Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Ágúst Orri Arnarson skrifar 30. júní 2025 07:26 Matt Freese sótti námskeið í Harvard um vítaspyrnur og virðist hafa lært vel af því. Catherine Ivill - AMA/Getty Images Bandaríkin komust áfram eftir einvígi við Kosta Ríka í átta liða úrslitum Gullbikarsins. Markmaðurinn Matt Freese, nýútskrifaður af Harvard námskeiði í vítaspyrnuvörslum, varð hetja heimamanna. Kanada er hins vegar úr leik eftir tap gegn Gvatemala. Kanadamenn komust yfir eftir hálftíma leik gegn Gvatemala, með marki Jonathan David úr vítaspyrnu. Framherjinn Jacob Shaffelburg fékk svo á sig tvö gul spjöld áður en fyrri hálfleikur kláraðist og var rekinn af velli. Hið seinna fyrir olnbogaskot. Gvatemala fór því manni fleiri út í seinni hálfleikinn og nýtti tækifærið til að jafna, Oscar Santis var nýbúinn að klúðra dauðafæri en lagði upp mark fyrir Rubio Rubin. ¡Rubio Rubin lo empata para Guatemala! pic.twitter.com/fLrMDQLVnY— Gold Cup (@GoldCup) June 29, 2025 Fjörugur leikur alveg til enda og línubjörgun hjá Gvatemala, en fleiri mörk voru ekki skoruð. Aaron Herrera. La muralla Guatemalteca. 🧱 pic.twitter.com/BkAy9p8a8e— Gold Cup (@GoldCup) June 29, 2025 Samkvæmt reglum Gullbikarsins var farið beint í vítaspyrnukeppni. Luc de Fougerolles reyndist örlagavaldurinn þar þegar hann skaut í þverslánna úr sjöttu vítaspyrnu Kanada. José Morales vann leikinn svo fyrir Gvatemala með því að skjóta á mitt markið úr næsta spyrnu. ¡Grítenlo pueblo Chapín! pic.twitter.com/hQ3W1nF0cc— Gold Cup (@GoldCup) June 29, 2025 Bandaríkin - Kosta Ríka 2-2 (4-3) Bandaríkin og Kosta Ríka mættust síðar um kvöldið í leik sem var engu síður skemmtilegur. Bandaríkjamenn gáfu klaufalegt víti frá sér snemma og lentu undir, klúðruðu síðan víti sjálfir, skutu í stöngina. En tókst að jafna rétt fyrir hálfleik og taka forystuna í upphafi seinni hálfleiks. Kosta Ríka menn börðust hins vegar til baka og jöfnuðu leikinn 2-2 undir lokin. Max Arfsten with a perfect finish! pic.twitter.com/dRXfJuZBhY— Gold Cup (@GoldCup) June 30, 2025 ¡Alonso Martínez la manda al fondo de la red! 🇨🇷 pic.twitter.com/3CuYy9AfgA— Gold Cup (@GoldCup) June 30, 2025 Beint í vítaspyrnukeppni þar sem Matt Freese varð hetja heimamanna, nýútskrifaður af vítaspyrnunámskeiði í Harvard, samkvæmt AP fréttaveitunni. Námskeiðið hefur greinilega reynst honum vel. Freese varði þrjár af sex spyrnum Kosta Ríka og Bandaríkjamenn skoruðu úr fjórum af sex spyrnum. „Að geta reitt sig á þessa þekkingu og tölfræði, að geta lesið mjaðmahreyfingar og svoleiðis hluti, er mjög dýrmætt“ sagði hinn nýútskrifaði Freese. Matty “Ice” Freese 🥶 pic.twitter.com/Ri6RwsD55f— Gold Cup (@GoldCup) June 30, 2025 Bandaríkin mæta Gvatemala í undanúrslitunum. Hinum megin mætast Mexíkó og Hondúras. The Gold Cup semifinals are set 🏆📰 https://t.co/JwtRn4M3hD pic.twitter.com/znXRCKFA2h— Gold Cup (@GoldCup) June 30, 2025 Bandaríski fótboltinn Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira
Kanadamenn komust yfir eftir hálftíma leik gegn Gvatemala, með marki Jonathan David úr vítaspyrnu. Framherjinn Jacob Shaffelburg fékk svo á sig tvö gul spjöld áður en fyrri hálfleikur kláraðist og var rekinn af velli. Hið seinna fyrir olnbogaskot. Gvatemala fór því manni fleiri út í seinni hálfleikinn og nýtti tækifærið til að jafna, Oscar Santis var nýbúinn að klúðra dauðafæri en lagði upp mark fyrir Rubio Rubin. ¡Rubio Rubin lo empata para Guatemala! pic.twitter.com/fLrMDQLVnY— Gold Cup (@GoldCup) June 29, 2025 Fjörugur leikur alveg til enda og línubjörgun hjá Gvatemala, en fleiri mörk voru ekki skoruð. Aaron Herrera. La muralla Guatemalteca. 🧱 pic.twitter.com/BkAy9p8a8e— Gold Cup (@GoldCup) June 29, 2025 Samkvæmt reglum Gullbikarsins var farið beint í vítaspyrnukeppni. Luc de Fougerolles reyndist örlagavaldurinn þar þegar hann skaut í þverslánna úr sjöttu vítaspyrnu Kanada. José Morales vann leikinn svo fyrir Gvatemala með því að skjóta á mitt markið úr næsta spyrnu. ¡Grítenlo pueblo Chapín! pic.twitter.com/hQ3W1nF0cc— Gold Cup (@GoldCup) June 29, 2025 Bandaríkin - Kosta Ríka 2-2 (4-3) Bandaríkin og Kosta Ríka mættust síðar um kvöldið í leik sem var engu síður skemmtilegur. Bandaríkjamenn gáfu klaufalegt víti frá sér snemma og lentu undir, klúðruðu síðan víti sjálfir, skutu í stöngina. En tókst að jafna rétt fyrir hálfleik og taka forystuna í upphafi seinni hálfleiks. Kosta Ríka menn börðust hins vegar til baka og jöfnuðu leikinn 2-2 undir lokin. Max Arfsten with a perfect finish! pic.twitter.com/dRXfJuZBhY— Gold Cup (@GoldCup) June 30, 2025 ¡Alonso Martínez la manda al fondo de la red! 🇨🇷 pic.twitter.com/3CuYy9AfgA— Gold Cup (@GoldCup) June 30, 2025 Beint í vítaspyrnukeppni þar sem Matt Freese varð hetja heimamanna, nýútskrifaður af vítaspyrnunámskeiði í Harvard, samkvæmt AP fréttaveitunni. Námskeiðið hefur greinilega reynst honum vel. Freese varði þrjár af sex spyrnum Kosta Ríka og Bandaríkjamenn skoruðu úr fjórum af sex spyrnum. „Að geta reitt sig á þessa þekkingu og tölfræði, að geta lesið mjaðmahreyfingar og svoleiðis hluti, er mjög dýrmætt“ sagði hinn nýútskrifaði Freese. Matty “Ice” Freese 🥶 pic.twitter.com/Ri6RwsD55f— Gold Cup (@GoldCup) June 30, 2025 Bandaríkin mæta Gvatemala í undanúrslitunum. Hinum megin mætast Mexíkó og Hondúras. The Gold Cup semifinals are set 🏆📰 https://t.co/JwtRn4M3hD pic.twitter.com/znXRCKFA2h— Gold Cup (@GoldCup) June 30, 2025
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira