem kom fyrir Jón, hafi komið fyrir á Írlandi,“ segir Brady. Jón Þröstur yfirgaf hótelið klukkan ellefu um morgunin og sást á eftirlitsmyndavél um 200 metrum frá hótelinu. Ekkert hefur spurst til hans síðan þá þrátt fyrir umfangsmikla leit og lögreglurannsókn. Kona Jóns lenti í Dyflinni nokkrum klukkustundum áður en hann hvarf. Fram kemur í frétt Independant að Jón hafi tapað um 4000 evrum í pókermóti kvöldsins. „Ein kenning er að hann hafi lent í árás frá þekktum glæpahópi. En það eru alls konar kenningar. Jón var góður maður, hann myndi ekki gera flugu mein. Hann var stór maður en ekki árásargjarn, ekki reiður. Við teljum ólíklegt að hann hafi lent í einhverjum slagsmálum,“ segir Alan Brady. Þá segir Brady að samstarfið með íslensku lögreglunni hafi verið til fyrirmyndar. „Við sendum lista til íslensku lögreglunnar með fólkinu sem okkur langaði að tala við, og við náðum skýrslu yfir 46 af þeim 58 sem við vildum,“ segir Brady. Að lokum er öllum þeim sem telja sig búa yfir vitneskju um hvarf Jóns Þrastar bent á að hafa samband við lögregluna. Ábendingum má koma á framfæri í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is
Leitin að Jóni Þresti Írland Erlend sakamál Lögreglumál Fjárhættuspil Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira