„Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. júlí 2025 11:53 Grétar Þór Eyþórsson, prófessor við Háskólann á Akureyri. vísir/samsett Málþóf um veiðigjaldafrumvarpið er komið út fyrir öll mörk, segir prófessor við Háskólann á Akureyri, sem tengir óánægju með stjórnarandstöðuna við stöðuna á Alþingi. Það yrði heiftarlegt áfall fyrir ríkisstjórnina ef ekki tekst að afgreiða veiðigjaldafrumvarpið. Rætt var um veiðigjöld á Alþingi til klukkan hálf þrjú í nótt og umræða hófst um málið að nýju í morgun. Alls hefur málið verið rætt í yfir hundrað klukkustundir og er umræðan orðin sú þriðja lengsta frá því að Alþingi var sameinað í eina málstofu fyrir þrjátíu og fjórum árum, á eftir Icesave og þriðja orkupakkanum. Samkvæmt nýrri könnun Maskínu mælist ekki mikil ánægja með frammistöðu stjórnarandstöðunnar. Um tveir þriðju sverenda, eða á bilinu 62 til 64 prósent, telja Sjálfstæðisflokkinn, Miðflokkinn og Framsókn hafa staðið sig illa. Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðingur og prófessor við Háskólann á Akureyri, telur nærtækast að tengja óánægjuna við það sem hann lýsir sem málþóf á Alþingi. „Það verður ekki séð að það sé neitt sérstakt annað sem ætti að hafa komið til sem hefur áhrif á þessa skoðun kjósenda. Þetta er ansi hátt hlutfall sem finnst stjórnarandstaðan hafa staðið sig illa.“ Í síðustu viku birti Maskína könnun sem benti einmitt til þess að svarendum mislíkaði málþóf. Um sextíu prósent sögðust vilja að þingið tæki upp reglur sem komi í veg fyrir það. „Ég held að það sé alveg vert að skoða hvort það sé hægt að taka upp skýrara regluverk sem takmarkar svona lagað. Þetta er komið út fyrir öll mörk,“ segir Grétar. Hann bendir á að í þingskaparlögum sé þó heimild til þess að takmarka ræðutíma en þeirri grein hefur ekki verið beitt í yfir sextíu ár. Grétar segir skiljanlegt að ekki sé gripið til slíkra örþrifaráða fyrr en allt um þrýtur. Hann telur þó ekki útilokað að það verði gert nú ef ekki fer að nást samkomulag um þinglok. „Það gæti auðvitað þýtt að andrúmsloftið yrði mjög rafmagnað næsta vetur og í framhaldinu ef það yrði gert núna, ég held að það megi alveg búast við því. Svo má ekki gleyma því að þau sem eru í stjórn núna gætu verið í stjórnarandstöðu síðar.“ Heiftarlegt áfall Stjórnarþingmenn hafa ítrekað lýst því yfir að veiðigjaldafrumvarpið verði afgreitt á vorþingi og Grétar telur ekkert annað í stöðunni fyrir ríkisstjórnina. „Ég held að það yrði heiftarlegt áfall fyrir ríkisstjórnina ef hún gerði það ekki. Þannig ég held að þau freisti þess til hins ítrasta að ná þessu fram þó þau kannski gefi eitthvað annað eftir,“ segir Grétar Þór. Breytingar á veiðigjöldum Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Sjá meira
Rætt var um veiðigjöld á Alþingi til klukkan hálf þrjú í nótt og umræða hófst um málið að nýju í morgun. Alls hefur málið verið rætt í yfir hundrað klukkustundir og er umræðan orðin sú þriðja lengsta frá því að Alþingi var sameinað í eina málstofu fyrir þrjátíu og fjórum árum, á eftir Icesave og þriðja orkupakkanum. Samkvæmt nýrri könnun Maskínu mælist ekki mikil ánægja með frammistöðu stjórnarandstöðunnar. Um tveir þriðju sverenda, eða á bilinu 62 til 64 prósent, telja Sjálfstæðisflokkinn, Miðflokkinn og Framsókn hafa staðið sig illa. Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðingur og prófessor við Háskólann á Akureyri, telur nærtækast að tengja óánægjuna við það sem hann lýsir sem málþóf á Alþingi. „Það verður ekki séð að það sé neitt sérstakt annað sem ætti að hafa komið til sem hefur áhrif á þessa skoðun kjósenda. Þetta er ansi hátt hlutfall sem finnst stjórnarandstaðan hafa staðið sig illa.“ Í síðustu viku birti Maskína könnun sem benti einmitt til þess að svarendum mislíkaði málþóf. Um sextíu prósent sögðust vilja að þingið tæki upp reglur sem komi í veg fyrir það. „Ég held að það sé alveg vert að skoða hvort það sé hægt að taka upp skýrara regluverk sem takmarkar svona lagað. Þetta er komið út fyrir öll mörk,“ segir Grétar. Hann bendir á að í þingskaparlögum sé þó heimild til þess að takmarka ræðutíma en þeirri grein hefur ekki verið beitt í yfir sextíu ár. Grétar segir skiljanlegt að ekki sé gripið til slíkra örþrifaráða fyrr en allt um þrýtur. Hann telur þó ekki útilokað að það verði gert nú ef ekki fer að nást samkomulag um þinglok. „Það gæti auðvitað þýtt að andrúmsloftið yrði mjög rafmagnað næsta vetur og í framhaldinu ef það yrði gert núna, ég held að það megi alveg búast við því. Svo má ekki gleyma því að þau sem eru í stjórn núna gætu verið í stjórnarandstöðu síðar.“ Heiftarlegt áfall Stjórnarþingmenn hafa ítrekað lýst því yfir að veiðigjaldafrumvarpið verði afgreitt á vorþingi og Grétar telur ekkert annað í stöðunni fyrir ríkisstjórnina. „Ég held að það yrði heiftarlegt áfall fyrir ríkisstjórnina ef hún gerði það ekki. Þannig ég held að þau freisti þess til hins ítrasta að ná þessu fram þó þau kannski gefi eitthvað annað eftir,“ segir Grétar Þór.
Breytingar á veiðigjöldum Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent