Segir gömlu samræmdu prófin ekki hafa mælt það sem þurfti Smári Jökull Jónsson skrifar 29. júní 2025 19:21 Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir er skólastjóri Hörðuvallaskóla. Vísir/Vilhelm Skólastjóri Hörðuvallaskóla segir að endurskoða þurfi kennaranámið og að skortur sé á kennurum með sérþekkingu. Hún segir þó gömlu samræmdu prófin ekki hafa mælt það sem þurfti. Ný skýrsla Efnahags- og framfarastofnunarinnar var kynnt í vikunni. Stofnunin segir stöðu Íslands í menntamálum sérstakt áhyggjuefni og að slakari árangur íslenskra nemenda í PISA-prófinu gæti dregið úr framleiðni á Íslandi um 5-10% til lengri tíma. Þá þurfi að bæta grunnmenntun nemenda. Skólastjóri Hörðuvallaskóla segir skorta kennara með sérhæfða þekkingu og að lengd kennaranámsins fæli frá. „Það eru sumir sem klára ákveðið nám, það er engin lestrarfræði þar á bakvið og útskrifast með leyfisbréf sem kennari. Lesturinn er grunnurinn að öllu og þar tel ég að aðeins þurfi að endurskoða námið,“ sagði Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skólastjóri Hörðuvallaskóla í viðtali í Kvöldfréttum Sýnar. Í skýrslunni segir einnig að hægt væri að bæta gæði kennslu með því að hækka laun eða veita þóknanir í krefjandi aðstæðum gegn því að kennarar gangist undir frammistöðumat. Sigrún segir erfitt að meta frammistöðu kennara en að góður kennari nái vel til barnanna og hafi góðri bekkjarstjórn. Háar einkunnir nemenda segi ekki til um hæfni kennara. Hún segir íslenska skóla vera á annrri leið en margir aðrir. „Þessi OECD skýrsla og PISA prófin og allt þetta. Mér finnst það ekkert alveg mæla það sem við erum að gera. Við erum að leggja meira upp úr því að það sé meiri samvinna, hópaverkefni og skapandi skil. Það mælist ekki í PISA. Þar er meira verið að einblína á þekkingu og þú getur fundið það með því að opna gervigreindina og netið í dag.“ „Voru ekki að mæla það sem þurfti að mæla“ Í haust verður svokallaður Matsferill tekinn í notkun þar sem námsmat verður samræmt á milli skóla. Sigrún segir jákvætt að skólarnir fái slíkt mælitæki sem hafi vantað. „Ég fagna þessu miðað við hvernig samræmdu prófin gömlu voru því þau fannst mér ekkert mæla það sem þurfti að mæla. Þau voru meira kvíðavaldandi og mældu ákveðna þekkingu eins og íslenskuprófið var, það var bara mest lesskilningspróf og ekkert annað.“ „Mér finnst þetta vera tækifæri fyrir okkur og gott verkfæri að fá inn í skólana. Þá getum við bæði rýnt í kennsluna okkar, kennararnir skoðað stöðu barnanna og aðstoðað þau á þeim stað sem þeir eru.“ Skóla- og menntamál PISA-könnun Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Ný skýrsla Efnahags- og framfarastofnunarinnar var kynnt í vikunni. Stofnunin segir stöðu Íslands í menntamálum sérstakt áhyggjuefni og að slakari árangur íslenskra nemenda í PISA-prófinu gæti dregið úr framleiðni á Íslandi um 5-10% til lengri tíma. Þá þurfi að bæta grunnmenntun nemenda. Skólastjóri Hörðuvallaskóla segir skorta kennara með sérhæfða þekkingu og að lengd kennaranámsins fæli frá. „Það eru sumir sem klára ákveðið nám, það er engin lestrarfræði þar á bakvið og útskrifast með leyfisbréf sem kennari. Lesturinn er grunnurinn að öllu og þar tel ég að aðeins þurfi að endurskoða námið,“ sagði Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skólastjóri Hörðuvallaskóla í viðtali í Kvöldfréttum Sýnar. Í skýrslunni segir einnig að hægt væri að bæta gæði kennslu með því að hækka laun eða veita þóknanir í krefjandi aðstæðum gegn því að kennarar gangist undir frammistöðumat. Sigrún segir erfitt að meta frammistöðu kennara en að góður kennari nái vel til barnanna og hafi góðri bekkjarstjórn. Háar einkunnir nemenda segi ekki til um hæfni kennara. Hún segir íslenska skóla vera á annrri leið en margir aðrir. „Þessi OECD skýrsla og PISA prófin og allt þetta. Mér finnst það ekkert alveg mæla það sem við erum að gera. Við erum að leggja meira upp úr því að það sé meiri samvinna, hópaverkefni og skapandi skil. Það mælist ekki í PISA. Þar er meira verið að einblína á þekkingu og þú getur fundið það með því að opna gervigreindina og netið í dag.“ „Voru ekki að mæla það sem þurfti að mæla“ Í haust verður svokallaður Matsferill tekinn í notkun þar sem námsmat verður samræmt á milli skóla. Sigrún segir jákvætt að skólarnir fái slíkt mælitæki sem hafi vantað. „Ég fagna þessu miðað við hvernig samræmdu prófin gömlu voru því þau fannst mér ekkert mæla það sem þurfti að mæla. Þau voru meira kvíðavaldandi og mældu ákveðna þekkingu eins og íslenskuprófið var, það var bara mest lesskilningspróf og ekkert annað.“ „Mér finnst þetta vera tækifæri fyrir okkur og gott verkfæri að fá inn í skólana. Þá getum við bæði rýnt í kennsluna okkar, kennararnir skoðað stöðu barnanna og aðstoðað þau á þeim stað sem þeir eru.“
Skóla- og menntamál PISA-könnun Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira