Samstöðin hafi aldrei verið í hættu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. júlí 2025 12:01 Karl Héðinn Valdimarsson segir flokkinn horfa til framtíðar. Vísir/Ívar Fannar Framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins hyggst leita réttar síns í kjölfar aðalfundar Vorstjörnunnar þar sem andstæð fylking Sönnu Magdalenu Mörtudóttur og Gunnars Smára Egilssonar hélt yfirráðum sínum yfir styrktarfélaginu. Flokkurinn er nú húsnæðislaus en skipt var um lás í Bolholti í gærkvöldi eftir að fundinum lauk. Fullt var út úr dyrum á aðalfundi styrktarfélagsins Vorstjörnunnar í Bolholti í gær. Svo fór að hreyfing Sönnu Magdalenu Mörtudóttur og Gunnars Smára Egilssonar varð ofan á í samkeppni um yfirráð í félaginu við framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins sem kjörin var í maí. Miklar deilur hafa verið um fjármuni félagsins fyrir opnum tjöldum en helmingur ríkisstyrkja Sósíalistaflokksins hafa runnið til félagsins en yfirlýst markmið þess er að styðja við jaðarsetta hópa. Ný stjórn flokksins hefur hinsvegar sagt að lítið sem ekkert fjármagn fari í góðgerðarstörf. Karl Héðinn Kristjánsson meðlimur í framkvæmdastjórn flokksins segir flokkinn nú húsnæðislausan. „Við komum þarna aðeins seinna um kvöldið og þá höfðum við verið læst úti, flokknum bolað út úr eigin húsnæði. Þetta er grátlegt þar sem Vorstjarnan og Samstöðin hafa tekið á móti ríkisstyrkjum flokksins og í gær kom fólk, maður sá fólk sem hefur verið viðloðið Vinstri Græna, Samfylkinguna og Pírata og eins og ég nefndi þá voru Sósíalistar innan við fimmtán til tuttugu prósent fundargesta.“ Í gær birtu báðar fylkingar ákall til fólks um á mæta á fundinn. Gunnar Smári birti slíkt ákall á Facebook þar sem hann bað fólk um að mæta til varnar Sönnu og til varnar Samstöðinni. Karl segir rangt að framtíð Samstöðvarinnar hafi verið í húfi. „Enda hafa Sósíalistar fjármagnað uppbyggingu Samstöðvarinnar og komið að mikilli og ómældri sjálfboðavinnu við að koma henni í gagni og reyndar höfðum við leitað sátta við skuggastjórn Vorstjörnunnar og við Gunnar Smára og við Samstöðina þess efnis að þau myndu halda áfram í húsnæðinu, fengju afnot áfram af stúdíóinu og myndu halda áfram óbreytt en flokkurinn hefði umráð yfir stóra salnum.“ Hann segir fundinn hafa verið ólöglegan boðaðan. Nú sé mikilvægt að horfa til framtíðar flokksins og framboðs hans á landsvísu. „Og að fjármunir flokksins nýtist í uppbyggingu flokksstarfsins en ekki gæluverkefni formannsins.“ Sósíalistaflokkurinn Fjölmiðlar Tengdar fréttir Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Stjórnarmaður í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokks Íslands segir stjórnina ætla að reyna að fá lögbann á boðaðan aðalfund Vorstjörnunnar í dag. Gangi það ekki hyggst stjórnin mæta á fundinn og ná stjórn á félaginu. Formaður Vorstjörnunnar segir alla reikninga félagsins verða lagða fram á fundinum, en félagsmenn hafa verið hvattir til að fylkja liði á fundinn til varnar félaginu. 30. júní 2025 12:01 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Útköll vegna slagsmála Innlent Fleiri fréttir Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Sjá meira
Fullt var út úr dyrum á aðalfundi styrktarfélagsins Vorstjörnunnar í Bolholti í gær. Svo fór að hreyfing Sönnu Magdalenu Mörtudóttur og Gunnars Smára Egilssonar varð ofan á í samkeppni um yfirráð í félaginu við framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins sem kjörin var í maí. Miklar deilur hafa verið um fjármuni félagsins fyrir opnum tjöldum en helmingur ríkisstyrkja Sósíalistaflokksins hafa runnið til félagsins en yfirlýst markmið þess er að styðja við jaðarsetta hópa. Ný stjórn flokksins hefur hinsvegar sagt að lítið sem ekkert fjármagn fari í góðgerðarstörf. Karl Héðinn Kristjánsson meðlimur í framkvæmdastjórn flokksins segir flokkinn nú húsnæðislausan. „Við komum þarna aðeins seinna um kvöldið og þá höfðum við verið læst úti, flokknum bolað út úr eigin húsnæði. Þetta er grátlegt þar sem Vorstjarnan og Samstöðin hafa tekið á móti ríkisstyrkjum flokksins og í gær kom fólk, maður sá fólk sem hefur verið viðloðið Vinstri Græna, Samfylkinguna og Pírata og eins og ég nefndi þá voru Sósíalistar innan við fimmtán til tuttugu prósent fundargesta.“ Í gær birtu báðar fylkingar ákall til fólks um á mæta á fundinn. Gunnar Smári birti slíkt ákall á Facebook þar sem hann bað fólk um að mæta til varnar Sönnu og til varnar Samstöðinni. Karl segir rangt að framtíð Samstöðvarinnar hafi verið í húfi. „Enda hafa Sósíalistar fjármagnað uppbyggingu Samstöðvarinnar og komið að mikilli og ómældri sjálfboðavinnu við að koma henni í gagni og reyndar höfðum við leitað sátta við skuggastjórn Vorstjörnunnar og við Gunnar Smára og við Samstöðina þess efnis að þau myndu halda áfram í húsnæðinu, fengju afnot áfram af stúdíóinu og myndu halda áfram óbreytt en flokkurinn hefði umráð yfir stóra salnum.“ Hann segir fundinn hafa verið ólöglegan boðaðan. Nú sé mikilvægt að horfa til framtíðar flokksins og framboðs hans á landsvísu. „Og að fjármunir flokksins nýtist í uppbyggingu flokksstarfsins en ekki gæluverkefni formannsins.“
Sósíalistaflokkurinn Fjölmiðlar Tengdar fréttir Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Stjórnarmaður í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokks Íslands segir stjórnina ætla að reyna að fá lögbann á boðaðan aðalfund Vorstjörnunnar í dag. Gangi það ekki hyggst stjórnin mæta á fundinn og ná stjórn á félaginu. Formaður Vorstjörnunnar segir alla reikninga félagsins verða lagða fram á fundinum, en félagsmenn hafa verið hvattir til að fylkja liði á fundinn til varnar félaginu. 30. júní 2025 12:01 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Útköll vegna slagsmála Innlent Fleiri fréttir Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Sjá meira
Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Stjórnarmaður í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokks Íslands segir stjórnina ætla að reyna að fá lögbann á boðaðan aðalfund Vorstjörnunnar í dag. Gangi það ekki hyggst stjórnin mæta á fundinn og ná stjórn á félaginu. Formaður Vorstjörnunnar segir alla reikninga félagsins verða lagða fram á fundinum, en félagsmenn hafa verið hvattir til að fylkja liði á fundinn til varnar félaginu. 30. júní 2025 12:01