80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar 1. júlí 2025 14:32 Í Dýrafirði fyrir vestan hefur Arctic Fish leyfi fyrir 10.000 tonna sjókvíaeldi á laxi. Klóakrennslið sem rennur óhindrað í sjóinn í gegnum netmöskvana frá starfseminni er á við 80.000 manna borg, ef við notum tölur frá Landsambandi fiskeldisstöðva, en reyndar miklu hærra ef miðað er við tölur frá norsku Umhverfisstofnuninni. Lægri tala fiskeldismanna sjálfra þýðir að á hverju ári rennur 307 sinnum meira klóak frá sjókvíum Arctic Fish en þeim 261 manns sem búa á Þingeyri við fjörðinn. Athugið að þetta er mun lægri tala en mat norsku Umhverfisstofnunarinnar, en við skulum gera sjókvíeldismönnunum það til geðs að nota þeirra eigin tölu. Hún er alveg nógu skelfileg. Á móti þessari gríðarlegu mengun fyrir neðan yfirborðið og sjónmengunina ofan þess, af flothringjum, fóðurrörum og prömmum, fengu Þingeyringar níu störf í þorpinu. Eftir tíðindi helgarinnar af brottflutningi þessara starfa sitja Dýrfirðingar uppi með mengunina og ekkert annað. Og ekki er það huggulegur kokteill: fiskaskítur, fóðurleifar, feikilegt magn af örplasti, lyf og skordýraeitur sem notað er gegn laxalúsinni, og eitraðir þungmálmar úr ásætuvörnunum sem netapokarnir eru húðaðir með til að koma í veg fyrir að nokkuð lifandi geti fest sig á þau. Voru þessi níu störf sem Þingeyringar höfðu en eru nú að hverfa úr þorpinu dýru verði keypt gæti einhver sagt. Hreinsað á landi, óhreinsað í sjó Fyrir nokkrum dögum birtist frétt í norskum fjölmiðli um að sveitarfélagið Bergen þarf, til að uppfylla norsk lög um meðferð skólps, að byggja sérstaka hreinsistöð fyrir 5.400 íbúa úthverfi í norðurhluta borgarinnar. Áætlaður kostnaður er að andvirði 12,5 milljarðar íslenskra króna. Í fréttinni er bent á að á sama tíma fær sjókvíaeldisfyrirtækið Lerøy að losa tíu sinnum meira klóak frá sinni starfsemi óhreinsað beint í sama fjörð og Bergen stendur við. Velta Lerøy var í fyrra rúmlega 370 milljarðar umreiknað í íslenskar krónur. Þeirri spurningu er varpað fram í norsku fréttinni hvort þetta geti talist eðlilegt. Er það sama ábending og við hjá Íslenska náttúruverndarsjóðnum höfum ítrekað um árabil í umsögnum okkar til ýmissa íslenskra stofnana og Alþingis. Í fyrra losuðu sjókvíeldisfyrirtækin sem samsvarar klóakrennsli frá um 420.000 manns óhreinsað í íslenska firði, sé miðað við tölur frá Landsambandi fiskeldisstöðva, en tvöfalt meira ef miðað er við tölur norsku Umhverfisstofnunarinnar. Dýru verði keypt Hvernig getur þetta staðist? Engin starfsemi á landi kemst upp með að senda óhreinsað skólp frá sér beint út í umhverfið og sveitarfélög um allt land innheimta há gjöld af íbúum sínum til að standa straum af tugmilljarða kostnaði við að bæta frárennslismál frá byggð. Ástæðan fyrir þessu furðulega ástandi er að um sjókvíeldi gilda sérlög sem undanskilja það frá lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda og reglugerð um fráveitur og skólp, sem allir aðrir þurfa að fara eftir. Fyrir vikið fá Daníel Jakobsson hjá Arctic Fish og önnur sjókvíeldisfyrirtæki að senda umhverfinu og lífríkinu reikninginn fyrir þeirri gríðarlegu mengun sem verður til við starfsemina. Er sú niðurgreiðsluleið ekki í boði fyrir aðra atvinnustarfsemi. Pilsfaldakapitalistarnir eru víða. Höfundur er talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Ísafjarðarbær Sjókvíaeldi Fiskeldi Mest lesið Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Sjá meira
Í Dýrafirði fyrir vestan hefur Arctic Fish leyfi fyrir 10.000 tonna sjókvíaeldi á laxi. Klóakrennslið sem rennur óhindrað í sjóinn í gegnum netmöskvana frá starfseminni er á við 80.000 manna borg, ef við notum tölur frá Landsambandi fiskeldisstöðva, en reyndar miklu hærra ef miðað er við tölur frá norsku Umhverfisstofnuninni. Lægri tala fiskeldismanna sjálfra þýðir að á hverju ári rennur 307 sinnum meira klóak frá sjókvíum Arctic Fish en þeim 261 manns sem búa á Þingeyri við fjörðinn. Athugið að þetta er mun lægri tala en mat norsku Umhverfisstofnunarinnar, en við skulum gera sjókvíeldismönnunum það til geðs að nota þeirra eigin tölu. Hún er alveg nógu skelfileg. Á móti þessari gríðarlegu mengun fyrir neðan yfirborðið og sjónmengunina ofan þess, af flothringjum, fóðurrörum og prömmum, fengu Þingeyringar níu störf í þorpinu. Eftir tíðindi helgarinnar af brottflutningi þessara starfa sitja Dýrfirðingar uppi með mengunina og ekkert annað. Og ekki er það huggulegur kokteill: fiskaskítur, fóðurleifar, feikilegt magn af örplasti, lyf og skordýraeitur sem notað er gegn laxalúsinni, og eitraðir þungmálmar úr ásætuvörnunum sem netapokarnir eru húðaðir með til að koma í veg fyrir að nokkuð lifandi geti fest sig á þau. Voru þessi níu störf sem Þingeyringar höfðu en eru nú að hverfa úr þorpinu dýru verði keypt gæti einhver sagt. Hreinsað á landi, óhreinsað í sjó Fyrir nokkrum dögum birtist frétt í norskum fjölmiðli um að sveitarfélagið Bergen þarf, til að uppfylla norsk lög um meðferð skólps, að byggja sérstaka hreinsistöð fyrir 5.400 íbúa úthverfi í norðurhluta borgarinnar. Áætlaður kostnaður er að andvirði 12,5 milljarðar íslenskra króna. Í fréttinni er bent á að á sama tíma fær sjókvíaeldisfyrirtækið Lerøy að losa tíu sinnum meira klóak frá sinni starfsemi óhreinsað beint í sama fjörð og Bergen stendur við. Velta Lerøy var í fyrra rúmlega 370 milljarðar umreiknað í íslenskar krónur. Þeirri spurningu er varpað fram í norsku fréttinni hvort þetta geti talist eðlilegt. Er það sama ábending og við hjá Íslenska náttúruverndarsjóðnum höfum ítrekað um árabil í umsögnum okkar til ýmissa íslenskra stofnana og Alþingis. Í fyrra losuðu sjókvíeldisfyrirtækin sem samsvarar klóakrennsli frá um 420.000 manns óhreinsað í íslenska firði, sé miðað við tölur frá Landsambandi fiskeldisstöðva, en tvöfalt meira ef miðað er við tölur norsku Umhverfisstofnunarinnar. Dýru verði keypt Hvernig getur þetta staðist? Engin starfsemi á landi kemst upp með að senda óhreinsað skólp frá sér beint út í umhverfið og sveitarfélög um allt land innheimta há gjöld af íbúum sínum til að standa straum af tugmilljarða kostnaði við að bæta frárennslismál frá byggð. Ástæðan fyrir þessu furðulega ástandi er að um sjókvíeldi gilda sérlög sem undanskilja það frá lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda og reglugerð um fráveitur og skólp, sem allir aðrir þurfa að fara eftir. Fyrir vikið fá Daníel Jakobsson hjá Arctic Fish og önnur sjókvíeldisfyrirtæki að senda umhverfinu og lífríkinu reikninginn fyrir þeirri gríðarlegu mengun sem verður til við starfsemina. Er sú niðurgreiðsluleið ekki í boði fyrir aðra atvinnustarfsemi. Pilsfaldakapitalistarnir eru víða. Höfundur er talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun