Múmínlundurinn verður Ævintýraskógur á meðan leyst er úr höfundarrétti Lovísa Arnardóttir skrifar 29. júní 2025 18:32 Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga, segir Skógræktina í samtali við framleiðendur og rétthafa. Samsett Múmínlundurinn í Kjarnaskógi verður kallaður Ævintýraskógurinn þar til Skógrækt Eyfirðinga og Akureyrarbær og Moomin Characters komast að niðurstöðu um höfundarrétt leiktækja, skilta og listar í skóginum. Í færslu á Facebook-síðu Skógræktarinnar segir að þar til búið er að leysa málið verði Snorkstelpan einnig sett í slipp. Snorkstelpan sem hefur staðið í skóginum er samkvæmt færslunni sprottin úr listasmiðju barna og er afsprengi lestrarátaks Skógræktarfélagsins og fleiri aðila. Í vikunni var greint frá því að verið væri að reisa Múmínlund í Kjarnaskógi á Akureyri með öllu tilheyrandi. Mikill hugur væri í starfsfólki Skógræktarfélags Eyfirðinga því nú ætti að töfra fram ævintýraheiminn sem rammi inn sögur hinnar finnsku Tove Jansson um Múmínálfana. Eigendur vörumerkisins Múmínálfanna sögðu í kjölfarið að lundurinn væri brot á höfundarrétti. Forstjóri Moomin Characters að forsvarsmenn skógarins hefðu átt að setja sig í samband við þá til að fá tilskilin leyfi. Það væri ekki of seint að gera það núna. „Ævintýraskógurinn er frábær viðbót við ungbarnaleiksvæðið á Kjarnavelli sem er eitt af þremur leiksvæðum Kjarnaskógar sem byggð eru upp í farsælu samstarfi Skógræktarfélags Eyjafirðinga og Akureyrarbæjar,“ segir í færslunni og að kastalinn og önnur leiktæki sem eigi að setja upp séu úr vörulínu leiktækjaframleiðandans Lappset í Finnlandi (Moomin play). Leiktækin séu framleidd í samstarfi og með samþykki rétthafa og að uppsetning þeirra sé ekki frábrugðin uppsetningu annarra leiktækja á Íslandi. Snorkstelpan, ásamt öðrum nafngiftum innan skógarins, sé höfundarréttarvarin og stelpan því sett í slipp á meðan „málin eru rædd“. „Umboðsaðili Lappset á Íslandi Jóhann Helgi & Co ehf er búinn að koma á sambandi milli SE, framleiðenda og rétthafa, fyrstu kynni afar góð og vilji til að leysa mál vel og farsællega,“ segir að lokum í færslunni. Skógrækt og landgræðsla Bókmenntir Finnland Akureyri Höfundar- og hugverkaréttur Tengdar fréttir „Las þetta allt í drasl í gamla daga“ Norðlenskir krakkar sem elska ævintýri Tove Jansson mega heldur betur hlakka til því í Kjarnaskógi er verið að reisa Múmínskóg með öllu tilheyrandi. Framkvæmdastjóri skógræktarfélags Eyfirðinga segir hugmyndina hafa sprottið út frá síberíulerkinu, því trén eru heilt ævintýri í sjálfu sér. 25. júní 2025 19:27 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Sjá meira
Í færslu á Facebook-síðu Skógræktarinnar segir að þar til búið er að leysa málið verði Snorkstelpan einnig sett í slipp. Snorkstelpan sem hefur staðið í skóginum er samkvæmt færslunni sprottin úr listasmiðju barna og er afsprengi lestrarátaks Skógræktarfélagsins og fleiri aðila. Í vikunni var greint frá því að verið væri að reisa Múmínlund í Kjarnaskógi á Akureyri með öllu tilheyrandi. Mikill hugur væri í starfsfólki Skógræktarfélags Eyfirðinga því nú ætti að töfra fram ævintýraheiminn sem rammi inn sögur hinnar finnsku Tove Jansson um Múmínálfana. Eigendur vörumerkisins Múmínálfanna sögðu í kjölfarið að lundurinn væri brot á höfundarrétti. Forstjóri Moomin Characters að forsvarsmenn skógarins hefðu átt að setja sig í samband við þá til að fá tilskilin leyfi. Það væri ekki of seint að gera það núna. „Ævintýraskógurinn er frábær viðbót við ungbarnaleiksvæðið á Kjarnavelli sem er eitt af þremur leiksvæðum Kjarnaskógar sem byggð eru upp í farsælu samstarfi Skógræktarfélags Eyjafirðinga og Akureyrarbæjar,“ segir í færslunni og að kastalinn og önnur leiktæki sem eigi að setja upp séu úr vörulínu leiktækjaframleiðandans Lappset í Finnlandi (Moomin play). Leiktækin séu framleidd í samstarfi og með samþykki rétthafa og að uppsetning þeirra sé ekki frábrugðin uppsetningu annarra leiktækja á Íslandi. Snorkstelpan, ásamt öðrum nafngiftum innan skógarins, sé höfundarréttarvarin og stelpan því sett í slipp á meðan „málin eru rædd“. „Umboðsaðili Lappset á Íslandi Jóhann Helgi & Co ehf er búinn að koma á sambandi milli SE, framleiðenda og rétthafa, fyrstu kynni afar góð og vilji til að leysa mál vel og farsællega,“ segir að lokum í færslunni.
Skógrækt og landgræðsla Bókmenntir Finnland Akureyri Höfundar- og hugverkaréttur Tengdar fréttir „Las þetta allt í drasl í gamla daga“ Norðlenskir krakkar sem elska ævintýri Tove Jansson mega heldur betur hlakka til því í Kjarnaskógi er verið að reisa Múmínskóg með öllu tilheyrandi. Framkvæmdastjóri skógræktarfélags Eyfirðinga segir hugmyndina hafa sprottið út frá síberíulerkinu, því trén eru heilt ævintýri í sjálfu sér. 25. júní 2025 19:27 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Sjá meira
„Las þetta allt í drasl í gamla daga“ Norðlenskir krakkar sem elska ævintýri Tove Jansson mega heldur betur hlakka til því í Kjarnaskógi er verið að reisa Múmínskóg með öllu tilheyrandi. Framkvæmdastjóri skógræktarfélags Eyfirðinga segir hugmyndina hafa sprottið út frá síberíulerkinu, því trén eru heilt ævintýri í sjálfu sér. 25. júní 2025 19:27