Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Árni Sæberg skrifar 30. júní 2025 13:32 Ingunn Björnsdóttir varð fyrir fólskulegri árás á skrifstofu sinni í Óslóarháskóla. Vísir/Steingrímur Dúi Norski nemandinn sem stakk Ingunni Björnsdóttur, dósent við Óslóarháskóla, nítján sinnum í fólskulegri árás á skrifstofu hennar hefur ákveðið að áfrýja 7,5 ára fangelsisdómi sem hann hefur hlotið fyrir árásina. Hann áfrýjar dóminum aðallega hvað varðar réttarúrræði sem að óbreyttu mun heimila yfirvöldum að halda honum á bak við lás og slá eftir að hann afplánar dóminn. Nemandinn var upphaflega dæmdur í 7,5 ára fangelsi í september í fyrra og hlaut einnig svokallaðan „forvaringsdom“ eða „öryggisvistun“ sem er sérstök tegund refsivistar þar sem dómþoli er settur í fangelsi án fyrirframákveðins lokadags. Tilgreindur árafjöldi gildir einungis svari viðkomandi meðferð og iðrist. Þeir sem hljóta slíkan dóm eru ekki látnir lausir nema að undangengnu mati á hættunni sem stafar af þeim og geta því setið í lífstíðarfangelsi. Hann áfrýjaði þeim dómi og aðalmeðferð fór fram í lögmannsréttinum í Borgarþingi í Ósló í lok maí. Fyrir lögmannsréttinum sagði stúdentinn, sem ekki hefur verið nafngreindur, að stunguárásin hafi verið „eina undankomuleiðin.“ Hann hafði lengi haft óbeit á Ingunni. Kennslan og viðmót hennar eftir að hann hafði skrópað í próf og endurtökupróf í fagi sem Ingunn kenndi fóru fyrir brjóstið á honum. „Ég var hræddur um að Ingunn yrði þarna í margar annir í viðbót. Það fór ekki gott orð af henni, líka meðal samnemenda sem ég spjallaði við, og mér fannst ég ekki geta leyft þessu að halda áfram,“ sagði hann. Í byrjun júní var dómur lægra dómstigs staðfestur. Norski miðillinn Khrono hefur eftir Petar Sekulic, verjanda nemandans, að nemandinn hefði ákveðið að áfrýja dómi lögmannsréttarins til Hæstaréttar Noregs. Það er að segja þeim hluta dómsins sem snýr að öryggisvistuninni. Sama fyrirkomulag er í Noregi og hér á landi hvað áfrýjanir til hæstaréttar varðar. Því er ekki öruggt að nemandinn fái áheyrn réttarins, sem tekur ákvörðun um það hvort áfrýjunarleyfi verði veitt. Því má bæta við að Petar Sekulic, verjandi nemandans, er annar af tveimur verjendum Marius Borg Høiby, sonar Mette-Marit krónprinsessu Noregs, sem sakaður er um nauðganir, ofbeldi og líkamsárásir auk fleiri brota. Noregur Íslendingar erlendis Erlend sakamál Hnífstunguárás við Oslóarháskóla Tengdar fréttir Ingunn sú sem var stungin af nemanda sínum Ingunn Björnsdóttir, dósent í lyfjafræði við Oslóarháskóla, var ásamt samkennara sínum stungin af nemanda í gær. Nemandinn hefur verið handtekinn. 25. ágúst 2023 08:47 Nemandinn sem stakk Ingunni áfrýjar dómi Lyfjafræðinemi sem stakk Ingunni Björnsdóttur, dósent við Oslóarháskóla, ítrekað hefur áfrýjað hluta dóms sem hann hlaut fyrir verknaðinn. Hann vill fá öryggisvistun sinni hnekkt og dómi vegna árásar á samkennara Ingunnar. 26. september 2024 18:37 Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Ingunn Björnsdóttir, dósent við Óslóarháskóla og brotaþoli fólskulegrar hnífstunguárás í sama skóla, segir íslenskt réttarkerfi ráðþrota þegar kemur að alvarlegum ofbeldismálum. Sá sem stakk hana sætir svokölluðu „forvaring“, refsiúrræði í Noregi sem heimilar yfirvöldum að halda afbrotamönnum í vistun eftir afplánun fangelsisdóms. Fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik sætir sama úrræði. 9. nóvember 2024 11:19 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Nemandinn var upphaflega dæmdur í 7,5 ára fangelsi í september í fyrra og hlaut einnig svokallaðan „forvaringsdom“ eða „öryggisvistun“ sem er sérstök tegund refsivistar þar sem dómþoli er settur í fangelsi án fyrirframákveðins lokadags. Tilgreindur árafjöldi gildir einungis svari viðkomandi meðferð og iðrist. Þeir sem hljóta slíkan dóm eru ekki látnir lausir nema að undangengnu mati á hættunni sem stafar af þeim og geta því setið í lífstíðarfangelsi. Hann áfrýjaði þeim dómi og aðalmeðferð fór fram í lögmannsréttinum í Borgarþingi í Ósló í lok maí. Fyrir lögmannsréttinum sagði stúdentinn, sem ekki hefur verið nafngreindur, að stunguárásin hafi verið „eina undankomuleiðin.“ Hann hafði lengi haft óbeit á Ingunni. Kennslan og viðmót hennar eftir að hann hafði skrópað í próf og endurtökupróf í fagi sem Ingunn kenndi fóru fyrir brjóstið á honum. „Ég var hræddur um að Ingunn yrði þarna í margar annir í viðbót. Það fór ekki gott orð af henni, líka meðal samnemenda sem ég spjallaði við, og mér fannst ég ekki geta leyft þessu að halda áfram,“ sagði hann. Í byrjun júní var dómur lægra dómstigs staðfestur. Norski miðillinn Khrono hefur eftir Petar Sekulic, verjanda nemandans, að nemandinn hefði ákveðið að áfrýja dómi lögmannsréttarins til Hæstaréttar Noregs. Það er að segja þeim hluta dómsins sem snýr að öryggisvistuninni. Sama fyrirkomulag er í Noregi og hér á landi hvað áfrýjanir til hæstaréttar varðar. Því er ekki öruggt að nemandinn fái áheyrn réttarins, sem tekur ákvörðun um það hvort áfrýjunarleyfi verði veitt. Því má bæta við að Petar Sekulic, verjandi nemandans, er annar af tveimur verjendum Marius Borg Høiby, sonar Mette-Marit krónprinsessu Noregs, sem sakaður er um nauðganir, ofbeldi og líkamsárásir auk fleiri brota.
Noregur Íslendingar erlendis Erlend sakamál Hnífstunguárás við Oslóarháskóla Tengdar fréttir Ingunn sú sem var stungin af nemanda sínum Ingunn Björnsdóttir, dósent í lyfjafræði við Oslóarháskóla, var ásamt samkennara sínum stungin af nemanda í gær. Nemandinn hefur verið handtekinn. 25. ágúst 2023 08:47 Nemandinn sem stakk Ingunni áfrýjar dómi Lyfjafræðinemi sem stakk Ingunni Björnsdóttur, dósent við Oslóarháskóla, ítrekað hefur áfrýjað hluta dóms sem hann hlaut fyrir verknaðinn. Hann vill fá öryggisvistun sinni hnekkt og dómi vegna árásar á samkennara Ingunnar. 26. september 2024 18:37 Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Ingunn Björnsdóttir, dósent við Óslóarháskóla og brotaþoli fólskulegrar hnífstunguárás í sama skóla, segir íslenskt réttarkerfi ráðþrota þegar kemur að alvarlegum ofbeldismálum. Sá sem stakk hana sætir svokölluðu „forvaring“, refsiúrræði í Noregi sem heimilar yfirvöldum að halda afbrotamönnum í vistun eftir afplánun fangelsisdóms. Fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik sætir sama úrræði. 9. nóvember 2024 11:19 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Ingunn sú sem var stungin af nemanda sínum Ingunn Björnsdóttir, dósent í lyfjafræði við Oslóarháskóla, var ásamt samkennara sínum stungin af nemanda í gær. Nemandinn hefur verið handtekinn. 25. ágúst 2023 08:47
Nemandinn sem stakk Ingunni áfrýjar dómi Lyfjafræðinemi sem stakk Ingunni Björnsdóttur, dósent við Oslóarháskóla, ítrekað hefur áfrýjað hluta dóms sem hann hlaut fyrir verknaðinn. Hann vill fá öryggisvistun sinni hnekkt og dómi vegna árásar á samkennara Ingunnar. 26. september 2024 18:37
Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Ingunn Björnsdóttir, dósent við Óslóarháskóla og brotaþoli fólskulegrar hnífstunguárás í sama skóla, segir íslenskt réttarkerfi ráðþrota þegar kemur að alvarlegum ofbeldismálum. Sá sem stakk hana sætir svokölluðu „forvaring“, refsiúrræði í Noregi sem heimilar yfirvöldum að halda afbrotamönnum í vistun eftir afplánun fangelsisdóms. Fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik sætir sama úrræði. 9. nóvember 2024 11:19