Mesta fylgi síðan 2009 Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. júlí 2025 18:31 Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Samfylkingin er með mesta fylgi sem flokkurinn hefur mælst með síðan árið 2009 eða í sextán ár. Aðrir stjórnarflokkar tapa fylgi og stuðningur við ríkisstjórnina dalar lítillega. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup en Ríkisútvarpið greinir frá. Samkvæmt umfjöllun þess bætir Samfylkingin við sig prósentustigi á milli mánaða og fer úr 30,7 prósentum í 31,8 prósent en líkt og þar er bent á hefur flokkurinn ekki mælst með meira fylgi síðan í apríl 2009 í stjórnartíð Jóhönnu Sigurðardóttur. Fylgi Viðreisnar og Flokks fólksins minnkar á milli mánaða. Viðreisn mælist með 13,7 prósent og Flokkur fólksins mælist nú með 6,5 prósent og missir prósentustig. Fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkar á milli mánaða um tæpt prósentustig en hann mælist nú með 20,6 prósenta fylgi. Framsókn mælist með 5,6 prósent en Miðflokkurinn bætir við sig og mælist nú með 10,7 prósent fylgi. Píratar mælast með 4,1 prósent fylgi og Sósíalistar með 3,3 prósent. Ítarlega hefur verið fjallað um svæsnar deilur innan Sósíalistaflokksins undanfarnar vikur. Vinstri græn mælast með 3,2 prósent. Þá minnkar stuðningur við ríkisstjórnina um fjögur prósentustig á milli mánaða og er nú í 63 prósentum. Ef miðað er við þingmannafjölda bætti Samfylkingin við sig átta þingmönnum ef horft er til síðustu kosninga og fengi 23 þingmenn yrði gengið til kosninga í dag. Sjálfstæðisflokkurinn færi úr fjórtán í fimmtán en Flokkur fólksins tapaði sex. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skoðanakannanir Alþingi Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Viðreisn Píratar Vinstri græn Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira
Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup en Ríkisútvarpið greinir frá. Samkvæmt umfjöllun þess bætir Samfylkingin við sig prósentustigi á milli mánaða og fer úr 30,7 prósentum í 31,8 prósent en líkt og þar er bent á hefur flokkurinn ekki mælst með meira fylgi síðan í apríl 2009 í stjórnartíð Jóhönnu Sigurðardóttur. Fylgi Viðreisnar og Flokks fólksins minnkar á milli mánaða. Viðreisn mælist með 13,7 prósent og Flokkur fólksins mælist nú með 6,5 prósent og missir prósentustig. Fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkar á milli mánaða um tæpt prósentustig en hann mælist nú með 20,6 prósenta fylgi. Framsókn mælist með 5,6 prósent en Miðflokkurinn bætir við sig og mælist nú með 10,7 prósent fylgi. Píratar mælast með 4,1 prósent fylgi og Sósíalistar með 3,3 prósent. Ítarlega hefur verið fjallað um svæsnar deilur innan Sósíalistaflokksins undanfarnar vikur. Vinstri græn mælast með 3,2 prósent. Þá minnkar stuðningur við ríkisstjórnina um fjögur prósentustig á milli mánaða og er nú í 63 prósentum. Ef miðað er við þingmannafjölda bætti Samfylkingin við sig átta þingmönnum ef horft er til síðustu kosninga og fengi 23 þingmenn yrði gengið til kosninga í dag. Sjálfstæðisflokkurinn færi úr fjórtán í fimmtán en Flokkur fólksins tapaði sex.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skoðanakannanir Alþingi Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Viðreisn Píratar Vinstri græn Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira